Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2021 12:06 Rúmlega fjórtán þúsund færri voru starfandi á vinnumarkaði í október 2020 en í sama mánuði árið 2019. Vísir/Vilhelm Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. Í september á síðasta ári voru rétt rúmlega 183 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði en rétt tæplega 177 þúsund í október og fækkaði því um 2,8 prósentustig milli mánaða. Kreppan á vinnumarkaðnum vegna kórónuveirufaraldursins er hins vegar enn meira áberandi þegar horft er til október árið 2019 og október í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Starfandi á vinnumarkaði milli þessarra tveggja októbermánaða fækkaði um 14.600 manns eða 7,6 prósentustig. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir atvinnuleysi hafa aukist fyrir kórónufaraldurinn en yfirstandandi kreppa væri ójafnaðarkreppu. Formaður Samfylkingarinnar segir að fyrst þurfi að tryggja að þeir sem misst hafi vinnuna komist í gegnum það og svo þurfi að eyða öllu púðri í að fjölga störfum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að eyða öllu púðri sem stjórnvöld hafa í að verja heimili sem verða fyrir þessu. En fyrst og fremst þarf að skapa störf. Þar er auðvitað lukilatriði endurreisn lítilla fyrirtækja sem hafa orðið fyrir mestum skaðanum en munu þurfa að leika mjög stórt hlutverk í endurreisninni okkar,“ segir Logi. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að fjölga stöfum á komandi misserum og hefur Alþýðusambandið til að mynda sett fram kröfur í þeim efnum. Könnun sambandsins leiddi einnig í ljós að kreppan kemur verst niður á þeim lægst launuðu þar sem flestir hafa misst vinnuna út af kórónuveirufaraldrinum. Logi segir kreppuna einnig koma ver niður á konum en körlum, komi illa niður á ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. „Í fyrsta lagi höfum við bent á að það þarf að tryggja að þetta fólk þoli það að ganga í gegnum þessa kreppu á meðan það fær ekki vinnu. Þá þarf að gera betur. Hins vegar höfum við bent á að það þarf að beita ívilnun og skapa möguleika fyrir lítil fyrirtæki að halda sér gangandi og vaxa. Samhliða því að það þarf að fara markvisst yfir hvar við höfum verið vanhaldin af mannafla í mikilvægum opinberum stofnunum síðustu ár,“ segir Logi Einarsson. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Í september á síðasta ári voru rétt rúmlega 183 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði en rétt tæplega 177 þúsund í október og fækkaði því um 2,8 prósentustig milli mánaða. Kreppan á vinnumarkaðnum vegna kórónuveirufaraldursins er hins vegar enn meira áberandi þegar horft er til október árið 2019 og október í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Starfandi á vinnumarkaði milli þessarra tveggja októbermánaða fækkaði um 14.600 manns eða 7,6 prósentustig. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir atvinnuleysi hafa aukist fyrir kórónufaraldurinn en yfirstandandi kreppa væri ójafnaðarkreppu. Formaður Samfylkingarinnar segir að fyrst þurfi að tryggja að þeir sem misst hafi vinnuna komist í gegnum það og svo þurfi að eyða öllu púðri í að fjölga störfum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að eyða öllu púðri sem stjórnvöld hafa í að verja heimili sem verða fyrir þessu. En fyrst og fremst þarf að skapa störf. Þar er auðvitað lukilatriði endurreisn lítilla fyrirtækja sem hafa orðið fyrir mestum skaðanum en munu þurfa að leika mjög stórt hlutverk í endurreisninni okkar,“ segir Logi. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að fjölga stöfum á komandi misserum og hefur Alþýðusambandið til að mynda sett fram kröfur í þeim efnum. Könnun sambandsins leiddi einnig í ljós að kreppan kemur verst niður á þeim lægst launuðu þar sem flestir hafa misst vinnuna út af kórónuveirufaraldrinum. Logi segir kreppuna einnig koma ver niður á konum en körlum, komi illa niður á ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. „Í fyrsta lagi höfum við bent á að það þarf að tryggja að þetta fólk þoli það að ganga í gegnum þessa kreppu á meðan það fær ekki vinnu. Þá þarf að gera betur. Hins vegar höfum við bent á að það þarf að beita ívilnun og skapa möguleika fyrir lítil fyrirtæki að halda sér gangandi og vaxa. Samhliða því að það þarf að fara markvisst yfir hvar við höfum verið vanhaldin af mannafla í mikilvægum opinberum stofnunum síðustu ár,“ segir Logi Einarsson.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01
Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24