Eyvindur og Jóhannes hæfastir í Endurupptökudóm Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 20:12 Lög um Endurupptökudóm tóku gildi 1. desember. Getty Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við Endurupptökudóm. Endurupptökudómur er sérdómstóll sem tekur við af endurupptökunefnd, en lög um dómstólinn tóku gildi þann 1. desember síðastliðinn. Fimm dómarar munu sitja í dómnum; einn frá hverju dómstigi og tveir aðrir sem ekki eru embættisdómarar. Sautján sóttu um embættin en tveir drógu umsóknir sínar síðar til baka. Á eftir Eyvindi og Jóhannesi koma jafn settir Árni Vilhjálmsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Reimar Pétursson og Stefán Geir Þórisson. Eru þeir því metnir hæfastir til að gegna embætti varadómenda við dóminn. Eyvindur hefur verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2013 og að mestu leyti helgað sig kennslu- og fræðistörfum, að því er fram kemur í umsögn nefndarinnar. Þá var litið til þess að hann hefur ritað fjölda ritrýndra greina og reita á sviði lögfræði, þar á meðal nokkur sem teljast til grundvallarrita á því sviði. Jóhannes hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður í 26 ár og þótti því standa fremstur meðal umsækjanda, ásamt þeim Reimari og Stefáni Geir, að því er varðar reynslu af lögmanns- og málflutningsstörfum. Jóhannes og Eyvindur þóttu jafnframt hafa mesta reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, og þótti Jóhannes hafa sýnt fram á ótvíræða hæfni á fræðilegum vettvangi í fyrri störfum þrátt fyrir að vera ekki með framhaldspróf í lögfræði. Dómstólar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Endurupptökudómur er sérdómstóll sem tekur við af endurupptökunefnd, en lög um dómstólinn tóku gildi þann 1. desember síðastliðinn. Fimm dómarar munu sitja í dómnum; einn frá hverju dómstigi og tveir aðrir sem ekki eru embættisdómarar. Sautján sóttu um embættin en tveir drógu umsóknir sínar síðar til baka. Á eftir Eyvindi og Jóhannesi koma jafn settir Árni Vilhjálmsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Reimar Pétursson og Stefán Geir Þórisson. Eru þeir því metnir hæfastir til að gegna embætti varadómenda við dóminn. Eyvindur hefur verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2013 og að mestu leyti helgað sig kennslu- og fræðistörfum, að því er fram kemur í umsögn nefndarinnar. Þá var litið til þess að hann hefur ritað fjölda ritrýndra greina og reita á sviði lögfræði, þar á meðal nokkur sem teljast til grundvallarrita á því sviði. Jóhannes hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður í 26 ár og þótti því standa fremstur meðal umsækjanda, ásamt þeim Reimari og Stefáni Geir, að því er varðar reynslu af lögmanns- og málflutningsstörfum. Jóhannes og Eyvindur þóttu jafnframt hafa mesta reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, og þótti Jóhannes hafa sýnt fram á ótvíræða hæfni á fræðilegum vettvangi í fyrri störfum þrátt fyrir að vera ekki með framhaldspróf í lögfræði.
Dómstólar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira