Nissan E-NV200 - Lipurðin situr eftir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. janúar 2021 07:00 Nissan E-NV200. Vilhelm Gunnarsson E-NV200 er hreinn raf-sendibíll sem hægt er að útfæra sem tveggja-, fimm- og sjö manna bíl. Prófaður var bíll í tveggja sæta útfærslu, fagurrauður að lit. Ofanritaður ætlar að reynsluaka rafsendibílum sem seldir eru hérlendis á næstunni og bera saman eftir að umfjöllun um þá alla hefur verið birt. Notagildi Sem tveggja manna sendibíll býr hann yfir 4,2 rúmmetra fraktrými. Hann rúmar tvö Euro bretti og getur borið 705 kg. Nissan E-NV200 rafsendibíllVilhelm Gunnarsson Bíllinn er afar þægilegur í umgengni og fraktrýmið er aðgengilegt með bæði hliðarhurðum og afturhurðum. Það er því auðvelt að komast að fraktinni. Mikilvæg virkni þegar sendibílar eru annars vegar. Reynsluakstursbíllinn var búinn hita í sætum og í stýri. Stýrishitinn er staðalbúnaður. Slíkt er afar velkomið á köldum janúarmorgnum. Stýrishiti er ekki einungis frábær til að halda lófum ökumanns volgum heldur yljar ökumanni um hjartarætur ef haldið er, eins og skal með báðum höndum um stýrið. Aðstaða ökumanns í Nissan E-NV200Vilhelm Gunnarsson Aksturseiginleikar Sætisstaðan er há og upprétt. Það gerir ökumanni og farþega auðvelt um vik að setjast inn í bílinn og stíga út úr honum. Eins hefur ökumaður góða yfirsýn yfir umferðina og situr þar sem jafningi ökumanna á jepplingum, þegar kemur að hæð yfir malbiki, nú eða möl. Bíllinn er afar lipur, við reynsluaksturinn var að mestu ekið um götur Kópavogs. Það var góð áskorun enda mikið um hringtorg og þröngar beygjur. E-NV200 reyndist afar lipur og auðveldur í akstri. Lipurðin er það sem einna helst situr eftir. Innra rými í Nissan E-NV200.Vilhelm Gunnarsson Innra rými Innréttingin er einföld og þægileg í notkun. Meðvitað eða ekki þá er hún vel nothæf í vettlingum, sem er gott. Hún er snyrtileg og virkar endingargóð, í þeim skilningi að hún er ekki svo flókin að hún sé líkleg til að bila. Skjárinn er góður og skýr. Sætin eru fín en bíllinn mætti við armpúða, það væri afbragð ef slíkt væri hluti af staðalbúnaði. Drægni Uppgefin drægni samkvæmt WLTP staðlinum eru 190 km. Miðað við reynsluaksturinn er það fremur nákvæmt áætlað. Auðvitað er drægni rafbíla afar misjöfn eftir hvort um er að ræða langkeyrslu eða innanbæjar snatt. E-NV200 er líkt og allflestir rafbílar búinn búnaði sem endurhleður drifrafhlöðuna þegar hemlað er eða slegið af eftir því hvort ekið er í Drive (D) eða Battery (B). Ef B er valið þá nægir að slá af til að hefja endurhleðslu og því nánast óþarfi að stíga mikið á hemlana í hefðbundnum akstri. Fyrir fólk sem hefur ekki ekið rafbíl með slíkum búnaði þá getur tekið smástund að venjast þessu en það kemur fljótt. Vistvænir bílar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent
Ofanritaður ætlar að reynsluaka rafsendibílum sem seldir eru hérlendis á næstunni og bera saman eftir að umfjöllun um þá alla hefur verið birt. Notagildi Sem tveggja manna sendibíll býr hann yfir 4,2 rúmmetra fraktrými. Hann rúmar tvö Euro bretti og getur borið 705 kg. Nissan E-NV200 rafsendibíllVilhelm Gunnarsson Bíllinn er afar þægilegur í umgengni og fraktrýmið er aðgengilegt með bæði hliðarhurðum og afturhurðum. Það er því auðvelt að komast að fraktinni. Mikilvæg virkni þegar sendibílar eru annars vegar. Reynsluakstursbíllinn var búinn hita í sætum og í stýri. Stýrishitinn er staðalbúnaður. Slíkt er afar velkomið á köldum janúarmorgnum. Stýrishiti er ekki einungis frábær til að halda lófum ökumanns volgum heldur yljar ökumanni um hjartarætur ef haldið er, eins og skal með báðum höndum um stýrið. Aðstaða ökumanns í Nissan E-NV200Vilhelm Gunnarsson Aksturseiginleikar Sætisstaðan er há og upprétt. Það gerir ökumanni og farþega auðvelt um vik að setjast inn í bílinn og stíga út úr honum. Eins hefur ökumaður góða yfirsýn yfir umferðina og situr þar sem jafningi ökumanna á jepplingum, þegar kemur að hæð yfir malbiki, nú eða möl. Bíllinn er afar lipur, við reynsluaksturinn var að mestu ekið um götur Kópavogs. Það var góð áskorun enda mikið um hringtorg og þröngar beygjur. E-NV200 reyndist afar lipur og auðveldur í akstri. Lipurðin er það sem einna helst situr eftir. Innra rými í Nissan E-NV200.Vilhelm Gunnarsson Innra rými Innréttingin er einföld og þægileg í notkun. Meðvitað eða ekki þá er hún vel nothæf í vettlingum, sem er gott. Hún er snyrtileg og virkar endingargóð, í þeim skilningi að hún er ekki svo flókin að hún sé líkleg til að bila. Skjárinn er góður og skýr. Sætin eru fín en bíllinn mætti við armpúða, það væri afbragð ef slíkt væri hluti af staðalbúnaði. Drægni Uppgefin drægni samkvæmt WLTP staðlinum eru 190 km. Miðað við reynsluaksturinn er það fremur nákvæmt áætlað. Auðvitað er drægni rafbíla afar misjöfn eftir hvort um er að ræða langkeyrslu eða innanbæjar snatt. E-NV200 er líkt og allflestir rafbílar búinn búnaði sem endurhleður drifrafhlöðuna þegar hemlað er eða slegið af eftir því hvort ekið er í Drive (D) eða Battery (B). Ef B er valið þá nægir að slá af til að hefja endurhleðslu og því nánast óþarfi að stíga mikið á hemlana í hefðbundnum akstri. Fyrir fólk sem hefur ekki ekið rafbíl með slíkum búnaði þá getur tekið smástund að venjast þessu en það kemur fljótt.
Vistvænir bílar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent