Fjörutíu prósent ánægð með störf ríkisstjórnarinnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2021 12:58 Flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins segjast mjög ángæðir með störf ríkisstjórnarinnar. vísir/Friðrik Tæplega fjörutíu prósent landsmanna segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir eðlilegt að stuðningur dali nú þegar betur efnaghagskrísan eftir faraldurinn sé farin að bíta. Um níu prósent svarenda í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi segjast mjög ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Tæplega þrjátíu prósent eru fremur ánægð en stærsti hlutinn, eða ríflega þriðjungur er í meðallagi ánægður. Fjórðungur svarenda er óánægður. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur mælst fremur hár undanfarið. Í þjóðarpúlsi Gallup er hann reglulega mældur og á síðasta ári sveiflaðist hann nokkuð með bylgjum kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn mælist hæstur í apríl og nóvember í fyrra, allt upp í um sextíu prósent. Í desember 2019 var hann aftur á móti um 46 prósent og hafði þá á svipuðu róli í um ár. Í könnun Maskínu frá nóvember 2018 studdu 42 prósent ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir almennt viðbúið að stuðningur dali þegar líður á kjörtímabilið. „Sér í lagi núna þegar viðbrögðin við heimsfaraldrinum eru farin að koma fram og krísan farin að glefsa í fólk. Íslendingar fylktu sér um stjórnina framan af áfallinu en þegar líður frá því má gera ráð fyrir að stuðningur dali þó nokkuð.“ Af kjósendum stjórnarflokkanna segjast flestir Sjálfstæðismenn mjög ánægðir, eða um 29 prósent samanborið við sautján prósent kjósenda Vinstri Grænna og tæplega 15 prósent Framsóknarfólks. Fleiri kjósendur úr röðum síðarnefndu flokkanna segjast þó fremur ánægðir. „Það var alltaf ljóst þegar þessi ríkisstjórn fór af stað að samstarfið myndi verða erfiðara fyrir stuðningsmenn Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu efasemdir um þetta stjórnarsamstarf langt umfram það sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins höfðu. Þetta endurspeglar kannski staðreynd sem lá fyrir strax í upphafi,“ segir Eiríkur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir kjósendur Flokks fólksins eru mjög óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, eða 49,5 prósent.Vísir/Vilhelm Flestir í meðallagi ánægðir með stjórnarandstöðuna Um fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu segjast mjög eða fremur ánægð með störf stjórnarandstöðunnar. Um helmingur er í meðallagi ánægður og um þriðjungur óánægður. Kjósendur Flokks fólksins eru óánægðastir bæði með störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Fjórðungur þeirra sem segjast myndu kjósa Flokk fólksins í dag segjast mjög óángæð með stjórnarandstöðuna og um helmingur þeirra segjast mjög óánægð með ríkisstjórnina. Könnun Maskínu fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Hún var send á þjóðhóp en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Um níu prósent svarenda í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi segjast mjög ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Tæplega þrjátíu prósent eru fremur ánægð en stærsti hlutinn, eða ríflega þriðjungur er í meðallagi ánægður. Fjórðungur svarenda er óánægður. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur mælst fremur hár undanfarið. Í þjóðarpúlsi Gallup er hann reglulega mældur og á síðasta ári sveiflaðist hann nokkuð með bylgjum kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn mælist hæstur í apríl og nóvember í fyrra, allt upp í um sextíu prósent. Í desember 2019 var hann aftur á móti um 46 prósent og hafði þá á svipuðu róli í um ár. Í könnun Maskínu frá nóvember 2018 studdu 42 prósent ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir almennt viðbúið að stuðningur dali þegar líður á kjörtímabilið. „Sér í lagi núna þegar viðbrögðin við heimsfaraldrinum eru farin að koma fram og krísan farin að glefsa í fólk. Íslendingar fylktu sér um stjórnina framan af áfallinu en þegar líður frá því má gera ráð fyrir að stuðningur dali þó nokkuð.“ Af kjósendum stjórnarflokkanna segjast flestir Sjálfstæðismenn mjög ánægðir, eða um 29 prósent samanborið við sautján prósent kjósenda Vinstri Grænna og tæplega 15 prósent Framsóknarfólks. Fleiri kjósendur úr röðum síðarnefndu flokkanna segjast þó fremur ánægðir. „Það var alltaf ljóst þegar þessi ríkisstjórn fór af stað að samstarfið myndi verða erfiðara fyrir stuðningsmenn Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu efasemdir um þetta stjórnarsamstarf langt umfram það sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins höfðu. Þetta endurspeglar kannski staðreynd sem lá fyrir strax í upphafi,“ segir Eiríkur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir kjósendur Flokks fólksins eru mjög óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, eða 49,5 prósent.Vísir/Vilhelm Flestir í meðallagi ánægðir með stjórnarandstöðuna Um fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu segjast mjög eða fremur ánægð með störf stjórnarandstöðunnar. Um helmingur er í meðallagi ánægður og um þriðjungur óánægður. Kjósendur Flokks fólksins eru óánægðastir bæði með störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Fjórðungur þeirra sem segjast myndu kjósa Flokk fólksins í dag segjast mjög óángæð með stjórnarandstöðuna og um helmingur þeirra segjast mjög óánægð með ríkisstjórnina. Könnun Maskínu fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Hún var send á þjóðhóp en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira