Ragnar segir Hamrén sinn besta þjálfara á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 13:31 Ragnar Sigurðsson segir Kára Árnason sinn besta félaga í vörninni enda hafa þeir marga hildi háð saman og fagnað fræknustu sigrum í sögu íslenska landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að Erik Hamrén sé besti þjálfari sem hann hafi haft á sínum ferli. Ragnar er að hefja sitt fjórtánda ár sem atvinnumaður í fótbolta. Hamrén náði að sannfæra Ragnar um að hætta við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018. Ragnar lék svo undir stjórn Svíans í tvö ár í landsliðinu, áður en Hamrén ákvað að láta gott heita þegar ljóst varð að Ísland kæmist ekki í lokakeppni EM. Ragnar, sem er nýorðinn leikmaður Rukh Lviv í Úkraínu, bauð fylgjendum sínum á Instagram upp á að senda inn spurningar í gær sem hann svo svaraði. Ein spurningin var um það hver væri besti þjálfari sem hann hefði haft, og þrátt fyrir til að mynda árangur landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var svarið Hamrén. „Búinn að vera með marga góða þjálfara en þeir eru allir ólíkir… En Erik Hamrén er í 1. sæti hingað til,“ skrifaði Ragnar. Luka Kostic gerði mikið á einum klukkutíma fyrir feril Ragnars Aðspurður hvert besta ráðið væri sem hann hefði fengið á sínum ferli rifjaði Ragnar upp kynni af þjálfaranum virta Luka Kostic. Luka þjálfaði meðal annars U17- og U21-landslið Íslands á árum áður. „Var einu sinni kallaður á varnaræfingu ásamt Guðmanni Þóris og Kára Ársæls hjá Luka Kostic. Tók ca klukkutíma. Besta æfing sem ég nokkurn tímann fór á. Það sem hann kenndi okkur þar á þessum stutta tíma gerði mjög mikið fyrir minn feril,“ skrifaði Ragnar. Ragnar sagði jafnframt að rússneski landsliðsmaðurinn Marat Izmailovi, sem lék með honum hjá Krasnodar, væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Ekki þarf að koma á óvart að Kári Árnason er hins vegar sá sem hann hefur best kunnað við í miðvarðapari: „Ef ég þyrfti að velja bara einn þá myndi ég velja morðingjann með brjálæðisglampann í augunum, Kára Árnason,“ skrifaði Ragnar. HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Hamrén náði að sannfæra Ragnar um að hætta við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018. Ragnar lék svo undir stjórn Svíans í tvö ár í landsliðinu, áður en Hamrén ákvað að láta gott heita þegar ljóst varð að Ísland kæmist ekki í lokakeppni EM. Ragnar, sem er nýorðinn leikmaður Rukh Lviv í Úkraínu, bauð fylgjendum sínum á Instagram upp á að senda inn spurningar í gær sem hann svo svaraði. Ein spurningin var um það hver væri besti þjálfari sem hann hefði haft, og þrátt fyrir til að mynda árangur landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var svarið Hamrén. „Búinn að vera með marga góða þjálfara en þeir eru allir ólíkir… En Erik Hamrén er í 1. sæti hingað til,“ skrifaði Ragnar. Luka Kostic gerði mikið á einum klukkutíma fyrir feril Ragnars Aðspurður hvert besta ráðið væri sem hann hefði fengið á sínum ferli rifjaði Ragnar upp kynni af þjálfaranum virta Luka Kostic. Luka þjálfaði meðal annars U17- og U21-landslið Íslands á árum áður. „Var einu sinni kallaður á varnaræfingu ásamt Guðmanni Þóris og Kára Ársæls hjá Luka Kostic. Tók ca klukkutíma. Besta æfing sem ég nokkurn tímann fór á. Það sem hann kenndi okkur þar á þessum stutta tíma gerði mjög mikið fyrir minn feril,“ skrifaði Ragnar. Ragnar sagði jafnframt að rússneski landsliðsmaðurinn Marat Izmailovi, sem lék með honum hjá Krasnodar, væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Ekki þarf að koma á óvart að Kári Árnason er hins vegar sá sem hann hefur best kunnað við í miðvarðapari: „Ef ég þyrfti að velja bara einn þá myndi ég velja morðingjann með brjálæðisglampann í augunum, Kára Árnason,“ skrifaði Ragnar.
HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira