„Erfitt fyrir fólk að koma aftur í vinnuna eftir langa fjarveru“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. janúar 2021 19:41 Sigrún Arnardóttir sálfræðingur segir það reynast mörgum erfitt að mæta aftur á vinnustaði sína eftir að hafa unnið að heiman í marga mánuði. Vísir/Einar Sóttvarnalæknir telur aðgerðir á landamærum hafa skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Hann er bjartsýnn á að það takist að slaka á sóttvarnaraðgerðum fyrr en til stóð en segir þó mikilvægt að flýta sér hægt. Sálfræðingur segir erfitt fyrir marga að mæta aftur til vinnu eftir langa fjarveru nú þegar vinnustaðir eru farnir að bjóða fleirum að mæta aftur á skrifstofurnar. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í dag en þeim hefur fækkað jafnt og þétt undanfarið sem greinst hafa með veiruna. „Þetta er búið náttúrulega að ganga ótrúlega vel með jól og áramót þegar við sjáum að aðrar þjóðir eru að fá mikið bakslag í sína faraldra í kringum þessar hátíðir en við höfum ekki gert það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sú reglugerð um sóttvarnaraðgerðir sem nú er í gildi gildir til 17. febrúar. Þórólfur er bjartsýnn á að ef fáir greinast áfram verði hægt að létta fyrr á aðgerðunum. „Ef þetta heldur svona áfram þá getum við virkilega farið að hugsa um hvort við eigum að fara að slaka meira á. En ég minni á að það er varla nema rúm vika liðin síðan síðustu afléttingar tóku gildi. Við þurfum að flýta okkur hægt.“ Á meðan þeim fækkar sem greinast með veiruna innanlands hafa eitt hundrað þrjátíu og sex greinst með virkt smit á landamærum frá áramótum. Þórólfur segir eftirlit á landamærunum hafa skipt sköpum í baráttunni við veiruna. „Menn eru að grípa til núna aðgerða á landamærum, þessi lönd, sem að við erum búin að vera að nota núna alveg frá því síðastliðið sumar og ég fullyrði það að það hafi að mörgum leyti skipt sköpum fyrir okkur að við höfum náð tökum á þessu. Plús náttúrulega aðgerðir sem að hafa verið innanlands. Ég held að menn séu að sjá það núna annars staðar hversu mikilvægt er að halda landamærunum hreinum. Ég held að það sé bara í mörgum löndum full seint í rassinn gripið með það.“ Getur reynst erfitt að mæta aftur á vinnustaðinn Reglugerðin um núgildandi sóttvarnaraðgerðir tók gildi í síðustu viku. Hún hefur það meðal annars haft það í för með sér að tuttugu manns mega koma saman í stað tíu. Þetta hefur haft áhrif á marga vinnustaði þar sem starfsfólk er í auknu mæli farið að mæta aftur til vinnu. Sálfræðingar hafa fundið fyrir því að sumir sem hafa lengi unnið að heima kvíða því að mæta aftur á vinnustaðinn. „Ég held að fólk sé búið að koma sér svolítið þægilega fyrir heima og það er alltaf smá fyrirhöfn að fara úr þessum þægindaramma aftur af stað og rútína hjá mörgum búin að raskast mikið sem hefur svo góð áhrif á okkar andlegu líðan. Svona minni virkni og einnig kannski svolítið frammistöðukvíði líka. Það er erfitt fyrir fólk að koma aftur í vinnuna eftir langa fjarveru og það fer jafnvel að hafa efasemdir um sjálft sig. Bý ég yfir sömu getu og áður og hvað með samskipti við vinnufélaga og fleira,“ segir Sigrún Arnardóttir sálfræðingur hjá Mín líðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjáðu heimavinnuaðstöðu Íslendinga í þriðju bylgjunni Íslendingar vinna margir heima um þessar mundir, samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá sóttvarnalækni nú þegar þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hrellir landann. 7. október 2020 23:14 Þeim sem eru í fjarvinnu heima fjölgar mikið milli ára Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði þeim verulega sem unnu sitt aðalstarf venjulega eð stundum í fjarvinnu heima sé miðað við síðasta ár. 7. maí 2020 10:24 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í dag en þeim hefur fækkað jafnt og þétt undanfarið sem greinst hafa með veiruna. „Þetta er búið náttúrulega að ganga ótrúlega vel með jól og áramót þegar við sjáum að aðrar þjóðir eru að fá mikið bakslag í sína faraldra í kringum þessar hátíðir en við höfum ekki gert það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sú reglugerð um sóttvarnaraðgerðir sem nú er í gildi gildir til 17. febrúar. Þórólfur er bjartsýnn á að ef fáir greinast áfram verði hægt að létta fyrr á aðgerðunum. „Ef þetta heldur svona áfram þá getum við virkilega farið að hugsa um hvort við eigum að fara að slaka meira á. En ég minni á að það er varla nema rúm vika liðin síðan síðustu afléttingar tóku gildi. Við þurfum að flýta okkur hægt.“ Á meðan þeim fækkar sem greinast með veiruna innanlands hafa eitt hundrað þrjátíu og sex greinst með virkt smit á landamærum frá áramótum. Þórólfur segir eftirlit á landamærunum hafa skipt sköpum í baráttunni við veiruna. „Menn eru að grípa til núna aðgerða á landamærum, þessi lönd, sem að við erum búin að vera að nota núna alveg frá því síðastliðið sumar og ég fullyrði það að það hafi að mörgum leyti skipt sköpum fyrir okkur að við höfum náð tökum á þessu. Plús náttúrulega aðgerðir sem að hafa verið innanlands. Ég held að menn séu að sjá það núna annars staðar hversu mikilvægt er að halda landamærunum hreinum. Ég held að það sé bara í mörgum löndum full seint í rassinn gripið með það.“ Getur reynst erfitt að mæta aftur á vinnustaðinn Reglugerðin um núgildandi sóttvarnaraðgerðir tók gildi í síðustu viku. Hún hefur það meðal annars haft það í för með sér að tuttugu manns mega koma saman í stað tíu. Þetta hefur haft áhrif á marga vinnustaði þar sem starfsfólk er í auknu mæli farið að mæta aftur til vinnu. Sálfræðingar hafa fundið fyrir því að sumir sem hafa lengi unnið að heima kvíða því að mæta aftur á vinnustaðinn. „Ég held að fólk sé búið að koma sér svolítið þægilega fyrir heima og það er alltaf smá fyrirhöfn að fara úr þessum þægindaramma aftur af stað og rútína hjá mörgum búin að raskast mikið sem hefur svo góð áhrif á okkar andlegu líðan. Svona minni virkni og einnig kannski svolítið frammistöðukvíði líka. Það er erfitt fyrir fólk að koma aftur í vinnuna eftir langa fjarveru og það fer jafnvel að hafa efasemdir um sjálft sig. Bý ég yfir sömu getu og áður og hvað með samskipti við vinnufélaga og fleira,“ segir Sigrún Arnardóttir sálfræðingur hjá Mín líðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjáðu heimavinnuaðstöðu Íslendinga í þriðju bylgjunni Íslendingar vinna margir heima um þessar mundir, samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá sóttvarnalækni nú þegar þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hrellir landann. 7. október 2020 23:14 Þeim sem eru í fjarvinnu heima fjölgar mikið milli ára Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði þeim verulega sem unnu sitt aðalstarf venjulega eð stundum í fjarvinnu heima sé miðað við síðasta ár. 7. maí 2020 10:24 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Sjáðu heimavinnuaðstöðu Íslendinga í þriðju bylgjunni Íslendingar vinna margir heima um þessar mundir, samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá sóttvarnalækni nú þegar þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hrellir landann. 7. október 2020 23:14
Þeim sem eru í fjarvinnu heima fjölgar mikið milli ára Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði þeim verulega sem unnu sitt aðalstarf venjulega eð stundum í fjarvinnu heima sé miðað við síðasta ár. 7. maí 2020 10:24