Sextán milljónir frá sveitarfélaginu vegna árásar í vinnunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 22:32 Héraðsdómur Vestfjarða taldi sveitarfélagið bera ábyrgð. Mynd/Bæjarins besta Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón króna. Konan starfaði á vegum sveitarfélags við umönnun fatlaðs einstaklings sem réðst á hana árið 2014 og var sveitarfélagið talið bera bótaábyrgð í málinu. Umrætt atvik áttu sér stað 13. október 2014. Konan vann þá í hlutastarfi við umönnun fatlaðs einstaklings sem bjó í eigin íbúð en naut sólarhringsþjónustu frá sveitarfélaginu. Kvaðst konan byggja á því að einstaklingurinn sem um ræðir hafi ráðist á hana með höggum og spörkum og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún varð fyrir varanlegu andlegu tjóni. Sveitarfélagið mótmælti þessari atvikalýsingu. Sveitarfélagið hafnaði bótaábyrgð og byggði meðal annars á því að það hafi ekki fengið tilkynningu um atvikið fyrr en tæpu ári eftir að atvikið átti sér stað, eða í september 2015. Þá hafi Sjúkratryggingum og Vinnueftirlitinu sömuleiðis verið tilkynnt um atvikið. Konan byggði kröfur sínar á hendur sveitarfélaginu á ákvæði í kjarasamningi milli Samflots, stéttarfélags hennar, og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var kveðið á um að líkamstjón af hendi skjólstæðings sveitarfélaga, sem geti að takmörkuðu eða engu leyti borið ábyrgð á eigin gjörðum, sé á ábyrgð sveitarfélaganna. Dómari taldi þá að gögn málsins, ásamt framburði vitna fyrir dómi, renna stoðum undir málatilbúnað konunnar og þær fullyrðingar að andlegt tjón hennar mætti rekja til árásarinnar árið 2014. Voru konunni því dæmdar bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón, auk þess sem sveitarfélaginu var gert að greiða málskostnað upp á tæplega tvær og hálfa milljón. Dómsmál Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tryggingar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Umrætt atvik áttu sér stað 13. október 2014. Konan vann þá í hlutastarfi við umönnun fatlaðs einstaklings sem bjó í eigin íbúð en naut sólarhringsþjónustu frá sveitarfélaginu. Kvaðst konan byggja á því að einstaklingurinn sem um ræðir hafi ráðist á hana með höggum og spörkum og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún varð fyrir varanlegu andlegu tjóni. Sveitarfélagið mótmælti þessari atvikalýsingu. Sveitarfélagið hafnaði bótaábyrgð og byggði meðal annars á því að það hafi ekki fengið tilkynningu um atvikið fyrr en tæpu ári eftir að atvikið átti sér stað, eða í september 2015. Þá hafi Sjúkratryggingum og Vinnueftirlitinu sömuleiðis verið tilkynnt um atvikið. Konan byggði kröfur sínar á hendur sveitarfélaginu á ákvæði í kjarasamningi milli Samflots, stéttarfélags hennar, og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var kveðið á um að líkamstjón af hendi skjólstæðings sveitarfélaga, sem geti að takmörkuðu eða engu leyti borið ábyrgð á eigin gjörðum, sé á ábyrgð sveitarfélaganna. Dómari taldi þá að gögn málsins, ásamt framburði vitna fyrir dómi, renna stoðum undir málatilbúnað konunnar og þær fullyrðingar að andlegt tjón hennar mætti rekja til árásarinnar árið 2014. Voru konunni því dæmdar bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón, auk þess sem sveitarfélaginu var gert að greiða málskostnað upp á tæplega tvær og hálfa milljón.
Dómsmál Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tryggingar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira