Vildi óska að hún hefði ekki skrifað Brokeback Mountain Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 13:07 Proulx segist hafa tekið að sér að skrifa textann fyrir óperuuppsetningu verksins árið 2014 af ótta við að „einhver hálfviti“ sem vildi hamingju til handa Jack og Ennis myndi breyta endanum. Rithöfundurinn Annie Proulx segist stundum sjá eftir því að hafa skrifað Brokeback Mountain, harmþrungna ástarsögu Jack og Ennis, sem voru leiknir af Jake Gyllenhaal og Heath Ledger í samnefndri kvikmynd. „Ég vildi óska að ég hefði aldrei skrifað þessa sögu,“ segir Proulx í viðtali við Paris Review. „Áður en myndin kom út var þetta allt í lagi,“ bætir hún við en nú virðist aðdáendur eiga erfitt með að skilja að sagan sé alls ekki um Jack og Ennis. „[Sagan] fjallar um hómófóbíu; hún fjallar um samfélagslegt ástand, um ákveðinn stað og ákveðna afstöðu og siðferði,“ segir höfundurinn, sem skrifaði söguna fyrir New Yorker árið 1997. Þolir ekki áhugaspuna Annie Proulx.Wikimedia Commons/Fuzheado Proulx segist reglulega fá póst og erindi þar sem aðdáendur óska hamingjuríks endis fyrir kúrekana ólánssömu, eða að minnsta kosti fyrir Ennis eftir að Jack deyr. Þá segir hún marga hafa endurskrifað söguna með nýjum elskhugum, svo dæmi séu tekin. Þetta fer gríðarlega í taugarnar á Proulx, sem er síður en svo hrifin af svokölluðum áhugaspuna (e. fan fiction); ef aðdáendur vilji lesa um hamingjusama homma, þá ættu þeir að skálda þá sjálfir. „Það er ekki sagan sem ég skrifaði. Þetta eru ekki [þínar] persónur. Ég á þessar persónur, samkvæm lögum.“ Rithöfundurinn segir flest bréfana sem henni berast byrja á: „Ég er ekki hommi en...“ Viðtalið við Proulx fór fram á búgarði hennar í Wyoming. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum hliðin hérna lokuð er að margir karlmenn hafa ákveðið að sagan ætti að hafa farsælan endi. Þeir geta ekki unað því hvernig hún endar, þeir bara þola það ekki.“ Out greindi frá. Menning Bókmenntir Hinsegin Bíó og sjónvarp Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira
„Ég vildi óska að ég hefði aldrei skrifað þessa sögu,“ segir Proulx í viðtali við Paris Review. „Áður en myndin kom út var þetta allt í lagi,“ bætir hún við en nú virðist aðdáendur eiga erfitt með að skilja að sagan sé alls ekki um Jack og Ennis. „[Sagan] fjallar um hómófóbíu; hún fjallar um samfélagslegt ástand, um ákveðinn stað og ákveðna afstöðu og siðferði,“ segir höfundurinn, sem skrifaði söguna fyrir New Yorker árið 1997. Þolir ekki áhugaspuna Annie Proulx.Wikimedia Commons/Fuzheado Proulx segist reglulega fá póst og erindi þar sem aðdáendur óska hamingjuríks endis fyrir kúrekana ólánssömu, eða að minnsta kosti fyrir Ennis eftir að Jack deyr. Þá segir hún marga hafa endurskrifað söguna með nýjum elskhugum, svo dæmi séu tekin. Þetta fer gríðarlega í taugarnar á Proulx, sem er síður en svo hrifin af svokölluðum áhugaspuna (e. fan fiction); ef aðdáendur vilji lesa um hamingjusama homma, þá ættu þeir að skálda þá sjálfir. „Það er ekki sagan sem ég skrifaði. Þetta eru ekki [þínar] persónur. Ég á þessar persónur, samkvæm lögum.“ Rithöfundurinn segir flest bréfana sem henni berast byrja á: „Ég er ekki hommi en...“ Viðtalið við Proulx fór fram á búgarði hennar í Wyoming. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum hliðin hérna lokuð er að margir karlmenn hafa ákveðið að sagan ætti að hafa farsælan endi. Þeir geta ekki unað því hvernig hún endar, þeir bara þola það ekki.“ Out greindi frá.
Menning Bókmenntir Hinsegin Bíó og sjónvarp Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira