„Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2021 19:00 Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá. Enn er því í gildi rýming syðst í bænum síðan í gærvegna snjóflóðahættu frá Ytrastrengsgili. Dagný Sif Stefánsdóttir sem er borin og barnsfædd á Siglufirði hefur ekki áður lent í því. Dagný Sif Stefánsdóttir þurfti að fara frá heimili sínu ásamt þremur börnum og eiginmanni í gær vegna snjóflóðahættu. Hún veit ekki hvenær þau fá að fara heim.Vísir „Ég var mjög hissa þegar við fjölskyldan vorum beðin um að rýma húsið vegna snjóflóðahættu, þetta hefur alltaf verið talið öruggasta svæðið út snjóflóðavarnargarðinum hér rétt fyrir ofan okkur og ég hélt við værum örugg undir honum. Það getur verið að eftir snjóflóðin á Flateyri í fyrra þar sem þau fóru yfir snjóflóðavarnargarð hafi viðmiðum verið breytt alls staðar á landinu. Við fengum tvo tíma til að pakka niður en við erum hjón með þrjú börn þannig að þetta var svolítið stress. Við erum heppin og fórum yfir til mömmu og pabba sem búa í bænum og aðrir íbúar fengu líka inni hjá fólki í bænum. Við vitum ekki hvað rýmingin muni standa lengi en það er vond spá framyfir helgi,“ segir Dagný. Talið er að snjóflóðið sem féll á skíðasvæði Siglfirðinga í gær hafi fallið annað hvort frá Illviðrishnjúk eða Grashólabrúnum. „Við höfum vegna ekki komist á staðinn vegna veðurs og færðar en af myndum að sjá þá virðist þetta vera altjón á skíðaskála og mannvirkjum í kring. Þá er snjótroðarinn örugglega líka skemmdur. Skíðalyftan virðist hins vegar hafa sloppið,“ segir Elías Pétursson bæjarstjóri á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir að sveitastjórnin hafi lengi óskað eftir því frá Ofanflóðasjóði að skíðasvæðið yrði fært af núverandi hættusvæði en ekkert gengið. Búið sé að teikna nýtt skíðasvæði á öruggu svæði þannig að sveitarfélaginu hafi ekki verið neitt að vanbúnaði að byrja á framkvæmdum þar. Eins og sjá má var eyðileggingin í kjölfar flóðsins mikil.DJI Reykjavík/Sigurður Þór Helgason „Nú þegar öll mannvirki og búnaður á svæðinu virðist ónýtur er maður svekktur að ekki hafi verið byrjað á framkvæmdum á nýju svæði,“ segir Elías. Þó nokkrir hópar höfðu bókað sig í skíðaferðir á Siglufirði um helgina og pantað sér hótelgistingu en ekkert verður af því. Siglufjarðarvegur er lokaður og Ólafsfjarðarmúli sem var opnaður um stund í dag lokar í kvöld klukkan átta. Samtals lokuðust þessir vegir næstum 80 sinnum á síðasta ári. Bæjarstjórinn segir ófremdarástand í vegamálum á svæðinu. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir „Mig grunar að þessar lokanir á vegum og einangrun og þjónustuleysi sem því fylgir séu samfélaginu hér og atvinnulífinu einna erfiðast. Við höfum til að mynda þurft að fá björgunarsveitir síðustu sólahringa til að sækja lyf og póst fyrir okkur. Þá er búið að byggja hér upp heilsársferðaþjónustu en þegar innviðirnir eru ekki fyrir hendi eins og góðar samgöngur getur það verið erfitt að halda slíkri þjónustu úti. Það er nauðsynlegt að bæta úr þessu og þá væri best að gera hér jarðgöng,“ segir Elías. Veðurspáin fyrir næsta sólahring er svipuð og verið hefur en á vef Veðurstofunnar kemur fram: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, ekki síst á Tröllaskaga. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum. Náttúruhamfarir Almannavarnir Fjallabyggð Tengdar fréttir Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14 Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá. Enn er því í gildi rýming syðst í bænum síðan í gærvegna snjóflóðahættu frá Ytrastrengsgili. Dagný Sif Stefánsdóttir sem er borin og barnsfædd á Siglufirði hefur ekki áður lent í því. Dagný Sif Stefánsdóttir þurfti að fara frá heimili sínu ásamt þremur börnum og eiginmanni í gær vegna snjóflóðahættu. Hún veit ekki hvenær þau fá að fara heim.Vísir „Ég var mjög hissa þegar við fjölskyldan vorum beðin um að rýma húsið vegna snjóflóðahættu, þetta hefur alltaf verið talið öruggasta svæðið út snjóflóðavarnargarðinum hér rétt fyrir ofan okkur og ég hélt við værum örugg undir honum. Það getur verið að eftir snjóflóðin á Flateyri í fyrra þar sem þau fóru yfir snjóflóðavarnargarð hafi viðmiðum verið breytt alls staðar á landinu. Við fengum tvo tíma til að pakka niður en við erum hjón með þrjú börn þannig að þetta var svolítið stress. Við erum heppin og fórum yfir til mömmu og pabba sem búa í bænum og aðrir íbúar fengu líka inni hjá fólki í bænum. Við vitum ekki hvað rýmingin muni standa lengi en það er vond spá framyfir helgi,“ segir Dagný. Talið er að snjóflóðið sem féll á skíðasvæði Siglfirðinga í gær hafi fallið annað hvort frá Illviðrishnjúk eða Grashólabrúnum. „Við höfum vegna ekki komist á staðinn vegna veðurs og færðar en af myndum að sjá þá virðist þetta vera altjón á skíðaskála og mannvirkjum í kring. Þá er snjótroðarinn örugglega líka skemmdur. Skíðalyftan virðist hins vegar hafa sloppið,“ segir Elías Pétursson bæjarstjóri á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir að sveitastjórnin hafi lengi óskað eftir því frá Ofanflóðasjóði að skíðasvæðið yrði fært af núverandi hættusvæði en ekkert gengið. Búið sé að teikna nýtt skíðasvæði á öruggu svæði þannig að sveitarfélaginu hafi ekki verið neitt að vanbúnaði að byrja á framkvæmdum þar. Eins og sjá má var eyðileggingin í kjölfar flóðsins mikil.DJI Reykjavík/Sigurður Þór Helgason „Nú þegar öll mannvirki og búnaður á svæðinu virðist ónýtur er maður svekktur að ekki hafi verið byrjað á framkvæmdum á nýju svæði,“ segir Elías. Þó nokkrir hópar höfðu bókað sig í skíðaferðir á Siglufirði um helgina og pantað sér hótelgistingu en ekkert verður af því. Siglufjarðarvegur er lokaður og Ólafsfjarðarmúli sem var opnaður um stund í dag lokar í kvöld klukkan átta. Samtals lokuðust þessir vegir næstum 80 sinnum á síðasta ári. Bæjarstjórinn segir ófremdarástand í vegamálum á svæðinu. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir „Mig grunar að þessar lokanir á vegum og einangrun og þjónustuleysi sem því fylgir séu samfélaginu hér og atvinnulífinu einna erfiðast. Við höfum til að mynda þurft að fá björgunarsveitir síðustu sólahringa til að sækja lyf og póst fyrir okkur. Þá er búið að byggja hér upp heilsársferðaþjónustu en þegar innviðirnir eru ekki fyrir hendi eins og góðar samgöngur getur það verið erfitt að halda slíkri þjónustu úti. Það er nauðsynlegt að bæta úr þessu og þá væri best að gera hér jarðgöng,“ segir Elías. Veðurspáin fyrir næsta sólahring er svipuð og verið hefur en á vef Veðurstofunnar kemur fram: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, ekki síst á Tröllaskaga. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.
Náttúruhamfarir Almannavarnir Fjallabyggð Tengdar fréttir Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14 Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46
Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14
Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35
Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41