Vildu ekki fá gervigras á völlinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 11:00 Margir íslenskir knattspyrnumenn hafa spilað með Brann í gegnum tíðina og hér má sjá bæði Ólaf Örn BJarnason og Birki Má Sævarsson. EPA/LAVANDEIRA JR Það er ekki auðvelt að halda við grasvelli í Bergen og því langskynsamlegast að skipta yfir í gervigras. Yfirmönnum norska fótboltafélagsins Brann tókst þó ekki að sannfæra sitt fólk. Gervigrasvöllum hefur fjölgað mikið á Íslandi síðustu ár og það lítur svo út að gervigras sé framtíðin fyrir fótboltavelli svo norðarlega á hnettinum. Fólkið hjá norska félaginu Brann er þó ekki á sömu skoðun. Tillaga um að skipta yfir í gervigras á heimavelli Brann var felld á ársþingi norska félagsins. Stjórn félagsins, framkvæmdastjórn og íþróttaforysta félagsins vildu öll fá gervigras en þingfulltrúar á ársþinginu voru ekki sammála Tillaga stjórnarinnar var felld með 130 atkvæðum gegn 107. Brann-medlemmene sa nei til kunstgress https://t.co/lJVKn7UgQm— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 2, 2021 Atkvæðagreiðslan fór fram eftir nokkra tíma fundarhöld þar sem stjórnsýslan hjá Brann reyndi að sannfæra þingfulltrúana um það að eina vitið væri að skipta yfir í gervigras til að bæta slæma æfingaaðstöðu félagsins. Brann spilar í Bergen í vestur Noregi. Liðið er í norsku úrvalsdeildinni og endaði í tíunda sæti af sextán liðum á síðustu leiktíð. Nú er ljóst að það verður áfram náttúrulegt gras á Brann Stadium. Brann hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina en þar hafa spilað íslenskir leikmenn eins og Birkir Kristinsson, Ólafur Þórðarson, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Stefán Þórðarson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason, Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Einarsson, Birkir Már Sævarsson, Viðar Ari Jónsson og nú síðast Jón Guðni Fjóluson. Teitur Þórðarson hefur líka þjálfað liðið í tvígang. Brann varð síðast norskur meistari árið 1997 en með liðinu spiluðu þá Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason. Það var fyrsti titill félagsins í 44 ár. Síðan hefur liðið farið niður í B-deildina (2015) en kom strax upp aftur og varð í öðru sæti 2016 og í þriðja sætið 2018. Under nettmøtet om skifte av underlag på Stadion før 2021-sesongen kom det inn spørsmål som det ikke var tid til å svare på i møte. Her er svar på dem: https://t.co/7vZekFzQH0— Sportsklubben Brann (@skbrann) January 29, 2021 Norski boltinn Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Gervigrasvöllum hefur fjölgað mikið á Íslandi síðustu ár og það lítur svo út að gervigras sé framtíðin fyrir fótboltavelli svo norðarlega á hnettinum. Fólkið hjá norska félaginu Brann er þó ekki á sömu skoðun. Tillaga um að skipta yfir í gervigras á heimavelli Brann var felld á ársþingi norska félagsins. Stjórn félagsins, framkvæmdastjórn og íþróttaforysta félagsins vildu öll fá gervigras en þingfulltrúar á ársþinginu voru ekki sammála Tillaga stjórnarinnar var felld með 130 atkvæðum gegn 107. Brann-medlemmene sa nei til kunstgress https://t.co/lJVKn7UgQm— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 2, 2021 Atkvæðagreiðslan fór fram eftir nokkra tíma fundarhöld þar sem stjórnsýslan hjá Brann reyndi að sannfæra þingfulltrúana um það að eina vitið væri að skipta yfir í gervigras til að bæta slæma æfingaaðstöðu félagsins. Brann spilar í Bergen í vestur Noregi. Liðið er í norsku úrvalsdeildinni og endaði í tíunda sæti af sextán liðum á síðustu leiktíð. Nú er ljóst að það verður áfram náttúrulegt gras á Brann Stadium. Brann hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina en þar hafa spilað íslenskir leikmenn eins og Birkir Kristinsson, Ólafur Þórðarson, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Stefán Þórðarson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason, Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Einarsson, Birkir Már Sævarsson, Viðar Ari Jónsson og nú síðast Jón Guðni Fjóluson. Teitur Þórðarson hefur líka þjálfað liðið í tvígang. Brann varð síðast norskur meistari árið 1997 en með liðinu spiluðu þá Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason. Það var fyrsti titill félagsins í 44 ár. Síðan hefur liðið farið niður í B-deildina (2015) en kom strax upp aftur og varð í öðru sæti 2016 og í þriðja sætið 2018. Under nettmøtet om skifte av underlag på Stadion før 2021-sesongen kom det inn spørsmål som det ikke var tid til å svare på i møte. Her er svar på dem: https://t.co/7vZekFzQH0— Sportsklubben Brann (@skbrann) January 29, 2021
Norski boltinn Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn