Fótbolti

Aron búinn að semja í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Bjarnason var einn besti maður Vals á síðustu leiktíð.
Aron Bjarnason var einn besti maður Vals á síðustu leiktíð. STÖÐ 2

Aron Bjarnason er genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Sirius, þangað sem hann var keyptur frá ungverska úrvalsdeildarliðinu Újpest.

Aron var einn besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð en hann var þá á láni hjá Val frá ungverska liðinu.

Sirius hafnaði í tíunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Samningur Arons við sænska félagið er til ársins 2025.

Aron hefur leikið með Fram, ÍBV og Breiðablik hér á landi auk Vals en hann ólst upp hjá Þrótti Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×