Saumar ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveiruna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 20:00 Brúður í formi ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveirukonan eru á meðal hundraða sköpunarverka Arndísar Sigurbjörnsdóttur Um leið og stigið er fæti inn á heimili Arndísar er auðséð að þar hefur kona sem býr yfir mikilli sköpunargleði komið sér vel fyrir. Í hverjum krók og kima er handverk af einhverju tagi. Prjónaðar klukkur, saumuð ljós og síðast ekki síst; brúður í tuga- eða hundraðatali. Þær fanga oft tíðarandann líkt og covid-konan sem Arndís saumaði um páskana. „Þá voru veirusmitin á mikilli uppleið og ég gerði þetta til að gleðja mig og gleyma tímanum,“ segir Arndís og sýnir brúðuna sem er með grímu, hanska og sprittbrúsa í vasa. Arndís ímyndar sér að andi kórónuveirunnar líti nokkurn veginn svona út. vísir/Egill Kórónuveiran í dúkkulíki er þó heldur ófrýnilegri og líkist helst leðurblöku. Dúkkurnar og verkin eru fjölbreytt og nokkur bera sterk skilaboð, eins og útsaumuðar myndir með vísan í George Floyd, Fokk ofbeldi og Black Lives matter. Útsaumaðar myndir eftir Arndísi.vísir/Egill Hún endurnýtir efni úr ýmsum áttum og kvenlæg orka einkennir brúðusafnið. Þegar Arndís saumaði ríkislögreglustjóra leyfði hún þó eiginmanninum hennar að fylgja með og þá fangaði Bernie Sanders athygli hennar á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna. „Það voru allir uppstrílaðar þarna í kringum nýja forsetann en svo kemur hann þarna afslappaður með eins og íslenska lopavettlinga.“ Arndís segir þessa brúðu vera íslensku konuna. Með bónuspoka í höndum.vísir/Egill Henni segist aldrei leiðast með þetta áhugamál. Hún dregur innblástur úr ýmsum áttum en næsta verk er óákveðið. „Það kemur bara til mín. Þá útfæri ég þetta í huganum fyrst og svo er ég ekki lengi að vinna það.“ Föndur Grín og gaman Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Prjónaskapur Handverk Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Um leið og stigið er fæti inn á heimili Arndísar er auðséð að þar hefur kona sem býr yfir mikilli sköpunargleði komið sér vel fyrir. Í hverjum krók og kima er handverk af einhverju tagi. Prjónaðar klukkur, saumuð ljós og síðast ekki síst; brúður í tuga- eða hundraðatali. Þær fanga oft tíðarandann líkt og covid-konan sem Arndís saumaði um páskana. „Þá voru veirusmitin á mikilli uppleið og ég gerði þetta til að gleðja mig og gleyma tímanum,“ segir Arndís og sýnir brúðuna sem er með grímu, hanska og sprittbrúsa í vasa. Arndís ímyndar sér að andi kórónuveirunnar líti nokkurn veginn svona út. vísir/Egill Kórónuveiran í dúkkulíki er þó heldur ófrýnilegri og líkist helst leðurblöku. Dúkkurnar og verkin eru fjölbreytt og nokkur bera sterk skilaboð, eins og útsaumuðar myndir með vísan í George Floyd, Fokk ofbeldi og Black Lives matter. Útsaumaðar myndir eftir Arndísi.vísir/Egill Hún endurnýtir efni úr ýmsum áttum og kvenlæg orka einkennir brúðusafnið. Þegar Arndís saumaði ríkislögreglustjóra leyfði hún þó eiginmanninum hennar að fylgja með og þá fangaði Bernie Sanders athygli hennar á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna. „Það voru allir uppstrílaðar þarna í kringum nýja forsetann en svo kemur hann þarna afslappaður með eins og íslenska lopavettlinga.“ Arndís segir þessa brúðu vera íslensku konuna. Með bónuspoka í höndum.vísir/Egill Henni segist aldrei leiðast með þetta áhugamál. Hún dregur innblástur úr ýmsum áttum en næsta verk er óákveðið. „Það kemur bara til mín. Þá útfæri ég þetta í huganum fyrst og svo er ég ekki lengi að vinna það.“
Föndur Grín og gaman Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Prjónaskapur Handverk Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira