„Kæmi á óvart ef önnur lið en Þór og ÍR yrðu í tveimur neðstu sætunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2021 12:01 Róðurinn verður þungur fyrir ÍR. vísir/bára Erfitt er að ráða í hvað gerist í Olís-deild karla eftir að keppni þar hefst á ný eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Theodór Ingi Pálmason, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Þrír leikir fara fram á sunnudaginn en það eru fyrstu leikirnir í deildinni síðan 3. október. „Þetta verður mjög áhugavert. Hléið var lengra en sumarfríið er venjulega. Liðin eru núna búin að æfa í um mánuð sem er á mörkunum að vera nóg en rétt sleppur. Hugsanlega verður einhver losarabragur á þessu,“ sagði Theodór við Vísi. „Hann segir að þau lið og þeir leikmenn sem lögðu inn í bankann með því að æfa vel í hléinu muni eflaust uppskera þegar keppni hefst aftur. „Ég held að þeir leikmenn og þau lið sem hafa sinnt þessu almennilega og æft af krafti, mín tilfinning er að það sé mjög misjafnt, muni græða alveg helling á því, allavega til að byrja með,“ sagði Theodór. En venjulega leyfir maður nokkrum umferðum að klárast áður en maður dregur ályktanir. Mín tilfinning er að við séum aftur að fara í það ástand og það sé voðalega erfitt að byggja á þessum fjórum umferðum sem eru búnar.“ Magnús Óli Magnússon og félagar í Val þykja líklegir til afreka.vísir/Hulda Margrét Leikið verður mjög þétt það sem eftir lifir tímabils og Theodór segir að þau lið sem eru með breiðustu leikmannahópana muni græða á því, þá sérstaklega Valur. „Ég held að æfingamenningin hjá Val sé komin lengra en hjá öðrum liðum. Þeir munu græða á því en maður þarf bara að sjá hvernig þetta er. Ef allir hafa æft almennilega munar minna um það en þetta er á ábyrgð hvers og eins og sú ábyrgð er svolítið mikil. Til að byrja með munu liðin með breiðustu leikmannahópana græða á þessu. Það verður spilað rosalega þétt, og þéttar en flestir leikmenn í þessari deild eru vanir,“ sagði Theodór. Íslandsmeistarar Selfoss fengu góðan liðsstyrk um áramótin þegar hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sneri aftur heim eftir dvöl hjá FH og svo nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi. Theodór lék með Ragnari hjá FH og segir að hann styrki lið Selfoss gríðarlega mikið. Ragnar Jóhannsson er kominn aftur á heimaslóðir á Selfossi.selfoss „Ragnar var nálægt landsliðinu á tíma og hefur staðið sig vel úti. Bæði var þetta veikleikastaða hjá Selfossi og hann er líka einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er góður í vörn og sókn en mætti sjá línuna betur,“ sagði Theodór léttur en hann er greinilega ekki enn búinn að fyrirgefa Ragnari línusendingar sem aldrei bárust. Hvað fallbaráttuna varðar segir Theodór að þar muni Grótta, Þór og ÍR berjast, eins og búist var við fyrir tímabilið. Honum leist þó mun betur á Gróttu en hin liðin í fyrstu umferðunum. „Í fyrstu fjórum leikjunum fannst manni Grótta vera talsvert betri en Þór og ÍR,“ sagði Theodór. „Það kæmi mér á óvart ef það yrðu önnur lið en Þór og ÍR í neðstu tveimur sætunum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
„Þetta verður mjög áhugavert. Hléið var lengra en sumarfríið er venjulega. Liðin eru núna búin að æfa í um mánuð sem er á mörkunum að vera nóg en rétt sleppur. Hugsanlega verður einhver losarabragur á þessu,“ sagði Theodór við Vísi. „Hann segir að þau lið og þeir leikmenn sem lögðu inn í bankann með því að æfa vel í hléinu muni eflaust uppskera þegar keppni hefst aftur. „Ég held að þeir leikmenn og þau lið sem hafa sinnt þessu almennilega og æft af krafti, mín tilfinning er að það sé mjög misjafnt, muni græða alveg helling á því, allavega til að byrja með,“ sagði Theodór. En venjulega leyfir maður nokkrum umferðum að klárast áður en maður dregur ályktanir. Mín tilfinning er að við séum aftur að fara í það ástand og það sé voðalega erfitt að byggja á þessum fjórum umferðum sem eru búnar.“ Magnús Óli Magnússon og félagar í Val þykja líklegir til afreka.vísir/Hulda Margrét Leikið verður mjög þétt það sem eftir lifir tímabils og Theodór segir að þau lið sem eru með breiðustu leikmannahópana muni græða á því, þá sérstaklega Valur. „Ég held að æfingamenningin hjá Val sé komin lengra en hjá öðrum liðum. Þeir munu græða á því en maður þarf bara að sjá hvernig þetta er. Ef allir hafa æft almennilega munar minna um það en þetta er á ábyrgð hvers og eins og sú ábyrgð er svolítið mikil. Til að byrja með munu liðin með breiðustu leikmannahópana græða á þessu. Það verður spilað rosalega þétt, og þéttar en flestir leikmenn í þessari deild eru vanir,“ sagði Theodór. Íslandsmeistarar Selfoss fengu góðan liðsstyrk um áramótin þegar hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sneri aftur heim eftir dvöl hjá FH og svo nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi. Theodór lék með Ragnari hjá FH og segir að hann styrki lið Selfoss gríðarlega mikið. Ragnar Jóhannsson er kominn aftur á heimaslóðir á Selfossi.selfoss „Ragnar var nálægt landsliðinu á tíma og hefur staðið sig vel úti. Bæði var þetta veikleikastaða hjá Selfossi og hann er líka einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er góður í vörn og sókn en mætti sjá línuna betur,“ sagði Theodór léttur en hann er greinilega ekki enn búinn að fyrirgefa Ragnari línusendingar sem aldrei bárust. Hvað fallbaráttuna varðar segir Theodór að þar muni Grótta, Þór og ÍR berjast, eins og búist var við fyrir tímabilið. Honum leist þó mun betur á Gróttu en hin liðin í fyrstu umferðunum. „Í fyrstu fjórum leikjunum fannst manni Grótta vera talsvert betri en Þór og ÍR,“ sagði Theodór. „Það kæmi mér á óvart ef það yrðu önnur lið en Þór og ÍR í neðstu tveimur sætunum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira