Fjörutíu prósent ánægð með störf ríkisstjórnarinnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2021 12:58 Flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins segjast mjög ángæðir með störf ríkisstjórnarinnar. vísir/Friðrik Tæplega fjörutíu prósent landsmanna segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir eðlilegt að stuðningur dali nú þegar betur efnaghagskrísan eftir faraldurinn sé farin að bíta. Um níu prósent svarenda í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi segjast mjög ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Tæplega þrjátíu prósent eru fremur ánægð en stærsti hlutinn, eða ríflega þriðjungur er í meðallagi ánægður. Fjórðungur svarenda er óánægður. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur mælst fremur hár undanfarið. Í þjóðarpúlsi Gallup er hann reglulega mældur og á síðasta ári sveiflaðist hann nokkuð með bylgjum kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn mælist hæstur í apríl og nóvember í fyrra, allt upp í um sextíu prósent. Í desember 2019 var hann aftur á móti um 46 prósent og hafði þá á svipuðu róli í um ár. Í könnun Maskínu frá nóvember 2018 studdu 42 prósent ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir almennt viðbúið að stuðningur dali þegar líður á kjörtímabilið. „Sér í lagi núna þegar viðbrögðin við heimsfaraldrinum eru farin að koma fram og krísan farin að glefsa í fólk. Íslendingar fylktu sér um stjórnina framan af áfallinu en þegar líður frá því má gera ráð fyrir að stuðningur dali þó nokkuð.“ Af kjósendum stjórnarflokkanna segjast flestir Sjálfstæðismenn mjög ánægðir, eða um 29 prósent samanborið við sautján prósent kjósenda Vinstri Grænna og tæplega 15 prósent Framsóknarfólks. Fleiri kjósendur úr röðum síðarnefndu flokkanna segjast þó fremur ánægðir. „Það var alltaf ljóst þegar þessi ríkisstjórn fór af stað að samstarfið myndi verða erfiðara fyrir stuðningsmenn Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu efasemdir um þetta stjórnarsamstarf langt umfram það sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins höfðu. Þetta endurspeglar kannski staðreynd sem lá fyrir strax í upphafi,“ segir Eiríkur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir kjósendur Flokks fólksins eru mjög óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, eða 49,5 prósent.Vísir/Vilhelm Flestir í meðallagi ánægðir með stjórnarandstöðuna Um fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu segjast mjög eða fremur ánægð með störf stjórnarandstöðunnar. Um helmingur er í meðallagi ánægður og um þriðjungur óánægður. Kjósendur Flokks fólksins eru óánægðastir bæði með störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Fjórðungur þeirra sem segjast myndu kjósa Flokk fólksins í dag segjast mjög óángæð með stjórnarandstöðuna og um helmingur þeirra segjast mjög óánægð með ríkisstjórnina. Könnun Maskínu fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Hún var send á þjóðhóp en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Um níu prósent svarenda í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi segjast mjög ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Tæplega þrjátíu prósent eru fremur ánægð en stærsti hlutinn, eða ríflega þriðjungur er í meðallagi ánægður. Fjórðungur svarenda er óánægður. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur mælst fremur hár undanfarið. Í þjóðarpúlsi Gallup er hann reglulega mældur og á síðasta ári sveiflaðist hann nokkuð með bylgjum kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn mælist hæstur í apríl og nóvember í fyrra, allt upp í um sextíu prósent. Í desember 2019 var hann aftur á móti um 46 prósent og hafði þá á svipuðu róli í um ár. Í könnun Maskínu frá nóvember 2018 studdu 42 prósent ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir almennt viðbúið að stuðningur dali þegar líður á kjörtímabilið. „Sér í lagi núna þegar viðbrögðin við heimsfaraldrinum eru farin að koma fram og krísan farin að glefsa í fólk. Íslendingar fylktu sér um stjórnina framan af áfallinu en þegar líður frá því má gera ráð fyrir að stuðningur dali þó nokkuð.“ Af kjósendum stjórnarflokkanna segjast flestir Sjálfstæðismenn mjög ánægðir, eða um 29 prósent samanborið við sautján prósent kjósenda Vinstri Grænna og tæplega 15 prósent Framsóknarfólks. Fleiri kjósendur úr röðum síðarnefndu flokkanna segjast þó fremur ánægðir. „Það var alltaf ljóst þegar þessi ríkisstjórn fór af stað að samstarfið myndi verða erfiðara fyrir stuðningsmenn Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu efasemdir um þetta stjórnarsamstarf langt umfram það sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins höfðu. Þetta endurspeglar kannski staðreynd sem lá fyrir strax í upphafi,“ segir Eiríkur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir kjósendur Flokks fólksins eru mjög óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, eða 49,5 prósent.Vísir/Vilhelm Flestir í meðallagi ánægðir með stjórnarandstöðuna Um fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu segjast mjög eða fremur ánægð með störf stjórnarandstöðunnar. Um helmingur er í meðallagi ánægður og um þriðjungur óánægður. Kjósendur Flokks fólksins eru óánægðastir bæði með störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Fjórðungur þeirra sem segjast myndu kjósa Flokk fólksins í dag segjast mjög óángæð með stjórnarandstöðuna og um helmingur þeirra segjast mjög óánægð með ríkisstjórnina. Könnun Maskínu fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Hún var send á þjóðhóp en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira