Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2021 21:35 Guðmundur var ekki sáttur með þann fjölda mistaka sem íslenska liðið gerði í dag. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Portúgala en Guðmundur var á því að íslenska liðið hefði verið sjálfum sér verst í kvöld. Hann ræddi við Einar Örn Jónsson á RÚV að leik loknum. „Við gerum of marga tæknifeila í sókninni, alls fimmtán talsins og það gengur ekki upp. Þeir gera aðeins sjö og í svona jöfnum leik þá gengur það ekki upp. Við förum með dauðafæri á mikilvægum kafla í leiknum og fórum ekki nægilega vel með þau hraðaupphlaup sem við fengum“ sagði Guðmundur um ástæður tapsins í kvöld og hélt svo áfram. „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið. Við náðum upp markvörslu í síðari hálfleik og fengum möguleika til að snúa þessu við. Við náðum hins vegar ekki að nýta tækifærin þegar þau komu, hvort sem það var yfirtala eða hraðaupphlaup. Við vorum ítrekað að reyna troða boltanum inn á línu í vonlausar stöður,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Aðspurður hvort það væri ef til vill jákvætt að liðið hefði aðeins tapað með tveggja marka mun þrátt fyrir öll þessi mistök þá játti Guðmundur því. Pirrar mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum „Við vissum að þetta yrði 50/50 leikur og til að vinna svona leik þarf einfaldlega meira að ganga upp. Mér fannst hik í mönnum þrátt fyrir að við höfum byrjað vel og það var grimmd í þessu í upphafi. Við fórum of snemma að koma okkur í vondar stöður og henda boltanum rá okkur.“ „Við gerðum óvenju mörg mistök sem andstæðingurinn nýtti sér, þar fannst mér munurinn liggja í kvöld. Það má svo sem segja að sé styrkur að tapa með tveggja marka mun gegn þessu sterka liði þrátt fyrir öll þessi mistök. Nú þurfum við að halda áfram en það er allt mögulegt í þessu.“ „Við erum rétt að byrja og eins og ég segi þá pirrar það mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum. Það er ekki hægt að leyfa sér slíkt á svona móti. Við þurfum að fara yfir þetta og gera okkur klára í næsta verkefni sem er gegn mjög öflugum liðum. Þau spila óhefðbundið, eru mjög aggressíf og það er ljóst að báðir leikir verða erfiðir,“ sagði Guðmundur að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Alsír þann 16. janúar. Sá hefst klukkan 19.30. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Leiknum lauk með tveggja marka sigri Portúgala en Guðmundur var á því að íslenska liðið hefði verið sjálfum sér verst í kvöld. Hann ræddi við Einar Örn Jónsson á RÚV að leik loknum. „Við gerum of marga tæknifeila í sókninni, alls fimmtán talsins og það gengur ekki upp. Þeir gera aðeins sjö og í svona jöfnum leik þá gengur það ekki upp. Við förum með dauðafæri á mikilvægum kafla í leiknum og fórum ekki nægilega vel með þau hraðaupphlaup sem við fengum“ sagði Guðmundur um ástæður tapsins í kvöld og hélt svo áfram. „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið. Við náðum upp markvörslu í síðari hálfleik og fengum möguleika til að snúa þessu við. Við náðum hins vegar ekki að nýta tækifærin þegar þau komu, hvort sem það var yfirtala eða hraðaupphlaup. Við vorum ítrekað að reyna troða boltanum inn á línu í vonlausar stöður,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Aðspurður hvort það væri ef til vill jákvætt að liðið hefði aðeins tapað með tveggja marka mun þrátt fyrir öll þessi mistök þá játti Guðmundur því. Pirrar mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum „Við vissum að þetta yrði 50/50 leikur og til að vinna svona leik þarf einfaldlega meira að ganga upp. Mér fannst hik í mönnum þrátt fyrir að við höfum byrjað vel og það var grimmd í þessu í upphafi. Við fórum of snemma að koma okkur í vondar stöður og henda boltanum rá okkur.“ „Við gerðum óvenju mörg mistök sem andstæðingurinn nýtti sér, þar fannst mér munurinn liggja í kvöld. Það má svo sem segja að sé styrkur að tapa með tveggja marka mun gegn þessu sterka liði þrátt fyrir öll þessi mistök. Nú þurfum við að halda áfram en það er allt mögulegt í þessu.“ „Við erum rétt að byrja og eins og ég segi þá pirrar það mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum. Það er ekki hægt að leyfa sér slíkt á svona móti. Við þurfum að fara yfir þetta og gera okkur klára í næsta verkefni sem er gegn mjög öflugum liðum. Þau spila óhefðbundið, eru mjög aggressíf og það er ljóst að báðir leikir verða erfiðir,“ sagði Guðmundur að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Alsír þann 16. janúar. Sá hefst klukkan 19.30.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54
Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23
Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti