Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 13:51 Dagur segir að viðbrögð hans við atvikinu hafi komið í skrefum. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. Dagur var til viðtals í Silfrinu á RÚV í dag. Þar sagði hann að viðbrögð sín við atburðinum, sem hann segir að hafi líklegast orðið aðfaranótt laugardags eða föstudags fyrir viku, hafi verið þrepaskipt. „Eitt er nú að kalla til lögreglu, sem maður gerir ekki á hverjum degi. Einhvern veginn þá ýtti maður því aðeins frá sér, meira að segja eftir að bíllinn var farinn til rannsókna. Okkur verður ansi illa við þegar við fáum að heyra það á sunnudeginum að þarna hafi fundist kúlur,“ segir Dagur. Hann segir það þá hafa komið honum á óvart að málið varð enn raunverulegra þegar hann stóð frammi fyrir því að ræða það opinberlega, eftir að lögregla greindi frá því hvernig málið lægi. „Konan mín og krakkarnir hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi. En þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar og þetta er svona eitthvað óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig að því, og við öll, að því horfa aðeins öðruvísi út um gluggann meðan það er auðvitað enn þá mikil óvissa í þessu öllu saman,“ segir Dagur. Fullyrðir ekkert um myndbandið sem vakti þó óhug Dagur sagðist ekki geta fullyrt að myndband sem aðgerðahópurinn Björgum miðbænum, sem talsett var af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafi spilað inn í aðdraganda árásarinnar. Til þess sé ekki nógu mikið vitað um árásina. Í myndbandinu er heimili Dags sýnt og fjallað um valdatíð hans, sem í myndbandinu er sögð einkennast af „valdníðslu. Hroka, skuldasöfnun og bruðli í gæluverkefni,“ sem og „árásum á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni.“ Myndbandið hefur verið nefnt í umræðu um orðræðu stjórnmála á Íslandi í dag, en sum vilja meina að harka sé farin að færast í hana og benda á árásina á bíl borgarstjóra því til stuðnings. Dagur vildi ekki fullyrða um tengsl á milli myndbandsins og árásarinnar, en sagði myndbandið þó hafa valdið sér óhug. „Ég var ekkert einn í fjölskyldunni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugnanlegt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin og gera heimili mitt að skotskífu. Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist,“ sagði Dagur. Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Dagur var til viðtals í Silfrinu á RÚV í dag. Þar sagði hann að viðbrögð sín við atburðinum, sem hann segir að hafi líklegast orðið aðfaranótt laugardags eða föstudags fyrir viku, hafi verið þrepaskipt. „Eitt er nú að kalla til lögreglu, sem maður gerir ekki á hverjum degi. Einhvern veginn þá ýtti maður því aðeins frá sér, meira að segja eftir að bíllinn var farinn til rannsókna. Okkur verður ansi illa við þegar við fáum að heyra það á sunnudeginum að þarna hafi fundist kúlur,“ segir Dagur. Hann segir það þá hafa komið honum á óvart að málið varð enn raunverulegra þegar hann stóð frammi fyrir því að ræða það opinberlega, eftir að lögregla greindi frá því hvernig málið lægi. „Konan mín og krakkarnir hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi. En þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar og þetta er svona eitthvað óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig að því, og við öll, að því horfa aðeins öðruvísi út um gluggann meðan það er auðvitað enn þá mikil óvissa í þessu öllu saman,“ segir Dagur. Fullyrðir ekkert um myndbandið sem vakti þó óhug Dagur sagðist ekki geta fullyrt að myndband sem aðgerðahópurinn Björgum miðbænum, sem talsett var af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafi spilað inn í aðdraganda árásarinnar. Til þess sé ekki nógu mikið vitað um árásina. Í myndbandinu er heimili Dags sýnt og fjallað um valdatíð hans, sem í myndbandinu er sögð einkennast af „valdníðslu. Hroka, skuldasöfnun og bruðli í gæluverkefni,“ sem og „árásum á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni.“ Myndbandið hefur verið nefnt í umræðu um orðræðu stjórnmála á Íslandi í dag, en sum vilja meina að harka sé farin að færast í hana og benda á árásina á bíl borgarstjóra því til stuðnings. Dagur vildi ekki fullyrða um tengsl á milli myndbandsins og árásarinnar, en sagði myndbandið þó hafa valdið sér óhug. „Ég var ekkert einn í fjölskyldunni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugnanlegt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin og gera heimili mitt að skotskífu. Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist,“ sagði Dagur.
Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira