Fékk hundrað þúsund króna sekt og hálfsjálfvirkur riffill gerður upptækur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2021 09:34 Maðurinn var dæmdur til greiðslu hundrað þúsund króna sektar. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sakfelldur Í Landsrétti fyrir vopnalagabrot með því að hafa í heimildarleysi átt og haft í vörslum sínum hálfsjálfvirkan riffil og rafstuðbyssu. Voru vopnin gerð upptæk og manninum gert að greiða hundrað þúsund króna sekt, eða sæta átta daga fangelsi. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa breytt eiginleikum riffilsins þannig að hann yrðir hálfsjálfvirkur en Landsréttur sýknaði hann af þeirri háttsemi. Í dóminum er vísað til lögregluskýrslu þar sem segir að lögreglu hafi borist ábending um að svokölluðum DPMS-riffli í eigu mannsins hefði verið breytt þannig að hann virkaði sem hálfsjálfvirkur riffill. Við nánari skoðun reyndist það svo að pinni sem stýrir því riffillinn er einskota, hálfsjálfvirkur eða alsjálfvirkur hefði verið tekinn úr. Riffillinn varð gerður upptækur, ásamt stuðbyssu sem maðurinn hafði í vörslum sínum, sem og aukahlutum fyrir riffilinn. Taldi riffilinn löglegan Maðurinn greindi frá því að hann hefði keypt byssuna af byssusmið sem hefði tekið pinnann úr. Fyrir dómi kvaðst hinn ákærði þá hafa fengið þær up plýsingar frá seljandanum að riffillinn hefði verið skráður fyrir lagabreytingu árið 2012 og væri því löglegur. Því hafi hann trúað. Landsréttur féllst ekki á þessi rök. Fyrir dómi neitaði byssusmiðurinn því að hafa selt hinum ákærða vopnið hálfsjálfvirkt, og fullyrðir að á rifflinum hafi verið boltalás þegar hann var seldur. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa þekkingu til að breyta vopninu. Maðurinn var sakfelldur af því að hafa breytt vopninu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Landsréttur sneri því við og sýknaði hann. Landsréttur gerði manninum að greiða hundrað þúsund króna sekt eða sæta átta daga fangelsi. Þá var riffillinn gerður upptækur, ásamt rafstuðbyssu mannsins og þremur skotgeymum fyrir riffilinn. Ekki var fallist á upptöku annarra aukahluta fyrir riffilinn, hljóðdeyfis, slagskeftis og höggdeyfis. Þá var manninum gert að greiða þriðjung áfrýjunarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eða 496 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa breytt eiginleikum riffilsins þannig að hann yrðir hálfsjálfvirkur en Landsréttur sýknaði hann af þeirri háttsemi. Í dóminum er vísað til lögregluskýrslu þar sem segir að lögreglu hafi borist ábending um að svokölluðum DPMS-riffli í eigu mannsins hefði verið breytt þannig að hann virkaði sem hálfsjálfvirkur riffill. Við nánari skoðun reyndist það svo að pinni sem stýrir því riffillinn er einskota, hálfsjálfvirkur eða alsjálfvirkur hefði verið tekinn úr. Riffillinn varð gerður upptækur, ásamt stuðbyssu sem maðurinn hafði í vörslum sínum, sem og aukahlutum fyrir riffilinn. Taldi riffilinn löglegan Maðurinn greindi frá því að hann hefði keypt byssuna af byssusmið sem hefði tekið pinnann úr. Fyrir dómi kvaðst hinn ákærði þá hafa fengið þær up plýsingar frá seljandanum að riffillinn hefði verið skráður fyrir lagabreytingu árið 2012 og væri því löglegur. Því hafi hann trúað. Landsréttur féllst ekki á þessi rök. Fyrir dómi neitaði byssusmiðurinn því að hafa selt hinum ákærða vopnið hálfsjálfvirkt, og fullyrðir að á rifflinum hafi verið boltalás þegar hann var seldur. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa þekkingu til að breyta vopninu. Maðurinn var sakfelldur af því að hafa breytt vopninu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Landsréttur sneri því við og sýknaði hann. Landsréttur gerði manninum að greiða hundrað þúsund króna sekt eða sæta átta daga fangelsi. Þá var riffillinn gerður upptækur, ásamt rafstuðbyssu mannsins og þremur skotgeymum fyrir riffilinn. Ekki var fallist á upptöku annarra aukahluta fyrir riffilinn, hljóðdeyfis, slagskeftis og höggdeyfis. Þá var manninum gert að greiða þriðjung áfrýjunarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eða 496 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira