„Áhættan er aldrei núll“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2021 13:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. Tiltölulega fáir hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu daga en í dag greindist enginn, í fyrsta sinn síðan yfir hátíðarnar. Þá greindust fjórir með veiruna á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram og vonum að hún geri það þrátt fyrir þessar tilslakanir þann 13. [janúar]. Vonandi passa sig bara allir áfram.“ Talsvert hefur verið fjallað um ný afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu og talin eru smitast greiðar milli manna en önnur afbrigði. Þórólfur segir enn ekki komna skýra mynd á afbrigðin. „Það er ekkert sem hefur komið fram um að það valdi meiri og alvarlegri sjúkdómi, alvarlegri einkennum. Og sömuleiðis er ekkert nýtt að frétta af því hvort fyrri sýkingar verndi gegn þessum afbrigðum eða hvort bóluefni muni ekki örugglega vernda. Ég veit að það er í rannsókn, þetta eru erfiðar rannsóknir og taka tíma, en það hafa ekki komið neinar niðurstöður úr því. Þannig það á margt eftir að skýrast með það.“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna býst við að breska afbrigðið verði orðið ráðandi þar í landi í mars. Er sama hætta uppi á teningnum hér á landi eða erum við í betri stöðu gagnvart þessu? „Auðvitað er hætta á að hún nái að dreifa sér í öllum löndum því hún er víða. Hvort að það er sama hætta hér eða ekki, það fer eftir því hvernig okkur gengur að halda landamærunum hreinum og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Tiltölulega fáir hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu daga en í dag greindist enginn, í fyrsta sinn síðan yfir hátíðarnar. Þá greindust fjórir með veiruna á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram og vonum að hún geri það þrátt fyrir þessar tilslakanir þann 13. [janúar]. Vonandi passa sig bara allir áfram.“ Talsvert hefur verið fjallað um ný afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu og talin eru smitast greiðar milli manna en önnur afbrigði. Þórólfur segir enn ekki komna skýra mynd á afbrigðin. „Það er ekkert sem hefur komið fram um að það valdi meiri og alvarlegri sjúkdómi, alvarlegri einkennum. Og sömuleiðis er ekkert nýtt að frétta af því hvort fyrri sýkingar verndi gegn þessum afbrigðum eða hvort bóluefni muni ekki örugglega vernda. Ég veit að það er í rannsókn, þetta eru erfiðar rannsóknir og taka tíma, en það hafa ekki komið neinar niðurstöður úr því. Þannig það á margt eftir að skýrast með það.“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna býst við að breska afbrigðið verði orðið ráðandi þar í landi í mars. Er sama hætta uppi á teningnum hér á landi eða erum við í betri stöðu gagnvart þessu? „Auðvitað er hætta á að hún nái að dreifa sér í öllum löndum því hún er víða. Hvort að það er sama hætta hér eða ekki, það fer eftir því hvernig okkur gengur að halda landamærunum hreinum og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira