Sakar bæjaryfirvöld í Kópavogi um sjálftöku, spillingu og leyndarhyggju Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2021 12:54 Ármann Kr. Ólafsson er bæjar- og framkvæmdastjóri í Kópavogi þar sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eru í meirihlutasamstarfi. Sigurbjörg Erla Pírati telur það í meira lagi óeðlilegt hvernig auglýsingastyrkjum frá bænum til flokkanna er hagað. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pírata í bæjarstjórn Kópavogsbæjar, segir Sjálfstæðisflokkinn dæla auglýsingafé í málgagn sitt í bænum langt umfram heimildir. „Nú er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið langhæsta auglýsingastyrkinn á tímabilinu. Ekki nóg með það, heldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka hlotið umtalsverðar upphæðir greiddar umfram téð viðmið, en fyrir alþingiskosningarnar 2016 og 2017 keypti Kópavogsbær viðbótarauglýsingar í Voga, tímarit Sjálfstæðismanna,“ segir Sigurbjörg Erla í harðorðum pistli á Facebook. Sigurbjörg Erla segir Kópavogsbæ kaupa reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún hafi komist að því fyrir tilviljun og spurðist þá fyrir um hvaða reglur giltu um styrki til stjórnmálaflokka af þessum toga? Hún fékk þau svör að viðmið um auglýsingar til stjórnmálaflokka hafi verið ákveðin á fundi kjörinna fulltrúa árið 2011 og miðað hafi verið við 150.000 krónur á ári. Sjálftaka, spillingarmenning og leyndarhyggja í Kópavogi Kópavogsbær kaupir reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 „Þessi samþykkt er þó hvergi skráð í opinberum gögnum og þeir flokkar sem hafa komið nýir inn í bæjarstjórn eftir að þetta var samþykkt hafa ekki verið upplýstir um styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla. Sjálfstæðisflokkurinn tekur til sín hæstu styrkina Hún grennslaðist í kjölfarið fyrir um upphæðir þessara styrkja síðustu tvö kjörtímabil. Píratinn telur einsýnt að Kópavogsbær, sem heldur utan um skipulag kosninga og eigi að vera með öllu hlutlaus aðili, hafi þannig greitt fyrir kosningaauglýsingu í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sama flokks og heldur utan um stjórnartaumana, sem er til þess að fallið að hvetja þennan hóp til kosningaþátttöku. Enga stoð sé að finna fyrir því í samþykktum, engar þessara greiðslna hafa komið fyrir bæjarráð og þær finnast hvergi í opnu bókhaldi bæjarins. Upplýsingarnar sem Sigurbjörg Erla fékk um styrki til flokkanna til auglýsingastarfsemi. „Þetta fyrirkomulag er til þess fallið að fela styrkveitingar til stjórnmálaflokka og gefa ákveðnum flokkum forskot að hærri styrkjum en öðrum. Fyrirkomulagið er ógagnsætt, hvergi birt og ekki kynnt öllum flokkum. Nú er það auk þess orðið ljóst að flokkurinn sem er við stjórn hefur notið þess mest og fengið hæstu styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla sem telur að réttast væri að leggja þessa auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka af hið snarasta, samhliða því að rannsaka þær greiðslur sem Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur fengið úr bæjarsjóði undanfarin ár. Málinu frestar þar til á næsta fundi Sigurbjörg Erla tók málið upp á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær og lagði fram fyrirspurn. Umræður urðu en málinu var frestað til næsta fundar. Fram kom tillaga um að samþykkja reglur í samræmi við það sem ákveðið var 2011 en Sigurbjörg Erla lagði til að við styrkirnir yrðu aflagðir. Yfirlýst markmið þeirra er að „styðja við lýðræðislega umræðu“ en Sigurbjörg getur ómögulega séð að þeim markmiðum hafi verið náð, fyrst og fremst er það Sjálfstæðisflokkurinn sem þetta nýtir enda eini flokkurinn sem gefur út sérstakt málgagn. Sigurbjörg lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum: „Óska eftir yfirliti yfir allar greiðslur á sama tímabili frá Kópavogsbæ til Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi og annarra stjórnmálaflokka, eða til annarra aðila vegna vöru eða þjónustu fyrir stjórnmálaflokka. Óska jafnframt eftir upplýsingum um hvers vegna þessar greiðslur koma ekki fram í opna bókhaldi Kópavogsbæjar.“ Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Nú er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið langhæsta auglýsingastyrkinn á tímabilinu. Ekki nóg með það, heldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka hlotið umtalsverðar upphæðir greiddar umfram téð viðmið, en fyrir alþingiskosningarnar 2016 og 2017 keypti Kópavogsbær viðbótarauglýsingar í Voga, tímarit Sjálfstæðismanna,“ segir Sigurbjörg Erla í harðorðum pistli á Facebook. Sigurbjörg Erla segir Kópavogsbæ kaupa reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún hafi komist að því fyrir tilviljun og spurðist þá fyrir um hvaða reglur giltu um styrki til stjórnmálaflokka af þessum toga? Hún fékk þau svör að viðmið um auglýsingar til stjórnmálaflokka hafi verið ákveðin á fundi kjörinna fulltrúa árið 2011 og miðað hafi verið við 150.000 krónur á ári. Sjálftaka, spillingarmenning og leyndarhyggja í Kópavogi Kópavogsbær kaupir reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 „Þessi samþykkt er þó hvergi skráð í opinberum gögnum og þeir flokkar sem hafa komið nýir inn í bæjarstjórn eftir að þetta var samþykkt hafa ekki verið upplýstir um styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla. Sjálfstæðisflokkurinn tekur til sín hæstu styrkina Hún grennslaðist í kjölfarið fyrir um upphæðir þessara styrkja síðustu tvö kjörtímabil. Píratinn telur einsýnt að Kópavogsbær, sem heldur utan um skipulag kosninga og eigi að vera með öllu hlutlaus aðili, hafi þannig greitt fyrir kosningaauglýsingu í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sama flokks og heldur utan um stjórnartaumana, sem er til þess að fallið að hvetja þennan hóp til kosningaþátttöku. Enga stoð sé að finna fyrir því í samþykktum, engar þessara greiðslna hafa komið fyrir bæjarráð og þær finnast hvergi í opnu bókhaldi bæjarins. Upplýsingarnar sem Sigurbjörg Erla fékk um styrki til flokkanna til auglýsingastarfsemi. „Þetta fyrirkomulag er til þess fallið að fela styrkveitingar til stjórnmálaflokka og gefa ákveðnum flokkum forskot að hærri styrkjum en öðrum. Fyrirkomulagið er ógagnsætt, hvergi birt og ekki kynnt öllum flokkum. Nú er það auk þess orðið ljóst að flokkurinn sem er við stjórn hefur notið þess mest og fengið hæstu styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla sem telur að réttast væri að leggja þessa auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka af hið snarasta, samhliða því að rannsaka þær greiðslur sem Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur fengið úr bæjarsjóði undanfarin ár. Málinu frestar þar til á næsta fundi Sigurbjörg Erla tók málið upp á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær og lagði fram fyrirspurn. Umræður urðu en málinu var frestað til næsta fundar. Fram kom tillaga um að samþykkja reglur í samræmi við það sem ákveðið var 2011 en Sigurbjörg Erla lagði til að við styrkirnir yrðu aflagðir. Yfirlýst markmið þeirra er að „styðja við lýðræðislega umræðu“ en Sigurbjörg getur ómögulega séð að þeim markmiðum hafi verið náð, fyrst og fremst er það Sjálfstæðisflokkurinn sem þetta nýtir enda eini flokkurinn sem gefur út sérstakt málgagn. Sigurbjörg lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum: „Óska eftir yfirliti yfir allar greiðslur á sama tímabili frá Kópavogsbæ til Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi og annarra stjórnmálaflokka, eða til annarra aðila vegna vöru eða þjónustu fyrir stjórnmálaflokka. Óska jafnframt eftir upplýsingum um hvers vegna þessar greiðslur koma ekki fram í opna bókhaldi Kópavogsbæjar.“
Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira