Krapi hóf að myndast og safnast saman í árfarveginum í síðustu viku. Mikið krapaflóð varð 26. janúar með þeim afleiðingum að krapi flæddi yfir þjóðveginn og lokaði honum.
Vegagerðin hefur hreinsað veginn, en vatnsstaða Jökulsár er nú svipað há og rétt fyrir krapaflóðið.
Vegna kuldatíðar fyrir norðan eru vísbendingar um að krapi og ís sé farinn að safnast fyrir á ný. Hætta á krapaflóðum er því enn fyrir hendi og munu lögreglan og Vegagerðin stjórna umferð um veginn á meðan svo er. Lokað verður fyrir umferð um veginn klukkan sex í kvöld.