RARIK byggir fyrir 750 milljónir króna á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. janúar 2021 14:30 Skóflustungur að nýrri aðstöðu RARIK á Suðurlandi tóku þau (frá vinstri til hægri) Guðlaugur Valtýsson, deildarstjóri framkvæmdasviðs Suðurlandi, Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir, skrifstofustjóri Suðurlandi, Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri og Lárus Einarsson, deildarstjóri rekstrarsviðs á Suðurlandi. RARIK Umfangsmiklar framkvæmdir eru að fara af stað hjá RARIK á Suðurlandi því ákveðið hefur verið að byggja tvö ný hús undir starfsemin á Selfossi, sem munu kostar um sjö hundruð og fimmtíu milljónir króna. RARIK er með mikil umsvif á Suðurlandi en um 40% allra heimtaugaumsókna hjá fyrirtækinu á síðasta ári voru í Árnessýslu. Fyrstu skóflustungurnar af nýju húsunum voru teknar í gær en húsin munu rísa í Larsenstræti 4 á Selfossi við hliðina á Byko en húsin verða ný svæðisskrifstofa RARIK á Suðurlandi. Nýja aðstaðan mun auka hagræði í rekstri RARIK á Suðurlandi og jafnframt bæta vinnuskilyrði starfsmanna fyrirtækisins á svæðinu. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK segir þetta ánægjuleg tímamót. „Við erum með heilmikla starfsemi á Suðurlandi og það hefur verið mjög mikið um að vera í Árnessýslu í mörg ár. Það einfaldar auðvitað starfsemina að vera á einum stað heldur en að vera dreifð á Selfossi þar sem fólk er að vinna mikið saman. Undirbúningur verka annars vegar og síðan verkefnin, sem vinnuflokkarnir eru að vinna,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sem er mjög ánægður með þá uppbyggingu, sem er að fara af stað á Selfossi.RARIK Um er að ræða tvær nýjar byggingar, sem eru tæplega 1600 fermetrar að stærð með aðstöðu fyrir 24 starfsmenn. „Kostnaður er áætlaður um 750 milljónir. Það á samt enn þá eftir að útfæra einhverja þætti þannig að það liggur ekki alveg endanlega fyrir,“ bætir Tryggvi Þór við. Tryggvi Þór segir að umsvif RARIK séu mjög mikil á Suðurlandi, ekki síst í Árnessýslu þar sem miklar byggingaframkvæmdir eiga sér stað. „Já, það hefur verið gríðarlega mikið af heimtaugaumsóknum og nýjum heimtaugum tengdum á undanförnum árum. Mjög mikið auðvitað í frístundabyggðinni, þannig að það hefur verið mjög mikið umfang í nokkuð mörg ár og hefur í rauninni verið þannig að við höfum verið með jafnmargar umsóknir um nýjar heimtaugar í Árnessýslu eins og samtals á landinu á svæði RARIK, þó auðvitað eitthvað misjafnt,“ segir Tryggvi Þór. Afstöðumynd af mannvirkjunum við Larsenstræti 4 á Selfossi, sem RARIK er að fara að byggja.RARIK Árborg Húsnæðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Fyrstu skóflustungurnar af nýju húsunum voru teknar í gær en húsin munu rísa í Larsenstræti 4 á Selfossi við hliðina á Byko en húsin verða ný svæðisskrifstofa RARIK á Suðurlandi. Nýja aðstaðan mun auka hagræði í rekstri RARIK á Suðurlandi og jafnframt bæta vinnuskilyrði starfsmanna fyrirtækisins á svæðinu. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK segir þetta ánægjuleg tímamót. „Við erum með heilmikla starfsemi á Suðurlandi og það hefur verið mjög mikið um að vera í Árnessýslu í mörg ár. Það einfaldar auðvitað starfsemina að vera á einum stað heldur en að vera dreifð á Selfossi þar sem fólk er að vinna mikið saman. Undirbúningur verka annars vegar og síðan verkefnin, sem vinnuflokkarnir eru að vinna,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sem er mjög ánægður með þá uppbyggingu, sem er að fara af stað á Selfossi.RARIK Um er að ræða tvær nýjar byggingar, sem eru tæplega 1600 fermetrar að stærð með aðstöðu fyrir 24 starfsmenn. „Kostnaður er áætlaður um 750 milljónir. Það á samt enn þá eftir að útfæra einhverja þætti þannig að það liggur ekki alveg endanlega fyrir,“ bætir Tryggvi Þór við. Tryggvi Þór segir að umsvif RARIK séu mjög mikil á Suðurlandi, ekki síst í Árnessýslu þar sem miklar byggingaframkvæmdir eiga sér stað. „Já, það hefur verið gríðarlega mikið af heimtaugaumsóknum og nýjum heimtaugum tengdum á undanförnum árum. Mjög mikið auðvitað í frístundabyggðinni, þannig að það hefur verið mjög mikið umfang í nokkuð mörg ár og hefur í rauninni verið þannig að við höfum verið með jafnmargar umsóknir um nýjar heimtaugar í Árnessýslu eins og samtals á landinu á svæði RARIK, þó auðvitað eitthvað misjafnt,“ segir Tryggvi Þór. Afstöðumynd af mannvirkjunum við Larsenstræti 4 á Selfossi, sem RARIK er að fara að byggja.RARIK
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira