Handbolti

Bjarki Már Elísson: Við erum fæddir með karakter

Andri Már Eggertsson skrifar
Bjarki Már.
Bjarki Már. vísir/getty

„Það er mjög gaman að vinna seinni hálfleikurinn var góður en sá fyrri alveg skelfilegur, við gerðum vel í að snúa þessu við og fara inn í hálfleikinn einu marki undir í stað fleiri sem við nýttum síðan í seinni hálfleik og unnum leikinn,” sagði markahæsti leikmaður liðsins kátur eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM í handbolta.

Bjarka fannst liðið ekki vera nógu harðir í sínum aðgerðum sem gerði liðinu erfitt fyrir í fyrri hálfleik sóknarlega viljinn til þess að skora eða gefa góða sendingu vantaði sem kom í seinni hálfleik sem gekk miklu betur.

„Þetta var fullkominn seinni hálfleikur Ágúst Elí var góður í markinu ásamt Elliða sem kom með góða innkomu. Við erum Íslendingar og það er mikill karakter sem býr í okkur sem við sýndum í dag þó sigurinn hafi verið full stór en það er ekki yfir neinu að kvarta,” sagði Bjarki um karakter liðsins.

Nú er staðan jöfn í þessari þriggja leikja viðureign Íslands og Portúgals sem lýkur með leik á HM í Egyptalandi.

„Við ætlum okkur að vinna næsta leik á HM, það er mjög mikilvægt uppá framhaldið sem myndi setja okkur í góða stöðu fyrir riðilin,” sagði Bjarki sem metur möguleika Íslands góða fyrir mótið í Egyptalandi.

Áhorfendur á mótinu hefur verið mikið á milli tannana á fólki en Bjarki vill hafa áhorfendur svo framarlega sem það sé farið rétt að því og brýnir fyrir stjórn mótsins að gæta hreinlætis og sjá til þess að allt sé í toppstandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×