Hazard og Benzema frá­bærir í auðveldum sigri Real

Þessir tveir voru frábærir í kvöld.
Þessir tveir voru frábærir í kvöld. Diego Souto/Getty Images

Eden Hazard og Karim Benzema áttu góðan leik er Spánarmeistarar Real Madrid unnu góðan 4-1 útisigur á Alavés í spænsku úrvalsdeildinni. Real er nú fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Atlético sem tróna á toppi deildarinnar. Atlético á þó leik til góða.

Það tók meistarana aðeins fimmtán mínútur að komast yfir. Þar var að verki brasilíski miðjumaðurinn Casemiro eftir sendingu Toni Kroos. Undir lok hálfleiksins fór Real svo langleiðina með því að tryggja sigur kvöldsins.

Karim Benzema bætti við öðru marki Real á 41. mínútu eftir sendingu Hazard. Belginn skoraði svo sjálfur þriðja markið með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Aftur var það Kroos sem átti stoðsendinguna.

Staðan í hálfleik því 3-0 Real í vil. Tveir fyrrum leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar minnkuðu muninn fyrir Alavés þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum. Joselu skoraði þá eftir sendingu Lucas Pérez.

Benzema batt enda á allar vonir Alavés um endurkomu með fjórða marki Real þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur kvöldsins.

Fyrr í kvöld gerðu Real Sociedad og Real Betis 2-2 jafntefli. Þar áður hafði Sevilla unnið 3-0 sigur á Cadiz þar sem Youssef En-Nesyri gerði þrennu, annan leikinn í röð.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira