Leggja aftur til að heimabruggun verði leyfð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:05 Í frumvarpinu segir að á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar hér á landi þrátt fyrir bannið. vísir/Getty Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur að nýju lagt fram frumvarp um afnám banns við heimabruggun áfengis til einkaneyslu. Frumvarpið styðja einnig flokksfélagar Helga Hrafns í Pírötum og einnig þingmenn úr röðum Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Samkvæmt núgildandi áfengislögum er bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að slíkt hafi lengi tíðkast þrátt fyrir bannið. Á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar. Bruggarar geri jafnan enga tilraun til að fela hana og lítil vitund virðist um að athæfið sé yfirleitt bannað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þætti verknaðurinn hneykslanlegur eða brjóta í bága við almannahagsmuni mætti ætla að slík viðhorf kæmu fram í almennri umræðu um áfengismál, en svo er ekki. Áfengismál eru réttilega mjög umdeild og því verður að taka þá staðreynd að hvorki virðist áhugi meðal yfirvalda né almennings á því að framfylgja banninu sem vísbendingu um að hið fortakslausa bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu eigi ekki lengur erindi í íslensku samfélagi,“ segir í greinargerð. Fjöldi umsagna hefur borist um málið í gegnum tíðina. Landlæknisembættið lagðist gegn því áið 2018 og í umsögn sagði að allar breytingar á áfengislögum sem væru til þess fallnar að auka aðgengi að áfengi eða færa til viðhorf til áfengis muni leiða til aukinnar áfengisnotkunar og skaðlegra áhrifa. Fágun, félags áhugafólks um gerjun, skilaði umsögn um málið í fyrra þar sem frumvarpinu var fagnað. Þar segir að í nágrannalöndum og almennt í vestrænum ríkjum ríki sú regla að gerjun drykkja heima við til einkanota sé leyfileg. Þessi iðja hafi auk þess almennt verið látin óáreitt af yfirvöldum hérlendis, sé hún stunduð til einkanota. Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Frumvarpið styðja einnig flokksfélagar Helga Hrafns í Pírötum og einnig þingmenn úr röðum Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Samkvæmt núgildandi áfengislögum er bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að slíkt hafi lengi tíðkast þrátt fyrir bannið. Á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar. Bruggarar geri jafnan enga tilraun til að fela hana og lítil vitund virðist um að athæfið sé yfirleitt bannað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þætti verknaðurinn hneykslanlegur eða brjóta í bága við almannahagsmuni mætti ætla að slík viðhorf kæmu fram í almennri umræðu um áfengismál, en svo er ekki. Áfengismál eru réttilega mjög umdeild og því verður að taka þá staðreynd að hvorki virðist áhugi meðal yfirvalda né almennings á því að framfylgja banninu sem vísbendingu um að hið fortakslausa bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu eigi ekki lengur erindi í íslensku samfélagi,“ segir í greinargerð. Fjöldi umsagna hefur borist um málið í gegnum tíðina. Landlæknisembættið lagðist gegn því áið 2018 og í umsögn sagði að allar breytingar á áfengislögum sem væru til þess fallnar að auka aðgengi að áfengi eða færa til viðhorf til áfengis muni leiða til aukinnar áfengisnotkunar og skaðlegra áhrifa. Fágun, félags áhugafólks um gerjun, skilaði umsögn um málið í fyrra þar sem frumvarpinu var fagnað. Þar segir að í nágrannalöndum og almennt í vestrænum ríkjum ríki sú regla að gerjun drykkja heima við til einkanota sé leyfileg. Þessi iðja hafi auk þess almennt verið látin óáreitt af yfirvöldum hérlendis, sé hún stunduð til einkanota.
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira