Ofbeldi gegn fötluðum svartur blettur á samfélaginu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. janúar 2021 12:23 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir ofbeldi gegn fötluðum svartan blett á íslensku samfélagi. Aðgerðateymi gegn ofbeldi hefur skilað ráðherra úrbóttatillögum í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að ætla megi að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og þá einnig ítrekað og reglulega. Talið er að hópurinn njóti ekki sömu réttinda og aðrir; fatlaðir tilkynni síður brot, því þeir óttast ekki vera ekki trúað og gerendur virðast síður sóttir til saka. Erfitt hefur reynst að draga saman fjölda brota gegn þessum einstaklingum þar sem lögreglukerfið LÖKE bíður ekki upp á að heilsufarsupplýsingar um fötlun séu skráðar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipuðu í maí aðgerðarteymi gegn ofbeldi og hefur það nú skilað ráðherrunum úrbótatillögum í þessum málaflokki. Lagt er til að bætt skráning í lögreglukerfið verði skoðuð, þannig að hægt sé að færa til bókar að brotið hafi verið gegn einstaklingi með fötlun. „Það er verið að skoða hvernig megi skrá þetta án þess að brjóta gegn persónuvernd viðkomandi til þess við getum átt betri greiningar á þessum tilkynningum og getum þá gert betur og bætt okkur. Þetta er í skoðun hjá lögreglu og er mikilvægur þáttur í því að bregðast við þessari stöðu,“ segir Áslaug Arna. Tillögurnar verða nú unnar áfram hjá lögreglu og öðrum sem eiga að sjá um fræðslu um málaflokkinn.vísir/Vilhelm Lagt er til að ráðist verði í ýmiss konar fræðsluátök og forvarnarnámskeið. Áslaug segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Fyrst og fremst er ljóst að fatlað fólk er ekki að fá sams konar meðferð og aðrir í kerfinu. Það er gríðarlega alvarlegt og svartur blettur á okkar samfélagi. Það eru minni líkur á að þeirra mál fari fyrir dómstóla og kerfið þarf að halda betur utan um þolendur svo að málin þeirra nái fram að ganga. Einn þáttur er að þau tilkynni meira og leiti til lögreglu, þekki þessar leiðir sem við erum með. Þá er fræðsla algjört lykilatriði.“ Fræðslan sé ekki síst mikilvæg innan lögreglunnar. „Þannig að fagfólk öðlist dýpri skilning á sögu fatlaðs fólk og hvernig ofbeldi í lífi fatlaðs fólks birtist stundum með öðruvísi hætti en hjá ófötluðu fólki. En einnig þessi jafningjafræðsla fyrir fólk með fötlun, svo þau þekki þjónustuúrræði sem standa til boða.“ Að sögn ráðherra verða tillögurnar nú unnar áfram bæði hjá lögreglu og þeim sem verður gert að sjá um fræðslu. Lögreglumál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að ætla megi að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og þá einnig ítrekað og reglulega. Talið er að hópurinn njóti ekki sömu réttinda og aðrir; fatlaðir tilkynni síður brot, því þeir óttast ekki vera ekki trúað og gerendur virðast síður sóttir til saka. Erfitt hefur reynst að draga saman fjölda brota gegn þessum einstaklingum þar sem lögreglukerfið LÖKE bíður ekki upp á að heilsufarsupplýsingar um fötlun séu skráðar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipuðu í maí aðgerðarteymi gegn ofbeldi og hefur það nú skilað ráðherrunum úrbótatillögum í þessum málaflokki. Lagt er til að bætt skráning í lögreglukerfið verði skoðuð, þannig að hægt sé að færa til bókar að brotið hafi verið gegn einstaklingi með fötlun. „Það er verið að skoða hvernig megi skrá þetta án þess að brjóta gegn persónuvernd viðkomandi til þess við getum átt betri greiningar á þessum tilkynningum og getum þá gert betur og bætt okkur. Þetta er í skoðun hjá lögreglu og er mikilvægur þáttur í því að bregðast við þessari stöðu,“ segir Áslaug Arna. Tillögurnar verða nú unnar áfram hjá lögreglu og öðrum sem eiga að sjá um fræðslu um málaflokkinn.vísir/Vilhelm Lagt er til að ráðist verði í ýmiss konar fræðsluátök og forvarnarnámskeið. Áslaug segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Fyrst og fremst er ljóst að fatlað fólk er ekki að fá sams konar meðferð og aðrir í kerfinu. Það er gríðarlega alvarlegt og svartur blettur á okkar samfélagi. Það eru minni líkur á að þeirra mál fari fyrir dómstóla og kerfið þarf að halda betur utan um þolendur svo að málin þeirra nái fram að ganga. Einn þáttur er að þau tilkynni meira og leiti til lögreglu, þekki þessar leiðir sem við erum með. Þá er fræðsla algjört lykilatriði.“ Fræðslan sé ekki síst mikilvæg innan lögreglunnar. „Þannig að fagfólk öðlist dýpri skilning á sögu fatlaðs fólk og hvernig ofbeldi í lífi fatlaðs fólks birtist stundum með öðruvísi hætti en hjá ófötluðu fólki. En einnig þessi jafningjafræðsla fyrir fólk með fötlun, svo þau þekki þjónustuúrræði sem standa til boða.“ Að sögn ráðherra verða tillögurnar nú unnar áfram bæði hjá lögreglu og þeim sem verður gert að sjá um fræðslu.
Lögreglumál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira