Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 11:54 Enn er mikill krapi í Jökulsá á Fjöllum og ekki óhætt að hafa veginn opinn nema í björtu. Lögreglan Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. Vegurinn verður opinn næstu daga milli 9 og 18 en lokaður utan þess tíma að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þá er óvissustig almannavarna vegna krapahlaupsins enn í gildi og er enn talin hætta á krapahlaupum í ánni. Þó eru engar vísbendingar um að nýjar stíflur séu að myndast í ánni ofan við brúna. Í tilkynningu almannavarna segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglan á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands hafi fundað í morgun vegna Jökulsár á Fjöllum. „Í gær var veginum um Mývatnsöræfi lokað vegna aukinnar hættu á að þrepahlaup gæti verið að hefjast í Jökulsá á Fjöllum. Gervitunglamyndir sýndu breytingar á milli daga, uppsöfnun krapa var 3 km sunnan við brúna og minniháttar óróamerki mældist um tíma á jarðskjálftamæli nálægt brúarstæðinu. Af þeim sökum þótti réttast að loka veginum á meðan frekari athuganir færu fram. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands fóru í könnunarflug eftir ánni í gær. Þá sást að augljóslega er enn mikill krapi í ánni og nær hann rúma 3 km frá brúni upp með ánni. Ís getur haldið áfram að safnast upp á meðan kalt er í veðri. Engar vísbendingar sáust þó um að nýjar stíflur væru að myndast ofan við brúna sem framkallað gætu sambærilegt hlaup og varð þann 26. janúar síðastliðinn. Lækkandi vatnshæð við brúna í gær voru líklega merki um að áin væri að bræða af sér krapa og vatn þannig að finna sér leið undir krapanum. Ekki er þó hægt að útiloka annað krapahlaup og því er nauðsynlegt að fylgjast áfram vel með þróun mála. Niðurstöður fundarins voru þær að óhætt er að opna veginn aftur með þeim takmörkunum sem áður voru. Vegurinn verður opinn næstu daga á milli 09:00-18:00, en lokaður utan þess tíma. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað á föstudaginn að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu almannavarna. Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vegurinn verður opinn næstu daga milli 9 og 18 en lokaður utan þess tíma að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þá er óvissustig almannavarna vegna krapahlaupsins enn í gildi og er enn talin hætta á krapahlaupum í ánni. Þó eru engar vísbendingar um að nýjar stíflur séu að myndast í ánni ofan við brúna. Í tilkynningu almannavarna segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglan á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands hafi fundað í morgun vegna Jökulsár á Fjöllum. „Í gær var veginum um Mývatnsöræfi lokað vegna aukinnar hættu á að þrepahlaup gæti verið að hefjast í Jökulsá á Fjöllum. Gervitunglamyndir sýndu breytingar á milli daga, uppsöfnun krapa var 3 km sunnan við brúna og minniháttar óróamerki mældist um tíma á jarðskjálftamæli nálægt brúarstæðinu. Af þeim sökum þótti réttast að loka veginum á meðan frekari athuganir færu fram. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands fóru í könnunarflug eftir ánni í gær. Þá sást að augljóslega er enn mikill krapi í ánni og nær hann rúma 3 km frá brúni upp með ánni. Ís getur haldið áfram að safnast upp á meðan kalt er í veðri. Engar vísbendingar sáust þó um að nýjar stíflur væru að myndast ofan við brúna sem framkallað gætu sambærilegt hlaup og varð þann 26. janúar síðastliðinn. Lækkandi vatnshæð við brúna í gær voru líklega merki um að áin væri að bræða af sér krapa og vatn þannig að finna sér leið undir krapanum. Ekki er þó hægt að útiloka annað krapahlaup og því er nauðsynlegt að fylgjast áfram vel með þróun mála. Niðurstöður fundarins voru þær að óhætt er að opna veginn aftur með þeim takmörkunum sem áður voru. Vegurinn verður opinn næstu daga á milli 09:00-18:00, en lokaður utan þess tíma. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað á föstudaginn að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu almannavarna.
Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira