Skólar loka í Malaví – 25% COVID-19 sýna jákvæð Heimsljós 19. janúar 2021 09:10 Skólar loka í Malaví. gunnisal Lazarus Chakwera forseti Malaví tilkynnti um lokun skóla í ávarpi til þjóðarinnar í gær til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Ekkert skólastarf fer fram í Malaví um ótilgreindan tíma eftir að Lazarus Chakwera forseti tilkynnti um lokun skóla í ávarpi til þjóðarinnar í gær til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Nemendur heimavistarskóla fá ekki að fara til síns heima fyrr en ljóst er að þeir séu ósýktir. Neyðarástandi var lýst yfir í síðustu viku í Malaví eftir að 25 prósent allra COVID-19 sýna greindust jákvæð og þjóðarsorg var í landinu í þrjá daga eftir fráfall tveggja ráðherra af völdum farsóttarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi í gær, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar, samúðarkveðjur til forseta Malaví vegna fráfalls ráðherranna. Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður íslenska sendiráðsins í Lilongwe segir að veldisvöxtur hafi orðið í COVID-19 smitum frá ársbyrjun. „Örfá smit greindust daglega fyrir jól en tæplega 600 á fimmtudag í síðustu viku. Af 1500 sýnatökum í þeirri viku var fjórðungur allra sýna jákvæður en mánuði áður aðeins eitt prósent. Það er talið að um sé að ræða suður afrískt afbrigði veirunnar,“ segir hún. Að sögn Ingu Dóru er þessi önnur bylgja faraldursins þungt högg fyrir Malaví, heilsufarslega, efnahagslega og samfélagslega. Hún segir að alþjóðasamfélagið þurfi að bregðast við af krafti á næstu vikum og mánuðum við að aðstoða malavísk stjórnvöld. Íslensk stjórnvöld lögðu á síðasta ári fram tæpar hundrað milljónir króna í baráttuna gegn faraldrinum í Malaví. Þar af var 45 milljónum króna veitt til að styrkja COVID-19-viðbragðsáætlun Mangochi-héraðs í heilbrigðis- og menntamálum. Hröð og myndarleg viðbrögð Íslands vöktu athygli og nýttust í samhæfingu, þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og kaup á heilbrigðisvörum. Þá var 27 milljónum króna veitt til Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), með áherslu á að draga úr áhrifum faraldursins á stúlkur, til dæmis í baráttu gegn barnahjónaböndum. Að lokum fóru 27 milljónir króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). „Heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum,“ segir Inga Dóra. „Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur þegar reist tjöld við yfirfull sjúkrahús landsins. Verið er að undirbúa móttöku COVID-19 veikra á stærsta knattspyrnuvelli landsins. Enn sem komið er er til nóg af súrefni og hlífðarbúnaði en gríðarleg þörf er fyrir fleira heilbrigðisstarfsfólk til að sinna veikum, fleiri COVID-19 próf, upplýsingagjöf til samfélaga og aukið eftirlit. Heilbrigðisyfirvöld lýstu því yfir að blóðbankar væru tómir í landinu og yfirvofandi kólerufaraldur veldur einnig miklum áhyggjum,“ segir hún. Lokun skóla er umdeild og Inga Dóra segir að menntamálaráðherra hafi ekki viljað loka skólum eftir reynslu síðasta árs þegar gríðarleg aukning varð á barnahjónaböndum, ótímabærum þungunum unglingsstúlkna og aukningu á ofbeldi gegn börnum. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og flest sendiráð í Lilongwe hafa lokað tímabundið og flest starfsfólk vinnur að heiman, meðal annars starfsfólk sendiráðs Íslands. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent
Ekkert skólastarf fer fram í Malaví um ótilgreindan tíma eftir að Lazarus Chakwera forseti tilkynnti um lokun skóla í ávarpi til þjóðarinnar í gær til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Nemendur heimavistarskóla fá ekki að fara til síns heima fyrr en ljóst er að þeir séu ósýktir. Neyðarástandi var lýst yfir í síðustu viku í Malaví eftir að 25 prósent allra COVID-19 sýna greindust jákvæð og þjóðarsorg var í landinu í þrjá daga eftir fráfall tveggja ráðherra af völdum farsóttarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi í gær, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar, samúðarkveðjur til forseta Malaví vegna fráfalls ráðherranna. Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður íslenska sendiráðsins í Lilongwe segir að veldisvöxtur hafi orðið í COVID-19 smitum frá ársbyrjun. „Örfá smit greindust daglega fyrir jól en tæplega 600 á fimmtudag í síðustu viku. Af 1500 sýnatökum í þeirri viku var fjórðungur allra sýna jákvæður en mánuði áður aðeins eitt prósent. Það er talið að um sé að ræða suður afrískt afbrigði veirunnar,“ segir hún. Að sögn Ingu Dóru er þessi önnur bylgja faraldursins þungt högg fyrir Malaví, heilsufarslega, efnahagslega og samfélagslega. Hún segir að alþjóðasamfélagið þurfi að bregðast við af krafti á næstu vikum og mánuðum við að aðstoða malavísk stjórnvöld. Íslensk stjórnvöld lögðu á síðasta ári fram tæpar hundrað milljónir króna í baráttuna gegn faraldrinum í Malaví. Þar af var 45 milljónum króna veitt til að styrkja COVID-19-viðbragðsáætlun Mangochi-héraðs í heilbrigðis- og menntamálum. Hröð og myndarleg viðbrögð Íslands vöktu athygli og nýttust í samhæfingu, þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og kaup á heilbrigðisvörum. Þá var 27 milljónum króna veitt til Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), með áherslu á að draga úr áhrifum faraldursins á stúlkur, til dæmis í baráttu gegn barnahjónaböndum. Að lokum fóru 27 milljónir króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). „Heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum,“ segir Inga Dóra. „Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur þegar reist tjöld við yfirfull sjúkrahús landsins. Verið er að undirbúa móttöku COVID-19 veikra á stærsta knattspyrnuvelli landsins. Enn sem komið er er til nóg af súrefni og hlífðarbúnaði en gríðarleg þörf er fyrir fleira heilbrigðisstarfsfólk til að sinna veikum, fleiri COVID-19 próf, upplýsingagjöf til samfélaga og aukið eftirlit. Heilbrigðisyfirvöld lýstu því yfir að blóðbankar væru tómir í landinu og yfirvofandi kólerufaraldur veldur einnig miklum áhyggjum,“ segir hún. Lokun skóla er umdeild og Inga Dóra segir að menntamálaráðherra hafi ekki viljað loka skólum eftir reynslu síðasta árs þegar gríðarleg aukning varð á barnahjónaböndum, ótímabærum þungunum unglingsstúlkna og aukningu á ofbeldi gegn börnum. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og flest sendiráð í Lilongwe hafa lokað tímabundið og flest starfsfólk vinnur að heiman, meðal annars starfsfólk sendiráðs Íslands. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent