Rústabjörgunarmaður vill annað sætið á lista Pírata í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 10:01 Gísli Rafn Ólafsson hefur unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum. Aðsend Gísli Rafn Ólafsson hefur ákveðið að kost á sér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta haust. Hann sækjast eftir öðru sæti á lista flokksins í því kjördæmi, sæti sem hann segir að verði án efa baráttusæti. Gísli Rafn segir í tilkynningunni að hann hafi unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum, Telji hann mikilvægt að leggja fram krafta sína hérlendis í að takast á við uppbyggingu landsins í kjölfar heimsfaraldurs. Sér í lagi muni sá hæfileiki að fá ólíka aðila til þess að vinna vel saman að stórum og erfiðum verkefnum verða mikilvægur á komandi kjörtímabili. „Ég er hamingjusamlega giftur, fimm barna faðir og afi úr Hafnarfirðinum sem hefur búið í sjö löndum og ferðast til yfir hundruð landa. Ég er með B.Sc. gráðu í tölvunar- og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla, diplóma í þróunarfræðum frá HÍ og er einni óskrifaðri meistararitgerð frá M.A. gráðu í þróunarfræðum. Námsferillinn endurspeglar vel það hvernig tækni og það að hjálpa öðrum hefur ávallt átt hug minn. Ég byrjaði að vinna í tæknigeiranum þegar ég var 14 ára, fyrstu árin sem forritari. Ég gerðist sjálfboðaliði í Rauða krossinum þegar ég var tvítugur og gekk í björgunarsveit fimm árum síðar. Það var síðan fyrir einum og hálfum áratug sem mér tókst að samtvinna þessi tvö áhugasvið mín þegar ég fékk starf sem fólst í því að vera ráðgjafi fyrir ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir um hvernig best mætti nýta tölvutæknina við að búa sig undir og bregðast við náttúruhamförum. Það starf leiddi síðan til þess að ég stjórnaði öllu því sem snéri að tækni og fjarskiptaviðbrögðum hjá regnhlífarsamtökum 60 stærstu hjálparsamtaka í heimi. Auk þess var ég stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haíti árið 2010 og meðlimur í UNDAC á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ég vil nýta reynslu mína af alþjóðavettvangi til þess að hjálpa Íslandi að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Það skiptir máli að á þingi sé fólk sem hefur djúpan skilning á þessum áskorunum og hvernig megi takast á við þær, en talar ekki bara í frösum eða bendir á vandamál án þess að hafa tillögur að lausnum. Fólk sem trúir á aukið jafnrétti og jöfnuð. Fólk sem hlustar á vilja almennings, en ekki bara lítinn hóp sérhagsmunaaðila. Sem barnabarn kommúnista og sjálfstæðismanns kemur það eflaust einhverjum á óvart að ég bjóði mig fram í prófkjöri hjá Pírötum, en mitt svar er einfalt. Píratar er sá flokkur á Alþingi sem er tilbúinn að horfa fram á við, flokkur sem er tilbúinn að laga það sem bæta þarf í okkar stjórnkerfi, flokkur sem trúir á gögn og gagnsæi en ekki bara það sem sérhagsmunahópar telja þeim trú um, flokkur sem er tilbúinn að skipta um skoðun og horfa björtum augum til framtíðar. Ég vil leggja mitt af mörkum og sækist eftir stuðningi ykkar til að skipa 2. sætið í komandi prófkjöri,“ segir Gísli Rafn í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Hjálparstarf Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Gísli Rafn segir í tilkynningunni að hann hafi unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum, Telji hann mikilvægt að leggja fram krafta sína hérlendis í að takast á við uppbyggingu landsins í kjölfar heimsfaraldurs. Sér í lagi muni sá hæfileiki að fá ólíka aðila til þess að vinna vel saman að stórum og erfiðum verkefnum verða mikilvægur á komandi kjörtímabili. „Ég er hamingjusamlega giftur, fimm barna faðir og afi úr Hafnarfirðinum sem hefur búið í sjö löndum og ferðast til yfir hundruð landa. Ég er með B.Sc. gráðu í tölvunar- og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla, diplóma í þróunarfræðum frá HÍ og er einni óskrifaðri meistararitgerð frá M.A. gráðu í þróunarfræðum. Námsferillinn endurspeglar vel það hvernig tækni og það að hjálpa öðrum hefur ávallt átt hug minn. Ég byrjaði að vinna í tæknigeiranum þegar ég var 14 ára, fyrstu árin sem forritari. Ég gerðist sjálfboðaliði í Rauða krossinum þegar ég var tvítugur og gekk í björgunarsveit fimm árum síðar. Það var síðan fyrir einum og hálfum áratug sem mér tókst að samtvinna þessi tvö áhugasvið mín þegar ég fékk starf sem fólst í því að vera ráðgjafi fyrir ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir um hvernig best mætti nýta tölvutæknina við að búa sig undir og bregðast við náttúruhamförum. Það starf leiddi síðan til þess að ég stjórnaði öllu því sem snéri að tækni og fjarskiptaviðbrögðum hjá regnhlífarsamtökum 60 stærstu hjálparsamtaka í heimi. Auk þess var ég stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haíti árið 2010 og meðlimur í UNDAC á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ég vil nýta reynslu mína af alþjóðavettvangi til þess að hjálpa Íslandi að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Það skiptir máli að á þingi sé fólk sem hefur djúpan skilning á þessum áskorunum og hvernig megi takast á við þær, en talar ekki bara í frösum eða bendir á vandamál án þess að hafa tillögur að lausnum. Fólk sem trúir á aukið jafnrétti og jöfnuð. Fólk sem hlustar á vilja almennings, en ekki bara lítinn hóp sérhagsmunaaðila. Sem barnabarn kommúnista og sjálfstæðismanns kemur það eflaust einhverjum á óvart að ég bjóði mig fram í prófkjöri hjá Pírötum, en mitt svar er einfalt. Píratar er sá flokkur á Alþingi sem er tilbúinn að horfa fram á við, flokkur sem er tilbúinn að laga það sem bæta þarf í okkar stjórnkerfi, flokkur sem trúir á gögn og gagnsæi en ekki bara það sem sérhagsmunahópar telja þeim trú um, flokkur sem er tilbúinn að skipta um skoðun og horfa björtum augum til framtíðar. Ég vil leggja mitt af mörkum og sækist eftir stuðningi ykkar til að skipa 2. sætið í komandi prófkjöri,“ segir Gísli Rafn í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Hjálparstarf Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira