Björn í eitt besta lið Noregs því að peningar tala Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 13:00 Björn Bergmann Sigurðarson er á leið í eitt besta lið Noregs eftir stutta dvöl hjá Lilleström. mynd/lsk.no Knattspyrnumaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er á leið til síns gamla félags Molde frá Lilleström ef fað líkum lætur, þrátt fyrir að hafa sýnt því mikinn áhuga að vera áfram hjá Lilleström. „Ég fékk tilboð sem ég gat ekki hafnað,“ segir Björn. Það er norski miðillinn Romsdals Budstikke sem greinir frá þessu og hefur eftir Birni að félögin séu nú að komast að samkomulagi um kaupverð. Björn hafnaði tilboði frá Molde á mánudaginn og var viss um að hann yrði áfram hjá Lilleström, sem vann sig upp í norsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Molde varð í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og forráðamenn félagsins voru staðráðnir í að fá Björn: „Þeir spurðu hvað þyrfti til að ég kæmi. Ég sagði hvað ég vildi og þeir sögðu já,“ sagði Björn og fór ekki leynt með það að launakjör hefðu ráðið því að hann samþykkti tilboð Molde: „Ég hef haft áhuga á að vera í Lilleström en ég á í mesta lagi 2-3 ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem færir mér meiri peninga þá er það eitthvað sem ég verð að skora, burtséð frá því hversu vel mér líður hér hjá félaginu,“ sagði Björn. Varð Noregsmeistari með Molde og raðaði inn mörkum Björn varð norskur meistari með Molde 2014 og síðar markakóngur liðsins með 17 mörk 2017, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann lék með Lilleström á árunum 2009-2012, var að láni hjá Molde frá Wolves árið 2014 og kom svo aftur til Molde og lék með liðinu 2016-2017. Eftir að hafa verið í Rússlandi og á Kýpur sneri hann svo á ný til Noregs í fyrrahaust, til Lilleström, og gerði samning sem gilti til loka síðasta árs. Fresturinn til að skrá leikmenn í Evrópukeppni rennur út 31. janúar. Ætli Molde sér að nýta krafta Björns í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Hoffenheim í febrúar, þarf því að ganga frá félagaskiptum fyrir þann tíma. Norski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Það er norski miðillinn Romsdals Budstikke sem greinir frá þessu og hefur eftir Birni að félögin séu nú að komast að samkomulagi um kaupverð. Björn hafnaði tilboði frá Molde á mánudaginn og var viss um að hann yrði áfram hjá Lilleström, sem vann sig upp í norsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Molde varð í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og forráðamenn félagsins voru staðráðnir í að fá Björn: „Þeir spurðu hvað þyrfti til að ég kæmi. Ég sagði hvað ég vildi og þeir sögðu já,“ sagði Björn og fór ekki leynt með það að launakjör hefðu ráðið því að hann samþykkti tilboð Molde: „Ég hef haft áhuga á að vera í Lilleström en ég á í mesta lagi 2-3 ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem færir mér meiri peninga þá er það eitthvað sem ég verð að skora, burtséð frá því hversu vel mér líður hér hjá félaginu,“ sagði Björn. Varð Noregsmeistari með Molde og raðaði inn mörkum Björn varð norskur meistari með Molde 2014 og síðar markakóngur liðsins með 17 mörk 2017, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann lék með Lilleström á árunum 2009-2012, var að láni hjá Molde frá Wolves árið 2014 og kom svo aftur til Molde og lék með liðinu 2016-2017. Eftir að hafa verið í Rússlandi og á Kýpur sneri hann svo á ný til Noregs í fyrrahaust, til Lilleström, og gerði samning sem gilti til loka síðasta árs. Fresturinn til að skrá leikmenn í Evrópukeppni rennur út 31. janúar. Ætli Molde sér að nýta krafta Björns í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Hoffenheim í febrúar, þarf því að ganga frá félagaskiptum fyrir þann tíma.
Norski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira