Íhugaði að senda ekkert sjónvarpsfólk til Egyptalands Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2021 14:31 Danirnir fagna eftir sigur á Norðmönnum í æfingaleik í Kolding á fimmtudagskvöldið. Þeir töpuðu svo síðari leik liðanna í gærkvöldi. Jan Christensen/Getty TV 2 í Danmörku íhugaði að senda ekkert sjónvarpsfólk til Egyptaland á HM í handbolta þar í landi vega kórónuveirunnar. Þau enduðu þó með því að senda sitt fólk af stað, staðfestir John Jäger sjónvarpsstjóri TV 2 Sport. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á flest allt í heiminum. Leikmenn eru hund óánægðir með IHF að þeir ætli að leyfa áhorfendum að koma inn á leikina á HM en fékk lítil svör. John Jäger segir að margar sviðsmyndir hafi komið upp hjá sjónvarpsstöðinni, sem sýnir frá mótinu í Danmörku, en að endingu hafi fólkið verið sent af stað, hafi viðkomandi sjónvarpsfólk viljað fara. „Það kom tímapunktur þar sem við ræddum um hvort að við ættum að senda fólk þangað. Við ræddum hvort að við ættum bara að hafa streymið og vera með okkar fólk í Óðinsvé en við breyttum því að endingu eftir að við fengum jákvæð skilaboð,“ sagði John Jäger. Mikkel Hansen beroliger: Vi er klar trods nederlag - https://t.co/NX1QBW2Frk pic.twitter.com/WaPLiQSZBu— HBOLD.dk (@HBOLDdk) January 9, 2021 „Ég hef sagt við alla starfsmenn mína að ef að það er einhver sem vill frekar vera í Danmörku en Kairó þá á hann að segja það við mig. Ég er þó nokkuð öruggur að það sé öruggt að fara af stað. Það er búið að kynna fyrir okkur öryggis- og hreinsunaraðgerðir.“ Thomas Kristensen og Bent Nyegaard hafa lýst dönsku landsleikjunum um árabil og þannig verður það áfram. Stjórnandi í settinu verður Morten Ankerdal og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna Claus Møller Jacobsen verður spekingur. Blaðamaðurinn Heidi Møller Eskildsen tekur svo viðöl. „Þetta verður auðvitað minna í sniðum en áður. Það gildir þá sem verða á skjánum og liðið í kringum útsendinguna. Við sendum færri þangað svo þetta veltur mikið á okkar fólki í Óðinsvéum. Við höfum örugglega gert 374 plön eftir því hvernig staðan hefur verið,“ bætti John við. Danir mæta Barein í fyrsta leik mótsins 15. janúar. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á flest allt í heiminum. Leikmenn eru hund óánægðir með IHF að þeir ætli að leyfa áhorfendum að koma inn á leikina á HM en fékk lítil svör. John Jäger segir að margar sviðsmyndir hafi komið upp hjá sjónvarpsstöðinni, sem sýnir frá mótinu í Danmörku, en að endingu hafi fólkið verið sent af stað, hafi viðkomandi sjónvarpsfólk viljað fara. „Það kom tímapunktur þar sem við ræddum um hvort að við ættum að senda fólk þangað. Við ræddum hvort að við ættum bara að hafa streymið og vera með okkar fólk í Óðinsvé en við breyttum því að endingu eftir að við fengum jákvæð skilaboð,“ sagði John Jäger. Mikkel Hansen beroliger: Vi er klar trods nederlag - https://t.co/NX1QBW2Frk pic.twitter.com/WaPLiQSZBu— HBOLD.dk (@HBOLDdk) January 9, 2021 „Ég hef sagt við alla starfsmenn mína að ef að það er einhver sem vill frekar vera í Danmörku en Kairó þá á hann að segja það við mig. Ég er þó nokkuð öruggur að það sé öruggt að fara af stað. Það er búið að kynna fyrir okkur öryggis- og hreinsunaraðgerðir.“ Thomas Kristensen og Bent Nyegaard hafa lýst dönsku landsleikjunum um árabil og þannig verður það áfram. Stjórnandi í settinu verður Morten Ankerdal og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna Claus Møller Jacobsen verður spekingur. Blaðamaðurinn Heidi Møller Eskildsen tekur svo viðöl. „Þetta verður auðvitað minna í sniðum en áður. Það gildir þá sem verða á skjánum og liðið í kringum útsendinguna. Við sendum færri þangað svo þetta veltur mikið á okkar fólki í Óðinsvéum. Við höfum örugglega gert 374 plön eftir því hvernig staðan hefur verið,“ bætti John við. Danir mæta Barein í fyrsta leik mótsins 15. janúar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira