Teitur Björn ætlar aftur á þing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2021 11:47 Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þingsæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í haust. Frá þessu greinir hann í færslu á Facebook og segist töluvert hafa verið spurður út í framboðsmál að undanförnu. „Á þingferli mínum kjörtímabilið 2016 til 2017, og sem varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili, hef ég verið svo lánsamur að vinna með fjölda fólks um allt kjördæmið að góðum málum og fagnað með því ýmsum merkum áföngum. En róðurinn hefur líka víða verið þungur. Óskir um margvíslegar úrbætur eru skiljanlegar og réttmætar,“ segir Teitur. „Meginverkefnið framundan verður að svara spurningunni hvernig við aukum lífsgæði og búum til meiri verðmæti þannig hægt sé að treysta afkomu fólks og fjölga atvinnutækifærum í byggðum landsins. Tækifærin eru til staðar. Leggja verður mun meiri áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu til sjávar og sveita, nýsköpun í matvælaframleiðslu og iðnaði, aukna samkeppnishæfni með hófstilltari álögum, minni ríkisafskiptum og skilvirkara regluverki sem og kröftugri fjárfestingum í samfélagslegum innviðum. Nærtækt er að líta til hvernig ótíð og náttúrhamfarir síðustu misserin hafa dregið fram með augljósum hætti þörfina á mun betri og skjótvirkari þjónustu opinberra aðila heima í héraði nær fólki. Þá er ljóst að uppbyggingu velferðarkerfisins er hvergi nærri lokið í hinum dreifðari byggðum.“ Fáu sé hægt að kippa í liðinn á einni nóttu í kerfum ríkisins. „En með þrautseigju finnast lausnir og með samhentu átaki næst árangur. Þennan kraft, sem þarf til breytinga, er að finna í Sjálfstæðisflokknum um allt kjördæmið og ég veit að á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar verður hægt að stíga stór skref til framfara og bæta lífskjör í okkar samfélagi.“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira
„Á þingferli mínum kjörtímabilið 2016 til 2017, og sem varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili, hef ég verið svo lánsamur að vinna með fjölda fólks um allt kjördæmið að góðum málum og fagnað með því ýmsum merkum áföngum. En róðurinn hefur líka víða verið þungur. Óskir um margvíslegar úrbætur eru skiljanlegar og réttmætar,“ segir Teitur. „Meginverkefnið framundan verður að svara spurningunni hvernig við aukum lífsgæði og búum til meiri verðmæti þannig hægt sé að treysta afkomu fólks og fjölga atvinnutækifærum í byggðum landsins. Tækifærin eru til staðar. Leggja verður mun meiri áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu til sjávar og sveita, nýsköpun í matvælaframleiðslu og iðnaði, aukna samkeppnishæfni með hófstilltari álögum, minni ríkisafskiptum og skilvirkara regluverki sem og kröftugri fjárfestingum í samfélagslegum innviðum. Nærtækt er að líta til hvernig ótíð og náttúrhamfarir síðustu misserin hafa dregið fram með augljósum hætti þörfina á mun betri og skjótvirkari þjónustu opinberra aðila heima í héraði nær fólki. Þá er ljóst að uppbyggingu velferðarkerfisins er hvergi nærri lokið í hinum dreifðari byggðum.“ Fáu sé hægt að kippa í liðinn á einni nóttu í kerfum ríkisins. „En með þrautseigju finnast lausnir og með samhentu átaki næst árangur. Þennan kraft, sem þarf til breytinga, er að finna í Sjálfstæðisflokknum um allt kjördæmið og ég veit að á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar verður hægt að stíga stór skref til framfara og bæta lífskjör í okkar samfélagi.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira