Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um lokunarstyrk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:44 Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hefur þurft að loka starfsemi sinni í um 16 vikur frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Aðsend/Rán Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um það hvort hún ætti rétt á lokunarstyrk. Yfirskattanefnd úrskurðaði að hún ætti rétt á styrknum þar sem hún sérhæfir sig í myndatökum af nýburum. Taldi nefndin að starfsemin teldist til þeirra sem fela í sér sérstaka smithættu. RÚV greinir frá þessu. Lokunarstyrkir hafa verið veittir frá því í vor, þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reið hér yfir. Styrkina geta þeir sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi vegna faraldursins hlotið.Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra Rán segir í samtali við fréttastofu að málinu sé þó enn ekki lokið. Málinu verði nú vísað aftur til ríkisskattstjóra til afgreiðslu og sé það alfarið í höndum hans hver niðurstaðan verði, þó að yfirskattanefnd samþykki rök Ránar. Hún segir þó að ákveði ríkisskattstjóri aftur að synja umsókn hennar muni hún kæra málið til yfirskattanefndar aftur. Rán sótti fyrst um styrk í ágúst og hafnaði ríkisskattstjóri umsókninni í kjölfarið. Rökin voru þau að hún gæti haldið starfi sínu áfram í einhverri mynd og aðlagað sig að hertum sóttvörnum. Rán hefur tvisvar lokað starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Rán sagði í Bítinu á Bylgjunni í desember að faraldurinn hafi kollvarpað rekstrinum. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Það var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán Mikla nálægð og snertingu þarf í starfi Ránar.Aðsend/Rán Þar sem hún sérhæfi sig í nýburaljósmyndun geti hún ekki farið eftir sóttvarnareglum. Hún þurfi að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Í kjölfar þess að ríkisskattstjóri synjaði umsókn hennar um lokunarstyrk kærði hún það til yfirskattanefndar. Í kæru sinni sagði hún að hún hafi sótt um 800 þúsund krónur í styrk. Yfirskattanefnd leitaðist til heilbrigðisráðuneytisins eftir umsögn, sem sagði að þrátt fyrir sérhæfingu Ránar hlyti hún að geta aðlagað sig að sóttvarnareglum. Í svari Ránar við umsögninni sagði hún ljóst að afstaða ríkisskattstjóra og heilbrigðisráðuneytisins lýsti vanþekkingu á störfum við sérhæfða ljósmyndun. Yfirskattanefnd tók undir þessi rök og taldi víst að hún gæti ekki aðlagað sig að sóttvarnareglum og haldið starfsemi sinni áfram. Hún ætti því rétt á lokunarstyrk. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
RÚV greinir frá þessu. Lokunarstyrkir hafa verið veittir frá því í vor, þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reið hér yfir. Styrkina geta þeir sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi vegna faraldursins hlotið.Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra Rán segir í samtali við fréttastofu að málinu sé þó enn ekki lokið. Málinu verði nú vísað aftur til ríkisskattstjóra til afgreiðslu og sé það alfarið í höndum hans hver niðurstaðan verði, þó að yfirskattanefnd samþykki rök Ránar. Hún segir þó að ákveði ríkisskattstjóri aftur að synja umsókn hennar muni hún kæra málið til yfirskattanefndar aftur. Rán sótti fyrst um styrk í ágúst og hafnaði ríkisskattstjóri umsókninni í kjölfarið. Rökin voru þau að hún gæti haldið starfi sínu áfram í einhverri mynd og aðlagað sig að hertum sóttvörnum. Rán hefur tvisvar lokað starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Rán sagði í Bítinu á Bylgjunni í desember að faraldurinn hafi kollvarpað rekstrinum. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Það var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán Mikla nálægð og snertingu þarf í starfi Ránar.Aðsend/Rán Þar sem hún sérhæfi sig í nýburaljósmyndun geti hún ekki farið eftir sóttvarnareglum. Hún þurfi að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Í kjölfar þess að ríkisskattstjóri synjaði umsókn hennar um lokunarstyrk kærði hún það til yfirskattanefndar. Í kæru sinni sagði hún að hún hafi sótt um 800 þúsund krónur í styrk. Yfirskattanefnd leitaðist til heilbrigðisráðuneytisins eftir umsögn, sem sagði að þrátt fyrir sérhæfingu Ránar hlyti hún að geta aðlagað sig að sóttvarnareglum. Í svari Ránar við umsögninni sagði hún ljóst að afstaða ríkisskattstjóra og heilbrigðisráðuneytisins lýsti vanþekkingu á störfum við sérhæfða ljósmyndun. Yfirskattanefnd tók undir þessi rök og taldi víst að hún gæti ekki aðlagað sig að sóttvarnareglum og haldið starfsemi sinni áfram. Hún ætti því rétt á lokunarstyrk.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira