Mette grípur í handbremsuna og herðir aðgerðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. janúar 2021 14:57 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AP Dönsk stjórnvöld hafa hert sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar en nú mega að hámarki fimm koma saman. Tveggja metra fjarlægðarreglan verður þá í gildi í stað eins metra reglunnar. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið virkjað. „Vertu heima hjá þér. Ekki hitta neinn annan en þú býrð með,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu og beindi máli sínu til landsmanna. Hún útskýrði að grípa þyrfti til aðgerðanna vegna nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem gjarnan er kennt við Bretland en vísindamenn segja að hún smiti 50-70 prósent meira en önnur afbrigði. „Ef við grípum ekki í taumana munu fleiri deyja og heilbrigðiskerfið okkar mun kikna undan álagi.“ Mette sagði líka að til greina kæmi að setja á ferðatakmarkanir á komur frá fleiri löndum en Bretlandi, til dæmis Suður-Afríku þar sem einnig hefur greinst hættuleg stökkbreyting. Hægt er að fylgjast með vendingunum í Danmörku á vef DR. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, tók við og sagði að það væri ekki lengur spurning um hvort breska afbrigðið næði fótfestu í Danmörku heldur hvenær. Hann sagði að hann vildi forða því með öllu að ástandið yrði jafn slæmt og það er á Bretlandi og nefndi máli sínu til stuðnings ljósmyndir frá Bretlandi þar sem sjá má sjúkrabíla í biðröð við sjúkrahúsin. „Vonandi munu nýju takmarkanirnar tryggja að slíkt muni ekki eiga sér stað hér í Danmörku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. 29. desember 2020 19:29 Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
„Vertu heima hjá þér. Ekki hitta neinn annan en þú býrð með,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu og beindi máli sínu til landsmanna. Hún útskýrði að grípa þyrfti til aðgerðanna vegna nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem gjarnan er kennt við Bretland en vísindamenn segja að hún smiti 50-70 prósent meira en önnur afbrigði. „Ef við grípum ekki í taumana munu fleiri deyja og heilbrigðiskerfið okkar mun kikna undan álagi.“ Mette sagði líka að til greina kæmi að setja á ferðatakmarkanir á komur frá fleiri löndum en Bretlandi, til dæmis Suður-Afríku þar sem einnig hefur greinst hættuleg stökkbreyting. Hægt er að fylgjast með vendingunum í Danmörku á vef DR. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, tók við og sagði að það væri ekki lengur spurning um hvort breska afbrigðið næði fótfestu í Danmörku heldur hvenær. Hann sagði að hann vildi forða því með öllu að ástandið yrði jafn slæmt og það er á Bretlandi og nefndi máli sínu til stuðnings ljósmyndir frá Bretlandi þar sem sjá má sjúkrabíla í biðröð við sjúkrahúsin. „Vonandi munu nýju takmarkanirnar tryggja að slíkt muni ekki eiga sér stað hér í Danmörku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. 29. desember 2020 19:29 Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. 29. desember 2020 19:29
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00
Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15