Fótbolti

Jón Daði spilaði tíu mínútur í tapi - Ari Freyr og félagar upp í Evrópusæti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ari Freyr lék allan leikinn á miðju Oostende.
Ari Freyr lék allan leikinn á miðju Oostende. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Íslenskir landsliðsmenn voru í eldlínunni í evrópska fótboltanum í dag.

Jóni Daða var skipt inná á 80.mínútu en þá var staðan 2-0 fyrir Forest eftir tvennu frá Sammy Ameobi.

Skömmu eftir að Jón kom inná jók Forest forystuna í 3-0 en Millwall náði inn sárabótamarki á 89.mínútu þegar Ben Thompson skoraði. 

Jón Daði og félagar í sextánda sæti ensku B-deildarinnar.

Á sama tíma í Belgíu lék Ari Freyr Skúlason allan leikinn á miðju Oostende þegar liðið vann sterkan 2-1 heimasigur á Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni þar sem Fashion Sakala gerði bæði mörk Oostende áður en Kortrijk klóraði í bakkann með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins.

Liðin voru jöfn að stigum þegar kom að leiknum en með sigrinum lyftu Ari Freyr og félagar sér upp í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×