Eyvindur og Jóhannes hæfastir í Endurupptökudóm Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 20:12 Lög um Endurupptökudóm tóku gildi 1. desember. Getty Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við Endurupptökudóm. Endurupptökudómur er sérdómstóll sem tekur við af endurupptökunefnd, en lög um dómstólinn tóku gildi þann 1. desember síðastliðinn. Fimm dómarar munu sitja í dómnum; einn frá hverju dómstigi og tveir aðrir sem ekki eru embættisdómarar. Sautján sóttu um embættin en tveir drógu umsóknir sínar síðar til baka. Á eftir Eyvindi og Jóhannesi koma jafn settir Árni Vilhjálmsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Reimar Pétursson og Stefán Geir Þórisson. Eru þeir því metnir hæfastir til að gegna embætti varadómenda við dóminn. Eyvindur hefur verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2013 og að mestu leyti helgað sig kennslu- og fræðistörfum, að því er fram kemur í umsögn nefndarinnar. Þá var litið til þess að hann hefur ritað fjölda ritrýndra greina og reita á sviði lögfræði, þar á meðal nokkur sem teljast til grundvallarrita á því sviði. Jóhannes hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður í 26 ár og þótti því standa fremstur meðal umsækjanda, ásamt þeim Reimari og Stefáni Geir, að því er varðar reynslu af lögmanns- og málflutningsstörfum. Jóhannes og Eyvindur þóttu jafnframt hafa mesta reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, og þótti Jóhannes hafa sýnt fram á ótvíræða hæfni á fræðilegum vettvangi í fyrri störfum þrátt fyrir að vera ekki með framhaldspróf í lögfræði. Dómstólar Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Endurupptökudómur er sérdómstóll sem tekur við af endurupptökunefnd, en lög um dómstólinn tóku gildi þann 1. desember síðastliðinn. Fimm dómarar munu sitja í dómnum; einn frá hverju dómstigi og tveir aðrir sem ekki eru embættisdómarar. Sautján sóttu um embættin en tveir drógu umsóknir sínar síðar til baka. Á eftir Eyvindi og Jóhannesi koma jafn settir Árni Vilhjálmsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Reimar Pétursson og Stefán Geir Þórisson. Eru þeir því metnir hæfastir til að gegna embætti varadómenda við dóminn. Eyvindur hefur verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2013 og að mestu leyti helgað sig kennslu- og fræðistörfum, að því er fram kemur í umsögn nefndarinnar. Þá var litið til þess að hann hefur ritað fjölda ritrýndra greina og reita á sviði lögfræði, þar á meðal nokkur sem teljast til grundvallarrita á því sviði. Jóhannes hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður í 26 ár og þótti því standa fremstur meðal umsækjanda, ásamt þeim Reimari og Stefáni Geir, að því er varðar reynslu af lögmanns- og málflutningsstörfum. Jóhannes og Eyvindur þóttu jafnframt hafa mesta reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, og þótti Jóhannes hafa sýnt fram á ótvíræða hæfni á fræðilegum vettvangi í fyrri störfum þrátt fyrir að vera ekki með framhaldspróf í lögfræði.
Dómstólar Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira