Sportið í dag: „Brjálaður ef þjálfari talaði svona um liðið mitt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 14:00 Kristinn Björgúlfsson tók við karlaliði ÍR síðasta vor. VÍSIR/VILHELM Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, fór mikinn í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta í gær. Skot hans á leikmenn Stjörnunnar voru honum ekki til sóma að mati strákanna í Sportinu í dag. „Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kristinn meðal annars eftir 27-24 tap ÍR. Þeir Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G ræddu meðal annars ummæli Kristins í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. „Þetta kemur frá þjálfara sem seldi sæti í liðinu sínu fyrir tímabilið,“ sagði Kjartan Atli og vísaði í söfnun ÍR-inga í vor eftir að í ljós kom að handknattleiksdeild ÍR rambaði á barmi gjaldþrots. „Auðvitað er þetta bara vindhögg,“ sagði Henry Birgir. „Þarna var dauðafæri fyrir ÍR að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, liðið kemst í 9-3 og það er allt jafnt þegar það eru örfáar mínútur eftir. Hann var ógeðslega sár eftir þetta. Stjarnan gat náttúrulega ekki neitt – þetta á að vera formsatriði fyrir lið eins og Stjörnuna en Stjarnan þurfti að fara í 7 á móti 6 gegn ÍR. Pínu neyðarlegt fyrir lið sem tekur sig hátíðlegar en þetta og hefur fjárfest það vel. Kiddi þarf samt auðvitað að halda haus,“ sagði Henry. Patrekur lét sig hverfa Þeir félagar voru sammála um að Kristin hefði skort klassa í gær. „Ég væri brjálaður ef að þjálfari talaði svona um liðið mitt,“ sagði Kjartan Atli og Henry tók við boltanum: „Talandi um skort á klassa. Eins mikla virðingu og ég ber fyrir Patta [Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar] þá vantaði aðeins upp á hjá honum eftir leikinn í gær. Hann lét sig bara hverfa. Mætti ekki í viðtal. Ég held að hann hafi bara skammast sín svona fyrir frammistöðuna að hann reykspólaði burt úr Breiðholtinu og heim.“ ÍR-ingar eru eftir sem áður án stiga í Olís-deildinni og óvíst að það breytist nokkuð á leiktíðinni: „Kiddi er samt að gera frábæra hluti að reyna að halda þessu gangandi. Hann fékk erfið spil á hendi – gjaldþrota lið – og er að gera mjög vel. Og mögulega var hann mjög pirraður, en það er ekki næg afsökun,“ sagði Kjartan Atli. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um ummæli Kristins hefst eftir 10 mínútur af þættinum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Sportið í dag ÍR Stjarnan Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
„Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kristinn meðal annars eftir 27-24 tap ÍR. Þeir Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G ræddu meðal annars ummæli Kristins í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. „Þetta kemur frá þjálfara sem seldi sæti í liðinu sínu fyrir tímabilið,“ sagði Kjartan Atli og vísaði í söfnun ÍR-inga í vor eftir að í ljós kom að handknattleiksdeild ÍR rambaði á barmi gjaldþrots. „Auðvitað er þetta bara vindhögg,“ sagði Henry Birgir. „Þarna var dauðafæri fyrir ÍR að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, liðið kemst í 9-3 og það er allt jafnt þegar það eru örfáar mínútur eftir. Hann var ógeðslega sár eftir þetta. Stjarnan gat náttúrulega ekki neitt – þetta á að vera formsatriði fyrir lið eins og Stjörnuna en Stjarnan þurfti að fara í 7 á móti 6 gegn ÍR. Pínu neyðarlegt fyrir lið sem tekur sig hátíðlegar en þetta og hefur fjárfest það vel. Kiddi þarf samt auðvitað að halda haus,“ sagði Henry. Patrekur lét sig hverfa Þeir félagar voru sammála um að Kristin hefði skort klassa í gær. „Ég væri brjálaður ef að þjálfari talaði svona um liðið mitt,“ sagði Kjartan Atli og Henry tók við boltanum: „Talandi um skort á klassa. Eins mikla virðingu og ég ber fyrir Patta [Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar] þá vantaði aðeins upp á hjá honum eftir leikinn í gær. Hann lét sig bara hverfa. Mætti ekki í viðtal. Ég held að hann hafi bara skammast sín svona fyrir frammistöðuna að hann reykspólaði burt úr Breiðholtinu og heim.“ ÍR-ingar eru eftir sem áður án stiga í Olís-deildinni og óvíst að það breytist nokkuð á leiktíðinni: „Kiddi er samt að gera frábæra hluti að reyna að halda þessu gangandi. Hann fékk erfið spil á hendi – gjaldþrota lið – og er að gera mjög vel. Og mögulega var hann mjög pirraður, en það er ekki næg afsökun,“ sagði Kjartan Atli. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um ummæli Kristins hefst eftir 10 mínútur af þættinum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Sportið í dag ÍR Stjarnan Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira