KSÍ staðfestir Davíð Snorra sem nýjan þjálfara U21 landslið Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2021 19:00 Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu saman íslenska A-landsliðinu í leik gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Nú er Arnar Þór tekinn við A-landsliði Íslands og Davíð Snorri tekinn við U21 árs landsliðinu. VÍSIR/VILHELM Knattspyrnusamband Íslands staðfesti nú rétt í þessu að Davíð Snorri Jónasson væri nýr þjálfari U21 landsliðs Íslands. Hann tekur við af Arnari Þór Viðarssyni sem tók við A-landsliði Íslands nýverið. Orðrómar þess efnis hafa verið háværir undanfarið en nú hefur verið staðfest að Davíð muni stýra liðinu á næstu misserum. Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Á vefsíðu KSÍ segir að tilkynnt verði um aðstoðarþjálfara liðsins fljótlega. KSÍ hefur ráðið Davíð Snorra Jónasson sem nýjan þjálfara U21 landsliðs karla og hefur hann þegar hafið störf. Fyrstu leikir U21 landsliðs karla undir stjórn Davíðs Snorra verða leikir í úrslitakeppni EM 2021 í lok mars. https://t.co/mXgDnLDUgI— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2021 „Davíð Snorri hefur þjálfað U17 landslið karla með góðum árangri síðan í byrjun árs 2018 og fór með liðið alla leið í lokakeppni EM 2019. Hann þjálfaði Leikni R. ásamt Frey Alexanderssyni árin 2013-2015 og komu þeir liðinu í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu þess árið 2015,“ segir í tilkynningu KSÍ. „Ég er ánægður og stoltur yfir því að KSÍ hafi leitað til mín til að þjálfa U21 árs lið Íslands. Verkefnið núna er tvíþætt. Annars vegar að vera klárir fyrir lokakeppnina og einnig byrja undirbúning fyrir næstu undankeppni, sem byrjar í haust,“ sagði Davíð Snorri um ráðninguna. „Þetta er frábært verkefni og það er skemmtileg vinna framundan sem ég hlakka til að takast á við. Það er mikil eftirvænting hjá öllum sem koma að liðinu að fara í keppnina. Þetta er stórt svið sem öllum langar að sýna sitt besta á og ná árangri.“ „Liðið hefur sýnt góðar frammistöður og sterkt hugarfar sem hefur skilað því inn í lokakeppnina. Við munum halda áfram að tryggja faglegt umhverfi og vera bestir í að undirbúa okkur svo allir njóti sín þegar í leikinn er komið,“ sagði nýr þjálfari U21 árs landslið Íslands að lokum í tilkynningu KSÍ. Eitt af hans fyrstu verkefnum er eins og áður sagði lokakeppni Evrópumótsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Þar er Ísland í riðli með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi. Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Davíð Snorra stýra U21-liðinu á EM: „Mun gera þetta frábærlega“ Davíð Snorri Jónasson mun stýra U21-landsliði karla í fótbolta á öðru lokamótinu í sögu þess í lok mars, ef allt gengur að óskum. 20. janúar 2021 14:11 Davíð Snorri segir það mikla reynslu að hafa fengið að stýra landsliðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 karlalandsliðs Íslands í fótbolta, fékk óvænt tækifæri til að stýra A-landsliðinu gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA þegar Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví. 18. október 2020 14:05 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum Sjá meira
Orðrómar þess efnis hafa verið háværir undanfarið en nú hefur verið staðfest að Davíð muni stýra liðinu á næstu misserum. Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Á vefsíðu KSÍ segir að tilkynnt verði um aðstoðarþjálfara liðsins fljótlega. KSÍ hefur ráðið Davíð Snorra Jónasson sem nýjan þjálfara U21 landsliðs karla og hefur hann þegar hafið störf. Fyrstu leikir U21 landsliðs karla undir stjórn Davíðs Snorra verða leikir í úrslitakeppni EM 2021 í lok mars. https://t.co/mXgDnLDUgI— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2021 „Davíð Snorri hefur þjálfað U17 landslið karla með góðum árangri síðan í byrjun árs 2018 og fór með liðið alla leið í lokakeppni EM 2019. Hann þjálfaði Leikni R. ásamt Frey Alexanderssyni árin 2013-2015 og komu þeir liðinu í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu þess árið 2015,“ segir í tilkynningu KSÍ. „Ég er ánægður og stoltur yfir því að KSÍ hafi leitað til mín til að þjálfa U21 árs lið Íslands. Verkefnið núna er tvíþætt. Annars vegar að vera klárir fyrir lokakeppnina og einnig byrja undirbúning fyrir næstu undankeppni, sem byrjar í haust,“ sagði Davíð Snorri um ráðninguna. „Þetta er frábært verkefni og það er skemmtileg vinna framundan sem ég hlakka til að takast á við. Það er mikil eftirvænting hjá öllum sem koma að liðinu að fara í keppnina. Þetta er stórt svið sem öllum langar að sýna sitt besta á og ná árangri.“ „Liðið hefur sýnt góðar frammistöður og sterkt hugarfar sem hefur skilað því inn í lokakeppnina. Við munum halda áfram að tryggja faglegt umhverfi og vera bestir í að undirbúa okkur svo allir njóti sín þegar í leikinn er komið,“ sagði nýr þjálfari U21 árs landslið Íslands að lokum í tilkynningu KSÍ. Eitt af hans fyrstu verkefnum er eins og áður sagði lokakeppni Evrópumótsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Þar er Ísland í riðli með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi.
Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Davíð Snorra stýra U21-liðinu á EM: „Mun gera þetta frábærlega“ Davíð Snorri Jónasson mun stýra U21-landsliði karla í fótbolta á öðru lokamótinu í sögu þess í lok mars, ef allt gengur að óskum. 20. janúar 2021 14:11 Davíð Snorri segir það mikla reynslu að hafa fengið að stýra landsliðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 karlalandsliðs Íslands í fótbolta, fékk óvænt tækifæri til að stýra A-landsliðinu gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA þegar Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví. 18. október 2020 14:05 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum Sjá meira
Segir Davíð Snorra stýra U21-liðinu á EM: „Mun gera þetta frábærlega“ Davíð Snorri Jónasson mun stýra U21-landsliði karla í fótbolta á öðru lokamótinu í sögu þess í lok mars, ef allt gengur að óskum. 20. janúar 2021 14:11
Davíð Snorri segir það mikla reynslu að hafa fengið að stýra landsliðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 karlalandsliðs Íslands í fótbolta, fékk óvænt tækifæri til að stýra A-landsliðinu gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA þegar Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví. 18. október 2020 14:05