Ósammála um refsingu fyrir að afneita Helförinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 20:52 Rósa Björk og Helgi Hrafn eru sammála um vandamálið, en ekki um lausnina. vísir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði í dag ásamt fleiri þingmönnum fram frumvarp til laga sem myndu gera það refsivert að afneita Helförinni. Refsingin gæti numið allt að tveggja ára fangelsi. Þingmaður Pírata er mótfallinn frumvarpinu. Rósa Björk segist telja þörf á frumvarpinu vegna þróunar mála erlendis. „Við höfum séð ógnvænlega þróun eiga sér stað síðastliðin tvö ár í Evrópu, þar sem hatursglæpum hefur fjölgað á ógnarhraða. Byggðum á gyðingaandúð og hatursorðræðu í garð trúar- og minnihlutahópa,“ sagði Rósa Björk í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá ástæðu þess að hún, ásamt öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarpið séu atburðirnir sem áttu sér stað í höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar. „Þegar hægri öfgamenn ruddu sér leið inn í bandaríska þinghúsið, hvar margir þeirra voru með gyðingaandúðarmerki og boli með upphafningu á sér, merktir þessum áróðri,“ segir Rósa Björk. Sammála um markmiðið en ekki aðferðina Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir áhyggjur Rósu Bjarkar af vandamálinu sem gyðingaandúð er. Hann telur hins vegar að bann við afneitun Helfararinnar sé ekki lausnin. „Vandamálið sem Rósa Björk talar um er mjög raunverulegt. Það er uppgangur nýfasisma í gangi og við eigum að taka það alvarlega og fara að horfast í augu við það. Það er eitt af mikilvægustu málum nútímans. Áhyggjur mínar þegar kemur að frumvarpi þessu, og sambærilegum lögum, er að það sé vatn á myllu nýfasistanna sjálfra,“ segir Helgi Hrafn. Hann óttist að lögin geti snúist í höndunum á þeim sem vilja berjast gegn uppgangi nýfasisma og nýnasisma. Helgi telur að með setningu slíkra laga verði auðveldara fyrir nýfasista að selja málstað sinn og stunda nýliðun, og réttlæta málstað sinn, sem Helgi segir fáránlegan og ógeðslegan. „Við erum alveg sammála um markmiðið og vissulega vandamálið. En það skiptir máli hvernig er barist gegn nýfasismanum og ég tel þetta einfaldlega vera mistök, að gera þetta með þessum hætti,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Sjá meira
Rósa Björk segist telja þörf á frumvarpinu vegna þróunar mála erlendis. „Við höfum séð ógnvænlega þróun eiga sér stað síðastliðin tvö ár í Evrópu, þar sem hatursglæpum hefur fjölgað á ógnarhraða. Byggðum á gyðingaandúð og hatursorðræðu í garð trúar- og minnihlutahópa,“ sagði Rósa Björk í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá ástæðu þess að hún, ásamt öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarpið séu atburðirnir sem áttu sér stað í höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar. „Þegar hægri öfgamenn ruddu sér leið inn í bandaríska þinghúsið, hvar margir þeirra voru með gyðingaandúðarmerki og boli með upphafningu á sér, merktir þessum áróðri,“ segir Rósa Björk. Sammála um markmiðið en ekki aðferðina Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir áhyggjur Rósu Bjarkar af vandamálinu sem gyðingaandúð er. Hann telur hins vegar að bann við afneitun Helfararinnar sé ekki lausnin. „Vandamálið sem Rósa Björk talar um er mjög raunverulegt. Það er uppgangur nýfasisma í gangi og við eigum að taka það alvarlega og fara að horfast í augu við það. Það er eitt af mikilvægustu málum nútímans. Áhyggjur mínar þegar kemur að frumvarpi þessu, og sambærilegum lögum, er að það sé vatn á myllu nýfasistanna sjálfra,“ segir Helgi Hrafn. Hann óttist að lögin geti snúist í höndunum á þeim sem vilja berjast gegn uppgangi nýfasisma og nýnasisma. Helgi telur að með setningu slíkra laga verði auðveldara fyrir nýfasista að selja málstað sinn og stunda nýliðun, og réttlæta málstað sinn, sem Helgi segir fáránlegan og ógeðslegan. „Við erum alveg sammála um markmiðið og vissulega vandamálið. En það skiptir máli hvernig er barist gegn nýfasismanum og ég tel þetta einfaldlega vera mistök, að gera þetta með þessum hætti,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Sjá meira
Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51