Tíst Arnars Daða hleypti illu blóði í FH-inga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 11:30 Arnar Daði Arnarsson er sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. vísir/Hulda Margrét Umdeild Twitter-færsla Arnars Daða Arnarssonar, þjálfara Gróttu, um lið FH var til umfjöllunar í Seinni bylgjunni í gær. FH vann stórsigur á Gróttu, 31-22, þegar liðin áttust við í Kaplakrika í 5. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Svo virðist sem FH-ingar hafi notað tíst Arnars Daða frá því í síðasta mánuði til að brýna sig fyrir leikinn. Ákveðinn leikþáttur hjá fimleikafélaginu. Falleinkunn frá hinum svokallaða. Fá leyfi til að æfa handbolta. Æfa handbolta í þessari og síðustu viku. Draga síðan liðið úr keppni. Mér er skapi næst að stofna mína eigin Evrópukeppni. Búa síðan til betri leikþátt. Allir léttir. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) December 4, 2020 Í tístinu, sem birtist 4. desember, vildi Arnar Daði meina að FH-ingar hefðu fengið leyfi til að æfa handbolta í miðju æfingabanni vegna Evrópukeppni en síðan hætt við þátttöku í henni. Henry Birgir Gunnarsson sagði í Seinni bylgjunni í gær að tíst Arnars Daða hefði farið illa í FH-inga og það hafi verið rifjað upp í aðdraganda leiksins gegn Gróttumönnum á sunnudaginn. „Það eru ákveðnar líkur á því. Stundum tapa menn sér aðeins á lyklaborðinu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson er Henry Birgir spurði hann hvort Arnar Daði hafi skotið sig í fótinn með tístinu. „Þarna er hann bara að saka FH-ingana hálfgert um það að vera að svindla og vera óheiðarlegir. Auðvitað fer það í taugarnar á mönnum. Ef ég hefði verið Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] hefði ég hiklaust notað þetta líka,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um tíst Arnars Daða Jóhann Gunnar Einarsson sagðist líka hafa heyrt af óánægju FH-inga og að þeir hafi farið fram á afsökunarbeiðni frá Gróttumönnum vegna tístsins. „Þótt Arnar Daði setji þetta líklegast upp á léttu nótunum eru þetta alveg alvarlegar ásakanir. Að þeir séu að svindla á reglunum til að fá að taka nokkrar æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan var það skrifað í skýin að fyrsti leikurinn hafi verið gegn Gróttu og ég held að FH-ingar hafi svarað ágætlega fyrir þetta. En Arnar Daði er skemmtilegur karakter og ég ætla ekki að hvetja hann til að passa sig því ég hef hrikalega gaman að þessu.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Grótta FH Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59 Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Fleiri fréttir „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Sjá meira
FH vann stórsigur á Gróttu, 31-22, þegar liðin áttust við í Kaplakrika í 5. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Svo virðist sem FH-ingar hafi notað tíst Arnars Daða frá því í síðasta mánuði til að brýna sig fyrir leikinn. Ákveðinn leikþáttur hjá fimleikafélaginu. Falleinkunn frá hinum svokallaða. Fá leyfi til að æfa handbolta. Æfa handbolta í þessari og síðustu viku. Draga síðan liðið úr keppni. Mér er skapi næst að stofna mína eigin Evrópukeppni. Búa síðan til betri leikþátt. Allir léttir. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) December 4, 2020 Í tístinu, sem birtist 4. desember, vildi Arnar Daði meina að FH-ingar hefðu fengið leyfi til að æfa handbolta í miðju æfingabanni vegna Evrópukeppni en síðan hætt við þátttöku í henni. Henry Birgir Gunnarsson sagði í Seinni bylgjunni í gær að tíst Arnars Daða hefði farið illa í FH-inga og það hafi verið rifjað upp í aðdraganda leiksins gegn Gróttumönnum á sunnudaginn. „Það eru ákveðnar líkur á því. Stundum tapa menn sér aðeins á lyklaborðinu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson er Henry Birgir spurði hann hvort Arnar Daði hafi skotið sig í fótinn með tístinu. „Þarna er hann bara að saka FH-ingana hálfgert um það að vera að svindla og vera óheiðarlegir. Auðvitað fer það í taugarnar á mönnum. Ef ég hefði verið Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] hefði ég hiklaust notað þetta líka,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um tíst Arnars Daða Jóhann Gunnar Einarsson sagðist líka hafa heyrt af óánægju FH-inga og að þeir hafi farið fram á afsökunarbeiðni frá Gróttumönnum vegna tístsins. „Þótt Arnar Daði setji þetta líklegast upp á léttu nótunum eru þetta alveg alvarlegar ásakanir. Að þeir séu að svindla á reglunum til að fá að taka nokkrar æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan var það skrifað í skýin að fyrsti leikurinn hafi verið gegn Gróttu og ég held að FH-ingar hafi svarað ágætlega fyrir þetta. En Arnar Daði er skemmtilegur karakter og ég ætla ekki að hvetja hann til að passa sig því ég hef hrikalega gaman að þessu.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Grótta FH Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59 Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Fleiri fréttir „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik