Katar lagði Angóla með fimma marka mun, 30-25, í fyrri leik dagsins í C-riðli. Síðari leikur riðilsins var leikur Króatíu og lærisveina Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu. Leiknum lauk með jafntefi, 29-29, en Japan komst mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik.
Munurinn var kominn niður í þrjú mörk í hálfleik og á endanum jafnaði Króatía metin og var leikurinn í járum frá því Króatía jafnaði metin á 48. mínútu leiksins. Japan leiddi með einu marki á lokamínútunni en Króatía jafnaði metin í blálokin þökk sé marki Ivan Čupić af vítalínunni.
Incredible result in Borg Al Arab! Croatia scrape a draw in the final minutes thanks to an equaliser from Ivan Cupic and split the points with Japan #Egypt2021 pic.twitter.com/dEvMmyoZFb
— International Handball Federation (@ihf_info) January 15, 2021
Rennesuke Tokuda og Yuto Agarie voru markahæstir í liði Japans með fimm mörk hvor á meðan Marino Marić var markahæstur hjá króatíska liðinu með sjö mörk.
Í B-riðili gerðu Spánn og Brasilía jafntefli, 29-29, þar sem Raúl Entrerríos bjargaði stigi fyrir Spán með síðustu sókn leiksins. Spánverjar leiddu með sex mörkum í síðari hálfleik en Brasilía gafst ekki upp og var hársbreidd frá því að stela sigrinum með ótrúlegri spilamennsku undir lok leiks.
Í A-riðli vann Þýskaland 29 marka sigur á Úrúgvæ, lokatölur 43-14. Alfreð Gíslason er þjálfari þýska liðsins. Í D-riðli vann Argentína sex marka sigur á Kongó, 28-22.
Germany finish with a commanding victory against debutants Uruguay, putting their first two points on the Group A table #Egypt2021 pic.twitter.com/rl6om041UL
— International Handball Federation (@ihf_info) January 15, 2021