Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 11:00 Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson stóðu vaktina í íslenska markinu gegn Portúgal í gær. vísir/andri marinó Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. Ágúst Elí kom inn á fyrir Viktor Gísla Hallgrímsson í seinni hálfleik. Hafnfirðingurinn fór rólega af stað og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en eftir að hafa fengið sýnikennslu í markvörslu frá landsliðsþjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni. Eftir að Miguel Martins kom Portúgal í 19-17 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gekk Guðmundur til Ágústs Elís og sýndi honum hvernig hann ætti að bera sig að í markinu með miklum tilþrifum. . @logigeirsson og @Minnaermeira höfðu gaman að því hvernig Gummi sýndi Ágústi hvernig ætti að verja. @RanieNro sat með strákunum í myndverinu í gær eftir leik. pic.twitter.com/KuTIIfMt4b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 7, 2021 Þessi sýnikennsla Guðmundar hafði góð áhrif á Ágúst Elí sem hrökk í gang svo um munaði og varði sjö skot það sem eftir lifði leiks. Hafnfirðingurinn var með 44 prósent hlutfallsmarkvörslu og framlag hans var nálægt því að skila íslenska liðinu stigi. „Já, ég vildi sýna honum hvernig ætti að taka boltann,“ sagði Guðmundur léttur í bragði við Vísi í dag. „Ég var aðeins að byrsta mig við hann, það hafði góð áhrif á hann. Ég vildi meira „agressívitet“ og það gekk bara vel,“ bætti hann við. Portúgal vann á endanum tveggja marka sigur, 26-24, og hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM. Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Ísland og Portúgal mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi á fimmtudaginn eftir viku. Ágúst Elí er einn þriggja markvarða í íslenska HM-hópnum ásamt Viktori Gísla og Björgvini Páli Gústavssyni sem fór ekki með til Portúgals. Ágúst Elí lék með Íslandi á EM 2018 og HM 2019 en fór ekki á EM í fyrra. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ágúst Elí kom inn á fyrir Viktor Gísla Hallgrímsson í seinni hálfleik. Hafnfirðingurinn fór rólega af stað og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en eftir að hafa fengið sýnikennslu í markvörslu frá landsliðsþjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni. Eftir að Miguel Martins kom Portúgal í 19-17 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gekk Guðmundur til Ágústs Elís og sýndi honum hvernig hann ætti að bera sig að í markinu með miklum tilþrifum. . @logigeirsson og @Minnaermeira höfðu gaman að því hvernig Gummi sýndi Ágústi hvernig ætti að verja. @RanieNro sat með strákunum í myndverinu í gær eftir leik. pic.twitter.com/KuTIIfMt4b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 7, 2021 Þessi sýnikennsla Guðmundar hafði góð áhrif á Ágúst Elí sem hrökk í gang svo um munaði og varði sjö skot það sem eftir lifði leiks. Hafnfirðingurinn var með 44 prósent hlutfallsmarkvörslu og framlag hans var nálægt því að skila íslenska liðinu stigi. „Já, ég vildi sýna honum hvernig ætti að taka boltann,“ sagði Guðmundur léttur í bragði við Vísi í dag. „Ég var aðeins að byrsta mig við hann, það hafði góð áhrif á hann. Ég vildi meira „agressívitet“ og það gekk bara vel,“ bætti hann við. Portúgal vann á endanum tveggja marka sigur, 26-24, og hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM. Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Ísland og Portúgal mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi á fimmtudaginn eftir viku. Ágúst Elí er einn þriggja markvarða í íslenska HM-hópnum ásamt Viktori Gísla og Björgvini Páli Gústavssyni sem fór ekki með til Portúgals. Ágúst Elí lék með Íslandi á EM 2018 og HM 2019 en fór ekki á EM í fyrra.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21