„Við viljum ekki að þessar reglur séu of íþyngjandi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 22:37 Svandís Svavarsdóttir segist vongóð um góða þátttöku almennings í bólusetningu við veirunni. Vísir/Vilhelm Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar þann 13. janúar. Samkvæmt reglunum verður krám og skemmtistöðum áfram gert að hafa lokað. Heilbrigðisráðherra segist skilja gremju fólks yfir misræmi í sóttvarnaraðgerðum. Björn Árnason, eigandi Skúla Craftbar segir bareigendur alls ekki sátta. „Bareigendur eru náttúrulega mjög ósáttir með það að við séum einu staðirnir í veitingabransanum sem erum með lokað. Við getum alveg framfylgt þeim reglum sem eru í gildi núna, það er að segja að vera með fjöldatakmarkanir, takmarkaðan opnunartíma, sætisskyldu og tveggja metra reglu,“ sagði Björn Árnason í kvöldfréttum Stöðvar2. Heilbrigðisráðherra segist vel skilja gremju fólks vegna misræmis í sóttvarnarreglum. Hún ræddi um nýjar reglur í Reykjavík síðdegis í dag. „Já ég skil það alveg og það er þannig og hefur verið þannig að frá því að við beittum þessum fyrstu sóttvarnareglum í mars á síðasta ári þá hefur alltaf verið eitthvað um það að sumum finnst við ganga og stutt og öðrum finnst við ganga of langt og þannig mun það alltaf vera,“ sagði Svandís. Áfram í samtali við rekstraraðila Svandís segir mikilvægt að hafa skýr rök fyrir aðgerðum. „Þess vegna þurfum við að hafa þau skýr og rökin að koma fram i minnisblaði frá sóttvarnalækni og byggja á þessum tölum eins og ég nefni. En um leið viljum við vera líka móttækileg fyrir þeim athugasemdum sem koma frá rekstaraaðilum og ég árétta það að við erum ekki búin að ljúka við gerð reglugerðarinnar og fréttatilkynningin liggur frammi og við erum áfram í samtali við þessa aðila og höfum átt náttúrulega átt fundi, bæði ráðuneytið og sóttvarnarlæknir með fjölmörgum rekstraraðilum,“ sagði Svandís. „Við viljum ekki að þessar reglur séu of íþyngjandi því að það samræmist ekki okkar markmiðum við viljum að virknin í samfélaginu sé eins mikil og hægt er og tillögur sóttvarnalæknis miða við það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Björn Árnason, eigandi Skúla Craftbar segir bareigendur alls ekki sátta. „Bareigendur eru náttúrulega mjög ósáttir með það að við séum einu staðirnir í veitingabransanum sem erum með lokað. Við getum alveg framfylgt þeim reglum sem eru í gildi núna, það er að segja að vera með fjöldatakmarkanir, takmarkaðan opnunartíma, sætisskyldu og tveggja metra reglu,“ sagði Björn Árnason í kvöldfréttum Stöðvar2. Heilbrigðisráðherra segist vel skilja gremju fólks vegna misræmis í sóttvarnarreglum. Hún ræddi um nýjar reglur í Reykjavík síðdegis í dag. „Já ég skil það alveg og það er þannig og hefur verið þannig að frá því að við beittum þessum fyrstu sóttvarnareglum í mars á síðasta ári þá hefur alltaf verið eitthvað um það að sumum finnst við ganga og stutt og öðrum finnst við ganga of langt og þannig mun það alltaf vera,“ sagði Svandís. Áfram í samtali við rekstraraðila Svandís segir mikilvægt að hafa skýr rök fyrir aðgerðum. „Þess vegna þurfum við að hafa þau skýr og rökin að koma fram i minnisblaði frá sóttvarnalækni og byggja á þessum tölum eins og ég nefni. En um leið viljum við vera líka móttækileg fyrir þeim athugasemdum sem koma frá rekstaraaðilum og ég árétta það að við erum ekki búin að ljúka við gerð reglugerðarinnar og fréttatilkynningin liggur frammi og við erum áfram í samtali við þessa aðila og höfum átt náttúrulega átt fundi, bæði ráðuneytið og sóttvarnarlæknir með fjölmörgum rekstraraðilum,“ sagði Svandís. „Við viljum ekki að þessar reglur séu of íþyngjandi því að það samræmist ekki okkar markmiðum við viljum að virknin í samfélaginu sé eins mikil og hægt er og tillögur sóttvarnalæknis miða við það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira