„Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2021 14:26 Leikmenn Íslands voru súrir á svip eftir tapið fyrir Sviss í gær. epa/Anne-Christine Poujoulat Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. „Það sem verður okkur að falli enn eitt mótið er því miður sóknarleikurinn. Hann hefur verið lélegur. Í gær vorum við að spila við Sviss, skoruðum níu mörk í hvorum hálfleik og átján mörk í heildina á móti miðlungs liði. Við teljum okkur vera betri handboltaþjóð en þetta,“ sagði Henry. „Það er sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu, fyrst gegn Portúgal og svo Sviss sem kom inn sem varaþjóð á mótið.“ Staðir, hræddir og ragir Henry er ekki hrifinn af yfirbragði íslenska liðsins á HM. „Menn eru staðir, hræddir, ragir og þora ekki að taka af skarið. Óttast að gera mistök og liðið er þess utan leiðtogalaust. Það er enginn sem stígur upp og axlar ábyrgð. Menn bíða og ætlast til að næsti maður axli ábyrgðina.“ Henry segir að fjarvera Arons Pálmarssonar setji auðvitað strik í reikninginn en það sé ekki hægt að skýla sér á bak við það. „Fyrir mótið var talað um að hinir myndu græða svo mikið á því að hafa ekki Aron, þeir gætu ekki bara horft á hann og þyrftu að axla ábyrgð og sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvers lags týpur eru og hversu góðir þeir eru.“ Engar framfarir í sókninni Henry segir að frammistaða Íslands á HM sé vonbrigði og hann hélt að liðið væri komið lengra en það virðist vera komið. „Ég hélt að þessir gæjar væru meiri töffarar en þeir hafa sýnt á þessu móti. Það sem er líka ömurlegt við þetta er að það virðast ekki vera neinar lausnir. Sóknarleikurinn tekur engum framförum. Við skoruðum líka átján mörk gegn Ungverjalandi á EM í fyrra í mjög mikilvægum leik. Við hjökkum bara í sama farinu hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Henry sem hrósaði þó varnarleik Íslands sem hefur verið mjög öflugur á HM. Hann segir hins vegar að liðið eigi engin svör í sókninni. Engar lausnir „Hvað varðar lausnir í sóknarleiknum þá eru þær engar. Við kunnum ekki að bregðast við. Við erum að spila á móti miðlungs liði Sviss sem bakkar bara og við þurfum að skjóta yfir þá og erum ekki með neinar lausnir hvernig við ætlum að leysa það. Menn eru að skýla sér á bak við að það hafi svo mörg dauðafæri farið í súginn. Það er vissulega rétt en það voru líka fjölmargar ömurlegar sóknir í leiknum.“ Henry gefur lítið fyrir allt tal um að íslenska liðið hafi lagt sig svo mikið fram í leiknum í gær. Það eigi að vera sjálfsögð krafa. Neyðarlegt tap „Svo eru menn að berja sér á brjóst að menn hafi lagt sig alla fram leikinn, hjartað og sálina í þetta. Mér finnst liðið vera komið á sorglegan stað ef standardinn er sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram í leiknum. Við vorum að tapa fyrir Sviss sem getur ekki neitt miðað við það sem við teljum okkur vera,“ sagði Henry. „Leikurinn var lélegur og tapaðist. Þetta var neyðarlegt tap. Ég er sorgmæddur yfir því að standardinn sé orðinn sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram. Annað mætir bara afgangi.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
„Það sem verður okkur að falli enn eitt mótið er því miður sóknarleikurinn. Hann hefur verið lélegur. Í gær vorum við að spila við Sviss, skoruðum níu mörk í hvorum hálfleik og átján mörk í heildina á móti miðlungs liði. Við teljum okkur vera betri handboltaþjóð en þetta,“ sagði Henry. „Það er sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu, fyrst gegn Portúgal og svo Sviss sem kom inn sem varaþjóð á mótið.“ Staðir, hræddir og ragir Henry er ekki hrifinn af yfirbragði íslenska liðsins á HM. „Menn eru staðir, hræddir, ragir og þora ekki að taka af skarið. Óttast að gera mistök og liðið er þess utan leiðtogalaust. Það er enginn sem stígur upp og axlar ábyrgð. Menn bíða og ætlast til að næsti maður axli ábyrgðina.“ Henry segir að fjarvera Arons Pálmarssonar setji auðvitað strik í reikninginn en það sé ekki hægt að skýla sér á bak við það. „Fyrir mótið var talað um að hinir myndu græða svo mikið á því að hafa ekki Aron, þeir gætu ekki bara horft á hann og þyrftu að axla ábyrgð og sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvers lags týpur eru og hversu góðir þeir eru.“ Engar framfarir í sókninni Henry segir að frammistaða Íslands á HM sé vonbrigði og hann hélt að liðið væri komið lengra en það virðist vera komið. „Ég hélt að þessir gæjar væru meiri töffarar en þeir hafa sýnt á þessu móti. Það sem er líka ömurlegt við þetta er að það virðast ekki vera neinar lausnir. Sóknarleikurinn tekur engum framförum. Við skoruðum líka átján mörk gegn Ungverjalandi á EM í fyrra í mjög mikilvægum leik. Við hjökkum bara í sama farinu hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Henry sem hrósaði þó varnarleik Íslands sem hefur verið mjög öflugur á HM. Hann segir hins vegar að liðið eigi engin svör í sókninni. Engar lausnir „Hvað varðar lausnir í sóknarleiknum þá eru þær engar. Við kunnum ekki að bregðast við. Við erum að spila á móti miðlungs liði Sviss sem bakkar bara og við þurfum að skjóta yfir þá og erum ekki með neinar lausnir hvernig við ætlum að leysa það. Menn eru að skýla sér á bak við að það hafi svo mörg dauðafæri farið í súginn. Það er vissulega rétt en það voru líka fjölmargar ömurlegar sóknir í leiknum.“ Henry gefur lítið fyrir allt tal um að íslenska liðið hafi lagt sig svo mikið fram í leiknum í gær. Það eigi að vera sjálfsögð krafa. Neyðarlegt tap „Svo eru menn að berja sér á brjóst að menn hafi lagt sig alla fram leikinn, hjartað og sálina í þetta. Mér finnst liðið vera komið á sorglegan stað ef standardinn er sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram í leiknum. Við vorum að tapa fyrir Sviss sem getur ekki neitt miðað við það sem við teljum okkur vera,“ sagði Henry. „Leikurinn var lélegur og tapaðist. Þetta var neyðarlegt tap. Ég er sorgmæddur yfir því að standardinn sé orðinn sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram. Annað mætir bara afgangi.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn