Bæjarstjóri Fjarðabyggðar vill á þing Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 09:01 Jón Björn Hákonarson hefur að undanförnu gegnt stöðu bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Aðsend Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara næsta haust. Í tilkynningu frá Jóni Hákoni kemur fram að hann sé 48 ára Norðfirðingur þar sem hann sé búsettur ásamt eiginkonu minni Hildi Völu Þorbergsdóttur og börnum þeirra tveimur. „Ég hef starfað lengst af á vettvangi sveitarstjórnarmála og verið svo lánsamur að hafa fengið traust þar til fjölbreyttra verka. Ég tók sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Fjarðabyggðar árið 2010 og var forseti bæjarstjórnar þangað til haustið 2020 er ég tók við starfi bæjarstjóra. Afskipti mín af sveitarstjórnarmálum hófust þó fyrst á kjörtímabilinu 1994-1998 þegar ég tók fyrst sæti í nefndum á vegum sveitarfélagsins, sem þá var Neskaupstaður, og hef verið virkur á þeim vettvangi síðan. Ég hef setið í og stýrt flestum nefndum Fjarðabyggðar á þessum tíma, ásamt því að sitja í stjórnum samstarfsvettvangs sveitarfélaganna á Austurland og landsvísu. Þá hef ég einnig setið í stjórnum fyrirtækja og tekið þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum. Ég hef um árabil verið virkur í starfi Framsóknarflokksins. Ég var kjörinn ritari flokksins árið 2016 og í þeim störfum hef ég fengið að kynnast undirstöðum flokksins, og hef lagt mig fram við að hlúa vel að því öfluga flokkstarfi sem finna má í Framsóknarfélögum víða um land. Sú öfluga grasrót sem innan flokksins starfar er mikilvæg og ég hef stundum sagt að í henni grundvallist kjörorð samvinnunar – Máttur hinnar mörgu- sem á að vera undirstaða Framsóknarflokksins sem félagshyggjuafls,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Hann segir að Framsóknarflokkurinn eigi að vera leiðandi stjórnmálaafl í Norðausturkjördæmi og sé hann tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að svo verði. Póstkosning Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fer fram í mars. Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Í tilkynningu frá Jóni Hákoni kemur fram að hann sé 48 ára Norðfirðingur þar sem hann sé búsettur ásamt eiginkonu minni Hildi Völu Þorbergsdóttur og börnum þeirra tveimur. „Ég hef starfað lengst af á vettvangi sveitarstjórnarmála og verið svo lánsamur að hafa fengið traust þar til fjölbreyttra verka. Ég tók sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Fjarðabyggðar árið 2010 og var forseti bæjarstjórnar þangað til haustið 2020 er ég tók við starfi bæjarstjóra. Afskipti mín af sveitarstjórnarmálum hófust þó fyrst á kjörtímabilinu 1994-1998 þegar ég tók fyrst sæti í nefndum á vegum sveitarfélagsins, sem þá var Neskaupstaður, og hef verið virkur á þeim vettvangi síðan. Ég hef setið í og stýrt flestum nefndum Fjarðabyggðar á þessum tíma, ásamt því að sitja í stjórnum samstarfsvettvangs sveitarfélaganna á Austurland og landsvísu. Þá hef ég einnig setið í stjórnum fyrirtækja og tekið þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum. Ég hef um árabil verið virkur í starfi Framsóknarflokksins. Ég var kjörinn ritari flokksins árið 2016 og í þeim störfum hef ég fengið að kynnast undirstöðum flokksins, og hef lagt mig fram við að hlúa vel að því öfluga flokkstarfi sem finna má í Framsóknarfélögum víða um land. Sú öfluga grasrót sem innan flokksins starfar er mikilvæg og ég hef stundum sagt að í henni grundvallist kjörorð samvinnunar – Máttur hinnar mörgu- sem á að vera undirstaða Framsóknarflokksins sem félagshyggjuafls,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Hann segir að Framsóknarflokkurinn eigi að vera leiðandi stjórnmálaafl í Norðausturkjördæmi og sé hann tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að svo verði. Póstkosning Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fer fram í mars.
Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira