Það var Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, sem fór upp í gröfu og tóku fyrstu skóflustunguna af nýja hverfinu í vikunni.
„Þetta verður sambland af mismunandi íbúðum, þjónustusvæði, íbúðum þar sem bæði er hægt að vera með íbúðir í fjölbýli, einbýlishús, raðhús og svo náttúrulega íbúðir þar sem er hægt er að vera með verslunarhúsnæði í sama húsnæði. Það er heilmikil uppbygging hjá okkur og nýja verkefnið er mjög spennandi. Ég hlakka bara til þegar hér verður byrjað að byggja, fólk fer að flytja inn á svæðið og það fyllast af lífi,“ segir Halldóra.
Gert er ráð fyrir allt að 40 íbúðum innan svæðisins. Nýja hverfið, sem er í Gröf er miðsvæðis á Flúðum og því stutt í alla þjónusta. Íbúum í Hrunmannahreppi er alltaf að fjölga.

„Já, við sjáum mikinn áhuga á húsbyggingum, hér er búið að vera að byggja hús, sem seljast grimmt, þannig að við erum bara spennt fyrir framtíðinni“.
Af hverju ætti fólk að setja sig niður í Hrunamannarhreppi?
„Hér er náttúrulega, þér að segja, „Nafli alheimsins“, hér er náttúrulega frábært að vera, góðir skólar, góðir innviðir og frábært veður allt árið um kring og bara gott samfélag á allan hátt,“ segir Halldóra oddviti, stolt af sínu sveitarfélagi.
