Meistaradeildarleikur Liverpool mögulega á flakk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 14:15 Sadio Mané og félagar í Liverpool mega möguleika ekki ferðast til Þýskalands þegar fyrri leikurinn á að fara fram. Getty/Andrew Powell Það styttist í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en það er samt ekki alveg ljóst hvar allir leikirnir verða spilaðir. Liverpool mætir þýska liðinu RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en ferðabann í Þýskalandi hefur skapað óvissu um hvar fyrri leikur liðanna verður spilaður. Þjóðverjar eru eins og aðrar þjóðir Evrópu í harðri baráttu við kórónuveiruna og til að koma í veg fyrir að breska afbrigðið nái einhverri fótfestu í Þýskalandi þá hefur þýska ríkisstjórnin bannað flug frá Bretlandi til 17. febrúar. Liverpool's Champions League clash against RB Leipzig 'under threat' and could be moved https://t.co/pXWzMHevKq— MailOnline Sport (@MailSport) February 2, 2021 RB Leipzig átti að taka á móti Liverpool í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum 16. febrúar. Knattspyrnusamband Evrópu þarf því að finna lausn á þessu vandamáli en Liverpool Echo skrifar um málið. Einn möguleikinn er að skipta á heimaleikjum og spila fyrri leikinn á heimavelli Liverpool en þann seinni í Þýskalandi en sá leikur á að fara fram 10. mars næstkomandi. Liverpool væri þá að gefa eftir réttinn sem liðið vann sér inn með því að vinna sinn riðil en það er að eiga heimaleikinn til góða. Það er varla góður kostur fyrir Englandsmeistarana. Það gæti því farið svo að þýska liðið yrði að spila heimaleikinn sinn á hlutlausum velli. Það yrði raunin ef Liverpool fær ekki leyfi til að lenda í Þýskalandi. Fleiri ensk lið eru í svipuðum vandamálum eins og Arsenal sem á að mæta Benfica í Portúgal í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar 18. febrúar. Arsenal er að ræða við UEFA um að finna hlutlausan leikstað. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Sjá meira
Liverpool mætir þýska liðinu RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en ferðabann í Þýskalandi hefur skapað óvissu um hvar fyrri leikur liðanna verður spilaður. Þjóðverjar eru eins og aðrar þjóðir Evrópu í harðri baráttu við kórónuveiruna og til að koma í veg fyrir að breska afbrigðið nái einhverri fótfestu í Þýskalandi þá hefur þýska ríkisstjórnin bannað flug frá Bretlandi til 17. febrúar. Liverpool's Champions League clash against RB Leipzig 'under threat' and could be moved https://t.co/pXWzMHevKq— MailOnline Sport (@MailSport) February 2, 2021 RB Leipzig átti að taka á móti Liverpool í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum 16. febrúar. Knattspyrnusamband Evrópu þarf því að finna lausn á þessu vandamáli en Liverpool Echo skrifar um málið. Einn möguleikinn er að skipta á heimaleikjum og spila fyrri leikinn á heimavelli Liverpool en þann seinni í Þýskalandi en sá leikur á að fara fram 10. mars næstkomandi. Liverpool væri þá að gefa eftir réttinn sem liðið vann sér inn með því að vinna sinn riðil en það er að eiga heimaleikinn til góða. Það er varla góður kostur fyrir Englandsmeistarana. Það gæti því farið svo að þýska liðið yrði að spila heimaleikinn sinn á hlutlausum velli. Það yrði raunin ef Liverpool fær ekki leyfi til að lenda í Þýskalandi. Fleiri ensk lið eru í svipuðum vandamálum eins og Arsenal sem á að mæta Benfica í Portúgal í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar 18. febrúar. Arsenal er að ræða við UEFA um að finna hlutlausan leikstað.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Sjá meira