Katrín telur stjórnarflokkana hafa unnið vel úr Ásmundarsalarmálinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 16:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa haft áhyggjur af því að Ásmundarsalarmálið svokallaða myndi hafa áhrif á traust á milli stjórnarflokkanna. Hún telur þó að vel hafi verið unnið úr því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hvort Katrín hefði endurheimt fullt traust til Sjálfstæðisflokksins. Þar vísaði hún til samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar vegna meintra sóttvarnarbrota. Líkt og fram hefur komið var Bjarni Benediktsson, á meðal viðstaddra. Þorgerður vísaði til fyrri orða Katrínar um málið, þar sem hún sagði það geta skaðað traust á milli flokkanna. Þorgerður sagði mörg umdeild verkefni framundan. „Sem krefjast að vissu leyti samheldni, samvinnu, upplýsinga og trausts, ekki síst þegar kemur að trausti á milli stjórnarflokka.“ Nefndi hún þar meðal annars sölu á hlut í Íslandsbanka, sóttvarnarlög, frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sameiningu sveitarfélaga og breytingar á stjórnarskrá. Katrín sagði að málið hefði getað haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Því að þetta eru viðkvæmir tímar sem við lifum á, viðkvæm staða í samfélaginu og miklar kröfur sem við erum öll að leggja hvert á annað í tengslum við sóttvarnarráðstafanir.“ Samstarf flokkanna hafi gengið vel á þessu kjörtímabili og sagðist Katrín hafa nálgast málið sem verkefni sem hægt væri að vinna sameiginlega. „Hæstvirtur ráðherra baðst afsökunar á þessu atviki og gerði það strax og beið ekki með það. Og útskýrði þær aðstæður. Og við höfum að sjálfsögðu rætt það síðan,“ sagði Katrín. Hún sagðist hafa haft áhyggjur af því að málið myndi skaða traust á milli flokkanna. „En ég tel að við höfum unnið vel úr því máli,“ sagði Katrín. Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hvort Katrín hefði endurheimt fullt traust til Sjálfstæðisflokksins. Þar vísaði hún til samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar vegna meintra sóttvarnarbrota. Líkt og fram hefur komið var Bjarni Benediktsson, á meðal viðstaddra. Þorgerður vísaði til fyrri orða Katrínar um málið, þar sem hún sagði það geta skaðað traust á milli flokkanna. Þorgerður sagði mörg umdeild verkefni framundan. „Sem krefjast að vissu leyti samheldni, samvinnu, upplýsinga og trausts, ekki síst þegar kemur að trausti á milli stjórnarflokka.“ Nefndi hún þar meðal annars sölu á hlut í Íslandsbanka, sóttvarnarlög, frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sameiningu sveitarfélaga og breytingar á stjórnarskrá. Katrín sagði að málið hefði getað haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Því að þetta eru viðkvæmir tímar sem við lifum á, viðkvæm staða í samfélaginu og miklar kröfur sem við erum öll að leggja hvert á annað í tengslum við sóttvarnarráðstafanir.“ Samstarf flokkanna hafi gengið vel á þessu kjörtímabili og sagðist Katrín hafa nálgast málið sem verkefni sem hægt væri að vinna sameiginlega. „Hæstvirtur ráðherra baðst afsökunar á þessu atviki og gerði það strax og beið ekki með það. Og útskýrði þær aðstæður. Og við höfum að sjálfsögðu rætt það síðan,“ sagði Katrín. Hún sagðist hafa haft áhyggjur af því að málið myndi skaða traust á milli flokkanna. „En ég tel að við höfum unnið vel úr því máli,“ sagði Katrín.
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira