Metár í fjölda nýrra íbúða í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 21:01 Áttatíu og þrjár íbúðir verða í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem er mun minni á BYKO reitnum. +Arkitektar Metfjöldi íbúða var í byggingu í Reykjavík á síðasta ári þegar bygging yfir ellefu hundruð íbúða hófst. Líkur eru á mikili grósku á þessu ári en deiliskipulag liggur fyrir varðandi fjögur þúsund og níu hundruð íbúðir, meðal annars á BYKO reitnum þar sem rísa munu rúmlega áttatíu íbúðir. Í síðustu viku hófust vinnuvélar og menn handa við að rífa hús sem staðið hefur autt undanfarin ár á horni Hringbrautar og Ánanausta. Niðurrif eldri byggingar á BYKO reitnum er langt komið. Byggingaframkvæmdir hefjast síðan um páskana.Stöð 2/Arnar Niðurrifið á húsinu við Hringbraut er langt komið. Þeir síðustu sem skelltu hurðinni á eftir sér þar var Matvöruverslunin Víðir fyrir nokkrum árum. Þar á undan hafði BYKO verið í húsinu í all mörg ár. Húsið var hins vegar upprunalega byggt fyrir bifreiðastöðina Steindór. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir mikla eftirspurn eftir nýjum íbúðum í gamla Vesturbænum þar sem lítið hafi verið byggt síðustu hálfu öldina.Stöð 2/Arnar Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir að áttatíu og þrjár íbúðir verða byggðar á lóðinni í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem verði mun minni. „Það sem verður byggt hér að framanverðu meðfram Hringbrautinni verður bogalaga bygging sem kallast á við hið fræga JL-hús hinum megin götunnar. Tveggja til fimm hæða hús upp á einhverjar 45 íbúðir. Svo þrjátíu og fimm íbúðir þar fyrir aftan Sólvallagötu meginn,“ segir Jónas Þór. Í húsunum verði blanda tveggja til fjögurra herbergja íbúða ásamt fáeinum fimm herbergja og stúdíó íbúðum. Jónas óttast ekki að fólk setji fyrir sig að stór hluti íbúðanna snúi að hinni umferðarmiklu Hringbraut. Sameiginlegur garður verður milli bygginganna fyrir íbúa húsanna.+Arkitektar „Auk þess eru ákveðin áform um breytingar hjá Vegagerðinni og borginni á hringtorginu hérna sem hægir enn frekar á umferðinni. Svo er það þannig að á jarðhæðinni sem snýr út að Hringbrautinni verður atvinnuhúsnæði,“ segir Jónas Þór. Reiknað sé með að byggingaframkvæmdir hefjist um páska og verði að mestu lokið eftir tvö ár. „Það er nánast varla hægt að tala um nema hundrað íbúðir eða svo sem hafa verið byggðar nýjar nálægt þessum stað (gamla Vesturbænum) síðustu hálfa öldina,“ segir Jónas Þór. Eftirspurnin sé því mikil. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Í síðustu viku hófust vinnuvélar og menn handa við að rífa hús sem staðið hefur autt undanfarin ár á horni Hringbrautar og Ánanausta. Niðurrif eldri byggingar á BYKO reitnum er langt komið. Byggingaframkvæmdir hefjast síðan um páskana.Stöð 2/Arnar Niðurrifið á húsinu við Hringbraut er langt komið. Þeir síðustu sem skelltu hurðinni á eftir sér þar var Matvöruverslunin Víðir fyrir nokkrum árum. Þar á undan hafði BYKO verið í húsinu í all mörg ár. Húsið var hins vegar upprunalega byggt fyrir bifreiðastöðina Steindór. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir mikla eftirspurn eftir nýjum íbúðum í gamla Vesturbænum þar sem lítið hafi verið byggt síðustu hálfu öldina.Stöð 2/Arnar Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir að áttatíu og þrjár íbúðir verða byggðar á lóðinni í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem verði mun minni. „Það sem verður byggt hér að framanverðu meðfram Hringbrautinni verður bogalaga bygging sem kallast á við hið fræga JL-hús hinum megin götunnar. Tveggja til fimm hæða hús upp á einhverjar 45 íbúðir. Svo þrjátíu og fimm íbúðir þar fyrir aftan Sólvallagötu meginn,“ segir Jónas Þór. Í húsunum verði blanda tveggja til fjögurra herbergja íbúða ásamt fáeinum fimm herbergja og stúdíó íbúðum. Jónas óttast ekki að fólk setji fyrir sig að stór hluti íbúðanna snúi að hinni umferðarmiklu Hringbraut. Sameiginlegur garður verður milli bygginganna fyrir íbúa húsanna.+Arkitektar „Auk þess eru ákveðin áform um breytingar hjá Vegagerðinni og borginni á hringtorginu hérna sem hægir enn frekar á umferðinni. Svo er það þannig að á jarðhæðinni sem snýr út að Hringbrautinni verður atvinnuhúsnæði,“ segir Jónas Þór. Reiknað sé með að byggingaframkvæmdir hefjist um páska og verði að mestu lokið eftir tvö ár. „Það er nánast varla hægt að tala um nema hundrað íbúðir eða svo sem hafa verið byggðar nýjar nálægt þessum stað (gamla Vesturbænum) síðustu hálfa öldina,“ segir Jónas Þór. Eftirspurnin sé því mikil.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35
Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17
Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18