Innlent

Ó­vissu­stig vegna hugsan­legrar snjó­flóða­hættu á Norður­landi

Eiður Þór Árnason skrifar
Staðan á Siglufjarðarvegi í kvöld séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Staðan á Siglufjarðarvegi í kvöld séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Vegagerðin

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi. Nokkur snjóflóð hafa fallið í dag utan þéttbýlis og hefur Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi verið lokað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Búist er við stífri norð- og norðaustanátt með snjókomu og éljum fram yfir helgi. 

Ekki er talin hætta í byggð sem stendur en viðvörun hefur verið gefin út fyrir hesthúsahverfi í Ólafsfirði undir Ósbrekkufjalli. Í dag sáust talsvert stór snjóflóð úr Ósbrekkufjalli í Ólafsfirði og féll eitt þeirra fram í sjó, að sögn Veðurstofunnar

Nokkuð stíf norðlæg átt með snjókomu hefur verið fyrir norðan frá því í gærmorgun og talsverð úrkoma mælst á annesjum Norðanlands.

Greint var frá því í gærkvöldi að veginum um Ólafsfjarðarmúla hafi verið lokað vegna snjóflóðs sem féll yfir veginn. Lögregla hvetur fólk sem hyggur á ferðalög í landshlutanum að fylgjast vel með færð á vegum og veðurspá næstu daga.

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi. Nokkur snjóflóð hafa...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Tuesday, January 19, 2021

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×