Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2021 16:01 Jón Baldvin Hannibalsson mætti í Silfrið hjá Ríkisútvarpinu á sínum tíma og svaraði fyrir ásakanir kvenna um að hann hefði beitt þær kynferðisofbeldi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. Ástæðan er sú að lengri tími en fjórar vikur liðu frá því að munnlegum málflutningi um frávísunarkröfuna lauk og þar til úrskurðurinn var kveðinn upp. Þegar þannig stendur á þurfa málsaðilar að fallast á að þess gerðist ekki þörf að endurflytja málið og dómari þarf að vera sammála málsaðilum. Það var ekki gert og vísaði Landsréttur því málinu aftur heim í hérað þar sem málflutningur um frávísun fer fram á nýjan leik. Jón Baldvin var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur með því að hafa strokið utanklæða og niður eftir rassi hennar þegar hún var gestur á heimili hans á Spáni í júní 2018. Samkvæmt ákærðu taldist brotið varða við ákvæði laga um kynferðislega áreitni. Carmen steig sjálf fram og sagði frá reynslu sinni af málinu í fjölmiðlum árið 2019. Jón Baldvin greindi svo frá ákærunni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í september í fyrra. Hann hefur ætíð neitað sök og hefur haldið því fram að atvikið á Spáni hafi verið sviðsett. Carmen krafði Jón Baldvin um eina milljón króna í miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að ákæruvaldið hefði byggt mál sitt á því að háttsemin sem Jóni Baldvin var gefið að sök væri refsiverð eftir spænskum lögum og vísað til tiltekinnar lagagreinar, sem sé sambærileg íslenskri lagagrein. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari taldi hins vegar að spænska ákvæðið gæti ekki talist sambærilegt íslenska ákvæðinu. Það væri „útilokað eða a.m.k. verulegur vafi“ á því að spænska lagagreinin ætti við um meinta háttsemi Jóns Baldvins. Þar sem ekki lægi heldur fyrir gild yfirlýsing frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin sé refsiverð samkvæmt spænskum lögum ætti Jón Baldvin að njóta vafans. Málinu var því vísað frá dómi en þá niðurstöðu kærði héraðssaksóknari til Landsréttar. Niðurstaðan er að málið verði endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52 Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ástæðan er sú að lengri tími en fjórar vikur liðu frá því að munnlegum málflutningi um frávísunarkröfuna lauk og þar til úrskurðurinn var kveðinn upp. Þegar þannig stendur á þurfa málsaðilar að fallast á að þess gerðist ekki þörf að endurflytja málið og dómari þarf að vera sammála málsaðilum. Það var ekki gert og vísaði Landsréttur því málinu aftur heim í hérað þar sem málflutningur um frávísun fer fram á nýjan leik. Jón Baldvin var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur með því að hafa strokið utanklæða og niður eftir rassi hennar þegar hún var gestur á heimili hans á Spáni í júní 2018. Samkvæmt ákærðu taldist brotið varða við ákvæði laga um kynferðislega áreitni. Carmen steig sjálf fram og sagði frá reynslu sinni af málinu í fjölmiðlum árið 2019. Jón Baldvin greindi svo frá ákærunni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í september í fyrra. Hann hefur ætíð neitað sök og hefur haldið því fram að atvikið á Spáni hafi verið sviðsett. Carmen krafði Jón Baldvin um eina milljón króna í miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að ákæruvaldið hefði byggt mál sitt á því að háttsemin sem Jóni Baldvin var gefið að sök væri refsiverð eftir spænskum lögum og vísað til tiltekinnar lagagreinar, sem sé sambærileg íslenskri lagagrein. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari taldi hins vegar að spænska ákvæðið gæti ekki talist sambærilegt íslenska ákvæðinu. Það væri „útilokað eða a.m.k. verulegur vafi“ á því að spænska lagagreinin ætti við um meinta háttsemi Jóns Baldvins. Þar sem ekki lægi heldur fyrir gild yfirlýsing frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin sé refsiverð samkvæmt spænskum lögum ætti Jón Baldvin að njóta vafans. Málinu var því vísað frá dómi en þá niðurstöðu kærði héraðssaksóknari til Landsréttar. Niðurstaðan er að málið verði endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52 Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52
Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00
Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15