Segir Gumma ekki skipta sér af hárgreiðslunni þegar menn nýti færin sín svona Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 16:07 Bjarki Már Elísson var frábær gegn Portúgal á sunnudaginn. vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Bjarki Már Elísson fái nú eflaust bara að hafa hárið sitt eins og hann kjósi þó að á árum áður hafi Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stöku sinnum gert athugasemdir ef leikmenn voru uppteknir af útliti sínu. Bjarki var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. Hann er tekinn við sem aðalhornamaður Íslands í vinstra horninu, eftir tvo áratugi Guðjóns Vals Sigurðssonar í þeirri stöðu. Bjarki varð markakóngur í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð og sýndi einnig með 9 mörkum úr 10 skotum hvers hann er megnugur, í sigrinum gegn Portúgal á sunnudag. „Hann var bara geggjaður og þetta var nákvæmlega eins leikur og hann er búinn að vera að sýna í bundesligunni. Það er nákvæmlega þetta sem að við viljum sjá frá honum,“ sagði Ásgeir Örn, fyrrverandi landsliðsmaður, en þeir Theódór Ingi Pálmason voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum. Bjarki hafði átt frekar dapran leik í útileiknum gegn Portúgal í síðustu viku: „Sextíu prósent nýtingin hjá honum [í Portúgal] var eiginlega bara léleg, því þetta voru góð færi sem hann var að taka, en hann klikkaði bara á dauðafærum. Eina leiðin til að svara slíku er með frammistöðu eins og á sunnudaginn. Vonandi heldur hann því áfram,“ sagði Ásgeir en Bjarki verður í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi. Fær grænt ljós á „Mikkel-bandið“ Henry minntist léttur í bragði á sítt hár Bjarka og ennisbandið sem hann notar og minnir á Mikkel Hansen: „Hann er að taka Mikkel-bandið á þetta. Þetta er dálítið skemmtilegt,“ sagði Ásgeir. „Ef þú ert með svona þykkt og gott hár þá er um að gera að láta þetta vaxa dálítið duglega. Þó að hann sé kominn á fertugsaldurinn þá ætla ég að gefa grænt ljós á þetta. Mikkel er nú þremur árum eldri,“ sagði Theódór. Guðmundur líklega hættur að skipta sér af Ásgeir lék lengi undir stjórn Guðmundar landsliðsþjálfara. Félagar hans í landsliðinu til margra ára, Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson, stofnuðu reyndar einmitt fyrirtækið Silver sem framleiddi hárgel. Henry spurði Ásgeir hvort að þjálfarinn skipti sér eitthvað af því hvernig hárgreiðslu menn væru með: „Hann hefur einhvern tímann gert það, í gamla daga. Ég held að hann sé ekki að því í dag. Og ef að menn eru með 9 mörk úr 10 skotum þá lætur hann þetta bara „slæda“,“ sagði Ásgeir léttur í bragði og bætti við: „Ég var voða lítið í þessu. Það voru sumir sem voru svolítið uppteknir af þessu og fengu pillur öðru hverju.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Umræðan um Bjarka Má hefst eftir 9 mínútur og 30 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Bjarki var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. Hann er tekinn við sem aðalhornamaður Íslands í vinstra horninu, eftir tvo áratugi Guðjóns Vals Sigurðssonar í þeirri stöðu. Bjarki varð markakóngur í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð og sýndi einnig með 9 mörkum úr 10 skotum hvers hann er megnugur, í sigrinum gegn Portúgal á sunnudag. „Hann var bara geggjaður og þetta var nákvæmlega eins leikur og hann er búinn að vera að sýna í bundesligunni. Það er nákvæmlega þetta sem að við viljum sjá frá honum,“ sagði Ásgeir Örn, fyrrverandi landsliðsmaður, en þeir Theódór Ingi Pálmason voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum. Bjarki hafði átt frekar dapran leik í útileiknum gegn Portúgal í síðustu viku: „Sextíu prósent nýtingin hjá honum [í Portúgal] var eiginlega bara léleg, því þetta voru góð færi sem hann var að taka, en hann klikkaði bara á dauðafærum. Eina leiðin til að svara slíku er með frammistöðu eins og á sunnudaginn. Vonandi heldur hann því áfram,“ sagði Ásgeir en Bjarki verður í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi. Fær grænt ljós á „Mikkel-bandið“ Henry minntist léttur í bragði á sítt hár Bjarka og ennisbandið sem hann notar og minnir á Mikkel Hansen: „Hann er að taka Mikkel-bandið á þetta. Þetta er dálítið skemmtilegt,“ sagði Ásgeir. „Ef þú ert með svona þykkt og gott hár þá er um að gera að láta þetta vaxa dálítið duglega. Þó að hann sé kominn á fertugsaldurinn þá ætla ég að gefa grænt ljós á þetta. Mikkel er nú þremur árum eldri,“ sagði Theódór. Guðmundur líklega hættur að skipta sér af Ásgeir lék lengi undir stjórn Guðmundar landsliðsþjálfara. Félagar hans í landsliðinu til margra ára, Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson, stofnuðu reyndar einmitt fyrirtækið Silver sem framleiddi hárgel. Henry spurði Ásgeir hvort að þjálfarinn skipti sér eitthvað af því hvernig hárgreiðslu menn væru með: „Hann hefur einhvern tímann gert það, í gamla daga. Ég held að hann sé ekki að því í dag. Og ef að menn eru með 9 mörk úr 10 skotum þá lætur hann þetta bara „slæda“,“ sagði Ásgeir léttur í bragði og bætti við: „Ég var voða lítið í þessu. Það voru sumir sem voru svolítið uppteknir af þessu og fengu pillur öðru hverju.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Umræðan um Bjarka Má hefst eftir 9 mínútur og 30 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira