Segir að það sé mikill munur á því að vera liðsfélagi Ronaldo eða Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 11:01 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í leik Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Getty/David Ramos Brasilíumaðurinn Arthur er einn af þeim sem þekkir það að spila við hlið bæði Lionel Mess og Cristiano Ronaldo. Hann segist núna hafa breytt um skoðun á því hvor sé betri. Arthur fór á milli Barcelona og Juventus í sumar. Hann hafði spilað við hlið Lionel Messi hjá Barcelona í tvö tímabil en er nú búinn með hálft tímabil við hlið Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Arthur er auðvitað ekki sá fyrsti sem þekkir það á eigin skinni að spila með Messi og Ronaldo en hann var tilbúinn að útskýra muninn á þeim í viðtali við Desimpedidos. „Cristiano Ronaldo tjáir sig meira en Messi og hann er í góðu sambandi við alla í búningsklefanum,“ sagði Arthur. "Cristiano Ronaldo expresses himself more than Messi and he gets on with everyone in the dressing room" https://t.co/RfJ6kWYkU4— SPORTbible (@sportbible) January 21, 2021 „Hann er mjög virkur í klefanum. Hann talar við alla og nær góðum tengslum við alla,“ útskýrði Arthur betur. „Hver og einn hefur sínar eigin leiðir til að leiða sitt lið. Messi lætur verkin tala inn á vellinum. Hann sýnir það þegar hann fær boltann og með vilja sínum til að vinna leiki. Allir liðsfélagar hans sjá það,“ sagði Arthur. En hvor þeirra er betri? „Ég myndi velja Cristiano enda erum við liðsfélagar,“ sagði Arthur sem hafði hingað til sett Messi í fyrsta sæti. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefur haft mikil áhrif á hann með fagmennsku sinni og metnaði. „Við erum ekki það nánir að ég fari heim til Cristiano í kaffispjall en það er mjög gott á milli okkar,“ sagði Arthur. „Cristiano klikkar aldrei ef einhver liðsfélagi hans þarf á honum að halda. Hann æfir eins og skepna, þekkir það ekki hvenær á að hvíla sig og hvetur þig til að gefa allt þitt. Hann er líka alltaf að segja mér hvað ég eigi að borða því hann hugsar um öll smáatriði,“ sagði Arthur. Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira
Arthur fór á milli Barcelona og Juventus í sumar. Hann hafði spilað við hlið Lionel Messi hjá Barcelona í tvö tímabil en er nú búinn með hálft tímabil við hlið Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Arthur er auðvitað ekki sá fyrsti sem þekkir það á eigin skinni að spila með Messi og Ronaldo en hann var tilbúinn að útskýra muninn á þeim í viðtali við Desimpedidos. „Cristiano Ronaldo tjáir sig meira en Messi og hann er í góðu sambandi við alla í búningsklefanum,“ sagði Arthur. "Cristiano Ronaldo expresses himself more than Messi and he gets on with everyone in the dressing room" https://t.co/RfJ6kWYkU4— SPORTbible (@sportbible) January 21, 2021 „Hann er mjög virkur í klefanum. Hann talar við alla og nær góðum tengslum við alla,“ útskýrði Arthur betur. „Hver og einn hefur sínar eigin leiðir til að leiða sitt lið. Messi lætur verkin tala inn á vellinum. Hann sýnir það þegar hann fær boltann og með vilja sínum til að vinna leiki. Allir liðsfélagar hans sjá það,“ sagði Arthur. En hvor þeirra er betri? „Ég myndi velja Cristiano enda erum við liðsfélagar,“ sagði Arthur sem hafði hingað til sett Messi í fyrsta sæti. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefur haft mikil áhrif á hann með fagmennsku sinni og metnaði. „Við erum ekki það nánir að ég fari heim til Cristiano í kaffispjall en það er mjög gott á milli okkar,“ sagði Arthur. „Cristiano klikkar aldrei ef einhver liðsfélagi hans þarf á honum að halda. Hann æfir eins og skepna, þekkir það ekki hvenær á að hvíla sig og hvetur þig til að gefa allt þitt. Hann er líka alltaf að segja mér hvað ég eigi að borða því hann hugsar um öll smáatriði,“ sagði Arthur.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira